Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Salsa heima í stofu Edda og Páll eru bæði salsakennarar hjá Salsa Iceland
og taka oft nokkrar laufléttar salsasveiflur heima í stofu.
finningu gagnvart salsa og karate
forðum. Salsa var bara eitthvað sem
ég varð að læra – mig langaði að
dansa salsa þegar ég yrði stór.“
Þannig lýsir hún ástinni sinni númer
tvö. Svo því sé haldið til haga kom
eiginmaðurinn, Páll Hólm Sigurðs-
son, og börnin þeirra tvö aðeins
seinna til sögunnar.
Og Edda heldur áfram: „Ég
kynntist salsa á ferðalögum í
tengslum við karate. Góður vinur
minn, sem ég æfði oft með, mesti af-
reksmaður í landsliði Svía á þeim ár-
um, hafði hrifist svo af salsa að hann
ætlaði að draga sig í hlé til að geta
sinnt dansinum af meiri ákefð en áð-
ur. Mér þótti ákvörðun hans alveg
stórundarleg og bað hann um að sýna
mér hvað væri svona merkilegt við
fyrirbærið. Hann bauð mér með sér á
salsastað, eins og ég veit núna að fyr-
irfinnast í flestum krummaskuðum
heims. Þar horfði ég meðal annars á
þáverandi silfurverðlaunahafa í
heimsmeistaramótinu taka sporin. Ég
heillaðist algjörlega af dansinum og
byrjaði að dansa salsa hvenær sem
færi gafst. Á meðan ég var að komast
almennilega upp á lagið fékk ég hing-
að stundum erlenda gestakennara til
að kenna á helgarnámskeiðum undir
merkjum Salsa Iceland. Síðan byrjaði
ég að kenna sjálf, halda reglulega
námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna, vikuleg salsakvöld, bjóða upp
á ókeypis prufutíma og standa fyrir
ýmsum uppákomum.“
Öllu tjaldað til á Midnight Sun
Salsa-hátíðinni
Salsa Iceland óx hægt og sígandi
fiskur um hrygg, æ fleiri, konur og
karlar, sóttu námskeiðin, sýning-
arteymi urðu til, sem sýndu bæði hér
heima og kepptu í útlöndum og unnu
stundum glæsta sigra. „Við sem erum
ofurseld dansinum erum orðin góðir
félagar, ferðumst mikið og tökum þátt
í hátíðum víða um heim,“ segir Edda.
Sjálf var hún ein af sjö dönsurum í
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Karate var fyrsta ástin í lífiEddu Blöndal. Sextán árarataði hún inn á æfinguhjá Karatefélaginu Þórs-
hamri og þá varð ekki aftur snúið.
„Næstu tuttugu árin eða svo gerði ég
ekki margt af viti annað en að æfa og
keppa í íþróttinni, lengst af með
landsliðinu,“ segir Edda, sem tólf
sinnum hampaði Íslandsmeistaratitl-
inum í karate og ferðaðist um allar
jarðir til að keppa á heimsmeist-
aramótum og alls konar mótum. Að
vísu færir hún svolítið í stílinn, því
samhliða lærði hún sjúkraþjálfun
sem hlýtur að teljast nokkuð rökrétt
ákvörðun. Svo kom salsa inn í líf
hennar og þá varð heldur ekki aftur
snúið. Sjálfsvarnaríþróttin laut
smám saman í lægra haldi fyrir
danssporunum.
„Maður hættir samt aldrei alveg
í karate. Ég er enn viðloðandi mitt
gamla félag Þórshamar og reyni að
æfa eins oft og ég get. Þegar ég byrj-
aði í salsa kom sér vel að hafa stund-
að mikla líkamlega hreyfingu sem
krakki og síðan karate frá því ég var
unglingur,“ segir Edda, en tekur þó
fram að allir geti dansað salsa þótt
þeir hafi hvorki verið í íþróttum né
dansi sem börn. „Salsa er tiltölulega
einfaldur og aðgengilegur dans og
krefst ekki eins mikillar tækni og
margir paradansar. Auk þess er mik-
ill kostur að þurfa ekki að eiga sér
sérstakan dansfélaga, heldur geta
dansað við hvern sem er – eða jafnvel
engan,“ bætir hún við.
Karate, salsa og
tilfinningarnar
Edda starfar sem sjúkraþjálfari
í Gáska og er salsakennari hjá Salsa
Iceland, sem hún setti á laggirnar
2003 og er hvort tveggja salsadans-
skóli og félag áhugafólks um salsa á
Íslandi. „Ég fékk strax svipaða til-
Úr sjálfsvörn í sókn fyrir salsa
Þegar Edda Blöndal hóf að kynna salsa fyrir landanum segist hún hafa þurft að útskýra fyrir mörgum að salsa
væri spunadans en ekki salsasósa með mexíkóskum mat. Smám saman fór fólk að taka við sér og æ fleiri læra að
dansa salsa hjá Salsa Iceland, sem hún setti á laggirnar fyrir meira en áratug. Þessa dagana er Edda önnum kaf-
in við að skipuleggja alþjóðlega salsadanshátíð, Midnight Sun Salsa, sem haldin verður hér á landi í lok maí.
Í tilefni alþjóðlega safnadagsins býð-
ur Grasagarður Reykjavíkur upp á
gönguför um garðinn undir leiðsögn
forstöðumannsins, Hjartar Þor-
björnssonar, milli kl. 18-19 í dag,
fimmtudag 18. maí. Að þessu sinni
verður óræktin sérstaklega til skoð-
unar. Í garðinum eru skrásettar
plöntur safngripir, en á milli þeirra
má einnig finna órækt þar sem eru
sjálfsprottnar plöntur sem mannfólk-
inu þykir misvænt um. Þar sem yf-
irskrift alþjóðlega safnadagsins í ár
er „Söfn og umdeildar sögur: Að
segja það sem ekki má segja á söfn-
um“ er við hæfi að gefa þessum
sjálfsprottnu plöntum nánari gaum.
Grasagarður Reykjavíkur er lifandi
safn undir berum himni, þar sem um
5.000 safngripir eru varðveittir í átta
safndeildum.
Grasagarður Reykjavíkur
Ægifagurt illgresi Bláa illgresið í
Grasagarðinum er snæstjarna, en það
gula er vorsóley.
Óræktin í
garðinum
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla
Íslands stendur í samstarfi við
Hespuhúsið jurtalitunarvinnustofu
fyrir námskeiði í indigó-litun kl. 13 –
16 laugardaginn 20. maí. Námskeiðið
er öllum opið og hentar vel þeim sem
vinna við handverk. Hámark þátttak-
enda er 9.
Indigó er blátt litarefni úr erlendri
jurt. Á Íslandi er engin tegund sem
gefur bláan lit og því hefur indígó
verið notað fyrir blátt. Litunin er
öðruvísi en hefðbundin litun með
jurtum og fá því töfrar efnafræðinnar
að njóta sín í samvinnu við súrefnið. Í
litun með indígó er hægt að ná fram
bláum lit, einnig gulum og ýmsum
ævintýralitum með yfirlitun og hnút-
um.
Kennari er Guðrún Bjarnadóttir
náttúrufræðingur og handverkskona.
Kennt verður í húsnæði Hespuhúss-
ins í Andakíl í Borgarfirði.
Skráning: sql.lbhi.is/icemennt
Námskeið hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands
Blátt Indigó-litun er öðruvísi en hefðbundin litun með jurtum.
Indigó og töfrar efnafræðinnar
í samvinnu við súrefnið
Á fyrirlestraröðinni Viðkomu í Borg-
arbókasafninu í Sólheimum kl. 17.30 í
dag, fimmtudag 18. maí, verður kynn-
ing á vegum ferðaskrifstofunnar
Mundo á ævintýraferðum til Perú, Ír-
an og Ekvador sem fyrirhugaðar eru í
haust. Allir velkomnir. Heitt á könn-
unni
Viðkoma í Sólheimum
Íran Nasir al-mulk moskan í Íran.
Ævintýralegar
haustferðir