Morgunblaðið - 18.05.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.05.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri „Á vegum netöryggisráðs verður gerð úttekt í júní nk., í samvinnu við Oxford-háskóla í Bretlandi, á netöryggisþroska íslensks sam- félags,“ segir Sigurður Emil Páls- son, sérfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Sig- urður er formaður netöryggisráðs, sem hefur samhæfingarhlutverk og er samráðs- og samstarfsvett- vangur í samræmi við stefnu stjórn- valda um net- og upplýsingaöryggi. „Drög að niðurstöðu til að vinna með verða vonandi tilbúin í haust,“ segir hann. Starf ráðsins verði von- andi víkkað með því að mynda sam- starfshóp með einkaaðilum sem sjá um mikilvæga innviðaþjónustu, í samræmi við stefnu stjórnvalda. Úttekt gerð á netöryggisþroska Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samgöngustofa hefur gripið til ráð- stafana til að hafa undan gríðarmik- illi aukningu á forskráningum öku- tækja. Brugðist hefur verið við aukningunni með yfirvinnu á kvöldin og um helgar auk þess sem fólk úr öðrum deildum aðstoðar við skráningarnar. Yfir tugur starfs- manna kemur að þessum verk- efnum. Samgöngu- stofa kynnti í gær tvíþætta aðgerð- aráætlun til að stytta afgreiðslutím- ann við forskráningar ökutækja. Strax á að auka til muna aðstoð starfsmanna úr öðrum deildum Samgöngustofu en skráningardeild við skráningarvinnuna og lengja yf- irvinnu. Forskráning til bílaumboða Jafnframt verður unnið að lang- tímaverkefni við þróun hugbúnaðar sem mun gera bílaumboðunum kleift að forvinna forskráningar fyrir inn- flutt ökutæki. Hugbúnaðarlausnin mun minnka álagið og stytta biðina eftir forskráningu hjá Samgöngu- stofu. Samgöngustofa mun verja meiri fjármunum en gert hafði verið ráð fyrir til þróunar hugbúnaðarins til að flýta verkefninu. „Samgöngustofa hefur hingað til ekki fengið heimild fjárveit- ingavaldsins til að nýta þær auknu tekjur sem fylgja þessum vexti held- ur hefur á þessu tímabili verið gert að skera verulega niður í rekstri. Aðgerðaráætlun sú sem nú er gripið til er ákvörðun forstjóra til að bæta þjónustu og bregðast við óhóflegum biðtíma fyrir viðskiptavini,“ sagði í fréttatilkynningu Samgöngustofu í gær. „Ég tek ákvörðun um aðgerða- áætlunina án þess hún sé á sam- þykktri rekstraráætlun,“ sagði Þór- ólfur Árnason, forstjóri Samgöngu- stofu. Hann kvaðst reikna með að hugbúnaðarlausnin fyrir bílaumboð- in yrði tilbúin til notkunar í haust. Þórólfur sagði að tekjuaukningin, sem væri í réttu hlutfalli við aukinn bílainnflutning, rynni í ríkissjóð en yrði ekki eftir hjá Samgöngustofu. Hann kvaðst bera mikla virðingu fyrir fjárlögum og hafa staðist þau undanfarin þrjú ár. Hins vegar segði löng reynsla hans úr atvinnurekstri að ríkið þyrfti að geta brugðist hratt við þegar álag ykist eins og nú hefði gerst í bílainnflutningi. Þá rímaði krafa um niðurskurð illa við stór- aukin verkefni. Þórólfur sagði að kostnaðurinn við forskráningarnar væri farinn fram úr áætlunum en það gilti einnig um tekjurnar. Biðin eftir forskráningu ökutækja var í gær um 15 virkir dagar. Þór- ólfur kvaðst reikna með að aðgerð- irnar sem nú væri gripið til styttu af- greiðslutímann smám saman í 2-5 virka daga. Ekkert lát á bílainnflutningi „Það er ekkert lát á innflutn- ingnum. Við höfum óskað eftir spám frá bílaumboðunum. Það er líka mik- ill innflutningur fyrir utan umboðin. Bílaleigurnar eru farnar að flytja inn mikið sjálfar. Það er einnig stór- felldur innflutningur einstaklinga á bílum sem þeir kaupa erlendis. Oft eru þau ökutæki ekki gerðarvið- urkennd og tekur forskráning þeirra lengri tíma en ef þau væru gerð- arviðurkennd,“ sagði Þórólfur. Einnig er mikið flutt inn af drátt- arvélum og öðrum vinnuvélum sem tekur mun lengri tíma að skrá held- ur en gerðarviðurkennd ökutæki. Auk þess eru fluttir inn margir hóp- ferðabílar sem tengjast ferðaþjón- ustunni. Þórólfur sagði að vísa þyrfti frá töluverðum fjölda ökutækja sem féllu ekki að Evrópureglugerðum um öryggi og mengun. Forskráning ökutækja sé því krefjandi vinna sem krefst sérhæfingar. Aðgerðir til að stytta biðina eftir forskráningu  Aukin yfirvinna hjá Samgöngustofu  Bílaumboðin geta forskráð í haust Línurit/Samgöngustofa Aukning Fjöldi forskráðra ökutækja fyrstu 4 mánuði þrefaldaðist frá 2013. Þórólfur Árnason Bílafloti Ekkert lát er á innflutningi ökutækja til landsins þessa dagana. „Ekki hafa átt sér stað formlegar viðræður við Spöl vegna yfirfærsl- unnar en málið hefur verið rætt óformlega á milli aðila.“ Þetta segir í svari Jóns Gunn- arssonar, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur um Hvalfjarðargöng. Eins og fram hefur komið í frétt- um tekur ríkið við rekstri Hvalfjarð- arganga af Speli þegar þau hafa ver- ið að fullu greidd, en það mun að öllu óbreyttu gerast í júlí 2018. Ráðherra segir í svari við sömu fyrirspurn að engar ákvarðanir hafi verið teknar um gjaldtöku í Hval- fjarðargöngum eftir að þeim hefur verið skilað til ríkisins. Slíkt þurfi að ræða með hliðsjón af ríkjandi að- stæðum varðandi fjármögnun sam- göngumannvirkja almennt. Loks segir ráðherra það ljóst að í náinni framtíð muni þurfa að gera önnur göng undir fjörðinn, vegna öryggis- sjónarmiða og vaxandi umferðar. „Hjá Vegagerðinni er um þessar mundir farið yfir ýmsa tæknilega þætti sem að þessu lúta með tilliti til aukinna krafna til slíkra mannvirkja frá því fyrri göng voru hönnuð og tekin í notkun. Þá er unnið að mati á kostnaði við ný göng,“ segir í svari ráðherra. sisi@mbl.is Hvalfjarðargöng Ríkið mun eignast göngin og taka við rekstrinum 2018. Óformlegar viðræður hafnar um yfirtöku Morgunblaðið/Ernir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá kröfu um bætur vegna gæsluvarðhalds sem maður sætti í kjölfar þess að hann var kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungri stúlku. Maðurinn var ákærður og að lokum sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands en krafan byggist á tjóni sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna gæsluvarðhaldsins sem hann sætti. Þar á meðal tekjumissi og vegna uppboðs á fasteign hans. Kröfum um bætur vegna tekju- missis og tekjuskerðingar til fram- búðar var vísað frá vegna vanreif- unar. Þannig væri til að mynda ómögulegt að ráða af stefnunni hvort viðkomandi hefði verið í laun- aðri vinnu þegar hann var handtek- inn eða ekki. Tveimur kröfuliðum var ekki vísað frá dómi, kröfu um bætur vegna varanlegs miska, byggðri á mati geðlæknis, og vegna uppboðs á fasteign mannsins. Frávísun bótakröfu staðfest í hæstarétti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.