Morgunblaðið - 18.05.2017, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Nýr veitingastaður Forsvarsmenn veitingahúsakeðju Jamies Oliver, Jamie’s Italian, opna stað á Hótel Borg á næstunni og kynningin á nýja staðnum fer ekki framhjá neinum sem á leið hjá.
Eggert
Almennings-
samgöngur hafa und-
anfarið fengið meiri og
jákvæðari umfjöllun en
oft áður. Því ber að
fagna því almennings-
samgöngur eru mik-
ilvægar, bæði fyrir okk-
ur sem nýtum þjónustu
Strætó og líka fyrir
samfélagið allt í stóra
samhenginu. Jöfnuðinn
og loftslagsmálin, loft-
gæðin, hljóðvistina, heilbrigðið og
svona mætti lengi telja.
Uppbygging
framundan – Borgarlína
Farþegum Strætó fjölgaði árið 2016
og ferðast nú um 45 þúsund manns
með Strætó daglega og farnar eru um
11 milljón ferðir á ári, u.þ.b. 5% allra
ferða á svæðinu. Markmið svæð-
isskipulags höfuðborg-
arsvæðisins er að árið
2040 verði a.m.k. 12%
allra ferða á höfuðborg-
arsvæðinu farin með al-
menningssamgöngum og
gætu ferðir þá orðið um
40 milljónir á ári hverju.
Það er því ljóst að það er
mikil uppbygging fram-
undan og því hafa sveit-
arfélögin sem standa að
Strætó í samvinnu við rík-
ið unnið að þróun Borg-
arlínu sem á að bjóða
hraðari samgöngur á milli
helstu byggðarkjarna höfuðborg-
arsvæðisins en áður. Verið er að tala
um hágæðaalmenningssamgöngur á
sérakreinum sem á keyra annað hvort
léttlestir eða strætisvagnar.
Bíllaus lífsstíll mögulegur
Framtíðarsýn Strætó byggist á því
að viðskiptavinir okkar kjósi að komast
leiðar sinnar með Strætó vegna þess
að það sé hagkvæmari, umhverf-
isvænni og jafnvel fljótlegri kostur en
að nota einkabíl. Þróun Borgarlínu er í
takt við þessa framtíðarsýn og því hef-
ur Strætó eindregið stutt við bakið á
verkefninu. Um leið og lega Borg-
arlínu verður samþykkt verður leið-
arkerfi Strætó breytt til samræmis,
enda afar mikilvægt að þjónusta
Strætó og Borgarlínu sé samþætt svo
fólk geti komist hratt og örugglega
leiðar sinnar. Okkur langar líka að
geta boðið upp á öruggar hjóla-
geymslur og hjólaleigur við stórar bið-
stöðvar Strætó svo fólk geti með auð-
veldum hætti nýtt sér mismunandi
samgöngumáta. Stjórn Strætó sam-
þykkti einnig þjónustustefnu í byrjun
maí sem nú er í innleiðingu. Allar
rekstrareiningar innan fyrirtækisins
munu þannig setja sér markmið um
hvernig hægt sé að bæta þjónustuna
við farþega. Markmiðið er að farþegar
upplifi sig velkomna og örugga í vögn-
um og ferðaþjónustu Strætó og að fleiri
geti nýtt sér þjónustuna með auðveld-
um hætti.
Strætó – umhverfisvænn og
ábyrgur valkostur
Strætó á að vera umhverfisvænn
kostur og erum við stöðugt að leita
leiða til að tryggja að svo sé. Nú er
unnið að áætlun um hvernig Strætó
getur verið laust við losun allra gróð-
urhúsalofttegunda árið 2040 í samræmi
við loftslagsáætlun Reykjavík-
urborgar. Á heimasíðu Strætó má
finna skýrslu þar sem settar eru fram
nokkrar sviðsmyndir um hvernig þetta
er mögulegt. Strætó hefur nýtt met-
anvagna og nýverið voru keyptir níu
rafmagnsvagnar. Fyrstu fjórir vagn-
arnir koma í sumar og bara við þá inn-
leiðingu minnkar Strætó losun gróð-
urhúsalofttegunda um 500 tonn á ári.
Grænt bókhald Strætó er einnig
sterkt merki um að þetta er mála-
flokkur sem fyrirtækið tekur alvar-
lega og vill fylgja fast eftir. Allar töl-
ur um losun, orkunotkun o.fl. má
finna í ársskýrslu Strætó sem einnig
er á vef Strætó.
Sem formaður stjórnar legg ég
áherslu á að Strætó verði raunhæfur
samgöngukostur fyrir alla, umhverf-
isvæn, fljótleg og örugg leið til að
komast á milli staða. Að við veitum
góða þjónustu og séum stöðugt að
leita leiða til að gera betur fyrir eig-
endur Strætó – íbúa á höfuðborg-
arsvæðinu og samfélagið allt.
Eftir Heiðu Björg
Hilmisdóttur »Markmið svæðis-
skipulags höfuðborg-
arsvæðisins er að árið
2040 verði a.m.k 12%
allra ferða á höfuð-
borgarsvæðinu farin með
almenningssamgöngum.
Heiða Björg
Hilmisdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar og stjórnarformaður
Strætó. hbh@reykjavik.is
Strætó fyrir alla
Í byrjun aprílmán-
aðar birti ég grein í
Morgunblaðinu þar
sem óskað var eftir því
að Logi Már Einarsson
útskýrði nánar stað-
hæfingar um fóstureyð-
ingar sem hann lét falla
á Alþingi 27. mars sl.
Fyrirspurn mín var í
heild sinni ítrekuð í for-
ystugrein Morg-
unblaðsins 26. apríl sl., en mér vit-
anlega hafa engin svör borist. Þar til
annað kemur í ljós leyfi ég mér að
ganga út frá því að þögnin beri vott
um sýndan skilning á því meginsjón-
armiðum sem liggja að baki at-
hugasemdum mínum. Málið sem hér
um ræðir getur mögulega þjónað til-
gangi við að varpa ljósi á mun stærra
viðfangsefni. Því leyfi ég mér að
fylgja þessu nú eftir með nokkrum
línum.
Á þeim tímum hagsældar og með-
byrs sem við nú lifum getur verið
freistandi að ofmeta mannlega getu
og ímynda sér að við getum lagt fram
einföld svör við flóknum spurningum.
Tilbúin hugmyndakerfi manna geta
þjónað tilgangi í þessum efnum. Þeg-
ar verst lætur gera menn
hugmyndafræði að kenni-
setningu og setja hana á
stall óumdeilanlegs sann-
leika. Þegar menn fara að
trúa á slíkar kenningar er
hætta á ferðum því alræð-
istilburðir fylgja oft í kjöl-
farið. Gagnrýnin hugsun
á augljóslega erfitt upp-
dráttar í slíku umhverfi.
Við hljótum að geta
verið sammála um að
margslungin sam-
félagsleg viðfangsefni
þarf að ræða án órökstuddra staðhæf-
inga og án staðalímynda. Gömul og ný
dæmi sýna hve hættulegt er að horfa
aðeins á eina hlið mála og réttlæta af-
stöðu sína með skírskotun til út-
ópískra hugmynda um heiminn.
Hættan felst í að fylgismenn ráðandi
hugmynda telji sig handhafa sann-
leikans sem geti þ.a.l. haft vit fyrir
öðrum og hlegið gagnstæð sjónarmið
út af borðinu. Kreddurnar hafa þá
tekið völdin og ýtt sjálfstæðri hugsun
til hliðar. Í framkvæmd birtist þetta
t.d. í því að menn brjóta flókin mál
niður í stakar frumeindir og bera
fram svör samkvæmt hreinni kenn-
ingarfestu. Gallinn er að svör sem sett
eru fram án skírskotunar til heildar-
samhengis duga skammt í raunveru-
leikanum. Með því að skoða aðeins at-
ómin en ekki heildina er vissulega
auðveldara að leiða fram niðurstöðu,
því sannarlega getur heildarmyndin
verið afar flókin. Slíkur vandi leysir
stjórnmálamenn þó ekki undan
ábyrgð því viðfangsefni þeirra hlýtur
ávallt að lúta að heildinni, þ.e. hvernig
samfélag við viljum eiga þátt í að
skapa. Erfið samfélagsleg viðfangs-
efni, siðferðileg álitaefni og lagalegan
ágreining er ekki best að leysa með
því að rjúfa hið nauðsynlega sam-
hengi hlutanna. Ég nefni þetta hér
með vísan til fyrrgreindrar umræðu á
Alþingi, því þótt einföldun mála kunni
að vera gagnleg getur ofureinföldun
að sama skapi verið háskaleg. Með-
ganga og fæðing barns er augljóslega
ekki einkamál konunnar sem gengur
með barnið. Með því er ég ekki að
gera lítið úr hlut kvenna heldur ein-
ungis að benda á að staða móður
verður ekki slitin úr samhengi við líf
barnsins, réttarstöðu föðurins, svo og
hagsmuni samfélagsins í heild.
Tilvera mannsins er háð lögmálum,
sem ekki verða rofin án þess að allt
fari úr skorðum. Hér er um að ræða
bæði náttúrulögmál og siðalögmál,
sem halda heiminum saman. Lögmál
náttúrunnar hafa óhjákvæmileg og
margvísleg áhrif á hegðunarmynstur
manna. Siðalögmálin eru með sama
hætti greinanleg í mannlegri hegðun,
því orð okkar og athafnir kalla fram
áhrif og gagnáhrif. Siðalögmálin gera
okkur kleift, þrátt fyrir alla okkar
breyskleika, að halda uppi lágmarks-
friði, vernda lífið, koma upp skipulagi,
auka fyrirsjáanleika og – þegar vel
tekst til – að stýra málum í átt til auk-
innar velsældar og farsældar. Sam-
hengi þessara hluta kemur m.a. fram
í því að öll alvarleg siðferðileg álita-
mál eiga sér lagalega hlið. Með sama
hætti er siðferðileg hlið á sérhverju
mikilvægu lagalegu ágreiningsefni.
Milli laga og siðferðis – og samfélags
– er stöðug víxlverkun og þéttofinn
þráður, sem ekki er unnt að slíta
nema með því að stíga inn í heim ein-
hvers konar firringar. Úr mannkyns-
sögunni mætti nefna sorgleg dæmi
um slíkt, sem öll hafa endað illa.
Með vísan til framangreinds sam-
hengis, þ. á m. um samhengi laga og
siðferðis, verð ég uggandi þegar
reynt er að rjúfa þessi tengsl og
ganga inn í heim ofureinföldunar og
jafnvel sýndarmennsku þar sem
ræðumaður talar eins og sá sem allt
veit. Hvort sem tilgangurinn er að
reyna að hafa vit fyrir öðrum eða
sjálfsréttlæting ræðumanns út frá
vinsælum skoðunum þá stundina, þá
er það borgaraleg skylda áheyrenda
að spyrja gagnrýninna spurninga. Sé
ekkert að gert fá lýðskrumarar og
valdagírugir menn frítt spil. Og vel að
merkja: Vinstri menn eru ekki sak-
lausir af lýðskrumi fremur en hægri
menn. Báðar fylkingar geta hagnýtt
sér útbreidda óánægju með beittri
gagnrýni á ríkjandi ástand, án þess
að geta þó lagt fram trúverðug úr-
ræði til lausnar.
Sagan sýnir að þegar kerfisbundið
er horft fram hjá hinu siðferðilega
samhengi er hættulega stutt í tóm-
hyggju sem einkennist af andstöðu
við stofnanir samfélagsins, hafnar
siðalögmálum og upphefur efa- og
efnishyggju. Þegar siðferðilegu heild-
arsamhengi hefur verið afneitað og
stigið inn í tómhyggjuna er hægur
leikur að dulbúa ofbeldi og órétt sem
góðmennsku og réttlæti.
Eftir Arnar
Þór Jónsson » Við hljótum að geta
verið sammála um
að margslungin sam-
félagsleg viðfangsefni
þarf að ræða án órök-
studdra staðhæfinga.
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er lektor við lagadeild HR.
Flókin álitamál verða ekki leyst með vígorðum