Morgunblaðið - 18.05.2017, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Leðursófi á frábæru verði
Italia
a o o el
L214 cm leður ct.10
299.000,-
L174 cm leður ct.10
259.000,-
Italia
Fram e s a a uzz a a er ram s um ver sm um.
Leður, viður og áklæði eru unnin af handverksmönnum
sem eru sérfræðingar á sínu sviði á Ítalíu.
D d M d 2822 k i
Skeifunni 8 | Sími 588 0640
Skoðið nýju vefverslun okkar casa.is
Léttre kt síldarflök
Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Kostur, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin,
Nettó, Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
- þess virði að smakka!
Mikið er fárast yfir
ákvörðun HB Granda
um að sameina bol-
fiskvinnslu fyrirtæk-
isins í Reykjavík.
Stór orð falla um
samfélagslega ábyrgð
fyrirtækja og frjálsu
framsali kennt oftast
kennt um. Á árunum
1984-1986, þegar afla-
markskerfið var í
smíðum tók sá, sem
þessar línur ritar þátt í vinnu
nefndar sem m.a. ræddi og gerði
tillögu um hvar binda ætti afla-
marksheimildir. Mikill meirihluti
nefndarmanna var þeirrar skoð-
unar að festa ætti þær alfarið við
skip. Ég lagði til að skipta ætti
þeim upp, bæði milli skipa og fisk-
vinnslustöðva, hvort tveggja í
samræmi við afla- eða vinnslu-
reynslu síðustu ára. Þótt megintil-
gangur kerfisins væri að draga úr
sókn þurfti jafnframt að hanna
fiskveiðikerfi sem ýtti undir af-
komubata í greininni. Öllum átti
að vera ljóst að hagræðing þýddi
fækkun skipa og samþjöppun afla-
heimilda. Enginn sem um fjallaði
og horfði á málið með opnum aug-
um gat skýlt sér bak við vanþekk-
ingu. Ljóst var að kerfið myndi
leiða til fækkunar útgerða og afla-
heimildir myndu flytjast milli út-
gerðastaða og landshluta. Tillaga
mín hefði eflaust dregið eitthvað
úr hagræðingarferlinu og við-
spyrna fiskvinnslustaða víðs vegar
um land orðið raunhæfari. Þessir
staðir hefðu fengið mikilvægt vopn
í hendur. Lögin voru síðan sam-
þykkt án nokkurrar tilvísunar til
kvótabindingar í landi. Ýtrasta
hagræðingarkrafa réð ferð. Það
var vissuleg mikilvægt sjónarmið.
Samþjöppun aflaheimilda
Þessum umbyltingarþætti fisk-
veiðistjórnunarkerfisins er enn
ekki lokið, heldur ekki sam-
þjöppun aflaheimilda. Þetta á því
ekki að koma stjórnmálamönnum í
opna skjöldu. Samþjöppun vinnslu
og veiða er kjarninn í fisk-
veiðistjórnunarkerfinu. Þeir sem
reka upp ramakvein nú, hafa ekki
skilið kerfið. Það breytir því ekki
að þessar tilfærslur koma ætíð af-
ar illa niður á þeim sem fyrir þeim
verða. Þau eru varnarlaus. Þau
hafa engin vopn nema ályktanir og
yfirlýsingar, eins áhrifaríkar og
þær eru, þegar rekstrarhagsmunir
eru annars vegar. Mannanna lög-
um geta menn þó alltaf breytt.
Komin er ágæt reynsla á kerfið.
Það hefur virkað eins og því var
ætlað. Þegar það var sett á voru
ástæður þær að mikilvægir fiski-
stofnar voru að hruni komnir. Af-
koma útgerða var slæm. Heild-
arskuldir þeirra voru
á þessum árum vel yf-
ir 200 m.kr. Án sam-
þjöppunar aflaheim-
ilda hefðu þær flestar
orðið gjaldþrota.
Vegna mikilvægis
sjávarútvegs í afkomu
þjóðarinnar skipti það
öllu að um leið og
heildaraflamark var
lækkað um nokkur
hundruð þúsund tonn,
varð að hanna kerfi
sem sneri þessu við,
og það hratt. Einbeitingin á hag-
ræði var því skiljanleg – já, nauð-
synleg.
Umbylting veiða og vinnslu
Fiskveiðstjórnunarkerfið hefur
umbylt veiðum og vinnslu sjáv-
arafurða. Útgerðarfyrirtækin eru
orðin afar stöndug og greiða eig-
endum sínum myndarlegan arð.
Þau ráða yfir gjöfulum aflaheim-
ildum hér heima og ráðskast jafn-
vel með fiskveiðiheimildir út um
heim. Þau standa nú fjárhagslega
styrkari fótum en sams konar evr-
ópsk fyrirtæki. Þótt margir út-
gerðarmenn hafi leitt fyrirtæki sín
farsællega gegnum þessi ár, þá er
það ekki rekstrarsnilld útgerð-
armanna, sem mestu máli hefur
skipt. Það er hafið yfir allan vafa
að fiskveiðistjórnunarkerfið á þar
langstærstan hlut að máli. Sjávar-
útvegurinn dvelur ekki lengur á
bráðamóttöku. Fiskurinn í sjónum
kring um landið er í eigu íslensku
þjóðarinnar. Ekkert er eðlilegra
en að þjóðin fái alvörugjald fyrir
að heimila að miðin séu nýtt. Allir
borga fyrir að fá að nýta annarra
eign og það án beintengingar við
afkomu. Fólk þarf að borga húsa-
leigu þótt afkoma þess sé bágbor-
in. Laxveiðileyfið verður að borga,
þótt ekkert veiðist. Þetta er meg-
inregla. Þegar svonefnd tví-
höfðanefnd var að störfum 1992/3
voru bæði fyrrnefnd atriði, auð-
lindagjald og lágmarksbinding
aflaheimilda við vinnslustaði sett á
dagskrá. Þeim var að lokum báð-
um ýtt út af borðinu, því ekki náð-
ist samkomulag þar um. Þetta eru
enn þau tvö atriði sem mest koma
í veg fyrir að sátt náist um kerfið.
Nú er vonandi lag.
Nú er lag
Eftir Þröst
Ólafsson
»Umbyltingarþætti
fiskveiðistjórn-
unarkerfisins er enn
ekki lokið, heldur ekki
samþjöppun aflaheim-
ilda. Þetta á því ekki að
koma neinum í opna
skjöldu.
Þröstur
Ólafsson
Höfundur er hagfræðingur.
hljóði. Getur verið að
eitthvað sé hæft í
þeirri guðbergsku
skoðun að íslenskir rit-
höfundar séu upp til
hópa dusilmenni og
lyddur? Ég vil frekar
trúa því að þeir séu
bara svona kurteisir
og vel uppaldir. Guð
má vita hvað mik-
ilmennum finnst um
svoleiðis dyggðir.
Svo tók hann til
máls á ensku, enda
voru þarna margir erlendir gestir af
ýmsu þjóðerni. Fann hann þeim það
helst til foráttu að þeir töluðu ekki
íslensku heldur ensku. Þó tók út yfir
allan þjófabálk þegar einn þeirra
hélt tuttugu mínútna tölu á sænsku
og ætlaðist til að alþýða manna
skildi það tungumál. Vissi maðurinn
ekki að verkalýðurinn á Íslandi vinn-
ur sextán klukkutíma á dag og má
ekki vera að því að læra erlend
tungumál, hvað þá að koma á svona
samkundur? Enda eru þær auðvitað
bara fyrir menningarsnobbara. Dan-
ir réðu yfir okkur í sjö aldir án þess
að við segðum eitt einasta orð. Ís-
lendingar eru kurteisir og kunna
ekki við annað en að hlusta þótt þeir
skilji ekki orð af því sem sagt er. Síð-
an lauk hann máli sínu með því að
biðja Skandivana, sem þarna voru
gestir Íslendinga, vinsamlegast að
steinhalda kjafti og snauta heim. –
Ég veit – gestrisni er ósköp smá-
borgaraleg dyggð.
Ég skrifaði greinarstúf um viðtal
Eiríks Guðmundssonar við Guðberg
um Tómas Jónsson: metsölubók. Til
mín kom kona og skammaði mig fyr-
ir að hafa verið vondur við Guðberg.
Ég sagðist ekki hafa sagt neitt í
þeirri grein sem hann sagði ekki
sjálfur og ég held að það sé nokkurn
veginn rétt. Reyndar fékk ég vott af
samviskubiti vegna þess að Guð-
bergur er auðvitað orðinn aldraður
maður og á ef til vill skilið meiri virð-
ingu af þeim sökum. En hann var
svo ern að sjá, kjaftfor og vígreifur
eins og þegar hann var upp á sitt
besta að mér fannst ómaksins vert
að standa aðeins uppi í hárinu á hon-
um. Það eru ekkert allt of margir
Brátt eru liðin þrjá-
tíu ár síðan umtöluð
bókmenntahátíð var
haldin í Norræna hús-
inu í Reykjavík. Af því
tilefni er vert að rifja
hana upp. Þar varð dá-
lítil uppákoma sem
sumum þótti býsna
skemmtileg. Gefum
Guðbergi Bergssyni
orðið:
„Ég ætla að leyfa mér að ávarpa
ykkur á íslensku vegna þess að enska
er ekki ennþá orðin opinbert tungu-
mál hér á landi. Rithöfundur á í mikl-
um erfiðleikum með að tjá sig á töl-
uðu máli vegna þess að hann fæst
venjulega við ritmál og það að tala
svona er afskaplega erfitt fyrir rit-
höfundinn vegna þess að hann er
mjög hlédrægur og feiminn og hans
ritverk eru eintal í helli eða þar sem
hann býr.
Þeir rithöfundar sem fást til þess
að fara á svona þing eru venjulega
rithöfundar sem eru litlir rithöf-
undar en miklir kjaftaskúmar. Þetta
fer samt ekki alltaf saman, stundum
eru þetta góðir rithöfundar og ágæt-
ir kjaftaskúmar, en oftast nær eru
þessir rithöfundar samt á leið niður
á við eða alveg komnir á botninn og
þá fá þeir þetta sem nokkurs konar
uppbót að þvaðra um bókmenntir í
útlöndum.“
Ég var þarna í salnum ásamt
bróður mínum og man ekki betur en
að Guðbergur hafi verið þarna líka.
Hvers vegna hann var þarna veit ég
ekki, en ljóst má vera að tilgang-
urinn hefur ekki verið sá að upp-
hefja sjálfan sig á kostnað kollega
sinna. Hlédrægir og feimnir menn
standa sjaldnast í slíkum stórræð-
um, hvað sem segja má um litla rit-
höfunda og mikla kjaftaskúma.
Í salnum sátu líka nokkrir litlir
rithöfundar og prýðilegir kjafta-
skúmar og klöppuðu ákaft. Ég hef
oft furðað mig á því að iðulega þegar
Guðbergi tekst hvað best upp við að
lítilsvirða og niðurlægja íslenska rit-
höfunda rísa nokkrir þeirra upp til
að verja hann. Aðrir þegja þunnu
sem hafa gert það í gegnum tíðina,
allra síst úr stétt rithöfunda og
gagnrýnenda. Auk þess man ég ekki
eftir að hann hafi sjálfur beðið um að
vera settur upp á stall og tekinn í
dýrlingatölu. Gott ef hann sagði ekki
að slíkt bæri í sér dauðann sjálfan
fyrir rithöfund.
Áðurnefnd kona sagði að Guð-
bergur væri hæðnasti og skemmti-
legasti rithöfundur þjóðarinnar og
ég trúi því að það sé satt. Ég verð þá
varla sakaður um að ráðast á garð-
inn þar sem hann er lægstur.
Það hefur löngum verið mér nokk-
ur ráðgáta hvers vegna margar kon-
ur, jafnvel forhertustu femínistar,
hafa svo miklar mætur á Guðbergi.
Þær bregðast ókvæða við ef einhver
vesalingur viðhefur óviðurkvæmileg
ummæli um konur á bloggsíðu eða á
Facebook en allt sem frá Guðbergi
kemur er gull. Í hugarheimi Guð-
bergs eru konur jafnan andlega
ófrjóar verur sem hafa ekki áhuga á
öðru en kökuuppskriftum og slúð-
ursögum og frá þeim kemur fátt ann-
að en daunillir vessar af ýmsu tagi.
Frá femínískum sjónarhóli má segja
honum til varnar að hann hefur nán-
ast sama álit á körlum – að einum
undanskildum. Kannski kemst eng-
inn nær því að vera sannur jafnrétt-
issinni.
Fyrir utan helli rithöfundarins
stendur stytta af Halldóri Laxness á
stalli. Rétt hjá stendur annar stallur.
Á honum er engin stytta og verður
vonandi aldrei. Flugurnar sveima
allt í kring en inni í rammgerðum
hellinum situr rithöfundurinn feim-
inn og hlédrægur við iðju sína og
heyrir ekki suðið í flugunum.
Um bókmenntahátíðir
og annað snobb
Eftir Jón Árna
Jónsson
Jón Árni Jónsson
»Ég hef oft furðað
mig á því að iðulega
þegar Guðbergi tekst
hvað best upp við að lít-
ilsvirða og niðurlægja
íslenska rithöfunda rísa
nokkrir þeirra upp til að
verja hann.
Höfundur er prófarkalesari.