Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 21

Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 21
Söfn og umdeildar sögur: að segja það sem ekki má í söfnum Söfn og samfélög um heim allan hafa fagnað Alþjóðlega safnadeg- inum í kringum 18. maí ár hvert frá árinu 1977 og er markmiðið að vekja athygli á mik- ilvægi safna í þróun samfélagsins. Dag- urinn er haldinn að frumkvæði alþjóðaráðs safna, ICOM – International Council of Museums. ICOM var stofnað í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og hafa sam- tökin það að markmiði að skapa vett- vang þar sem þjóðir heims mættust á jafnréttisgrunni með það að leið- arljósi að standa vörð um menningar- arfleifð heimsins. Samtökin starfa í tengslum við UNESCO og hafa ráð- gefandi stöðu gagnvart stofnuninni. Samtökin telja nú yfir 35.000 félaga frá 136 löndum sem starfa bæði í þjóðdeildum, á borð við Íslandsdeild ICOM, – en einnig í fjölmörgum fag- deildum sem hver um sig einbeitir sér að ákveðnum efnisþáttum í starf- semi safna. Íslandsdeild ICOM var stofnuð ár- ið 1985 og er ætlað að efla faglegt safnastarf á Íslandi og auka sam- skipti fagfólks safna hér á landi við starfsfélaga víða um heim. Sam- kvæmt Safnalögum sem tóku gildi árið 2013 er íslenskum söfnum skylt að starfa eftir siðareglum ICOM. Ís- landsdeild ICOM gaf nýlega út ís- lenska útgáfu þeirra ásamt kennslu- efni og býður reglulega upp á námskeið um siðareglurnar fyrir alla þá sem starfa í tengslum við safna- umhverfið. Viðfangsefni ICOM eru margvísleg en meginmarkmiðið er að starfa í þágu almennings, óháð stjórnvöldum á hverjum stað. ICOM er samstarfsvettvangur safna og fag- fólks safna, sem vinnur að því að varðveita, viðhalda og miðla til al- þjóðasamfélagsins náttúru- og menn- ingararfleifð heimsins, huglægri sem hlutlægri, í samtíð sem framtíð. Með alþjóðlega safnadeginum er leitast við að halda á lofti þeirri grunnhugsun ICOM að söfn séu mik- ilvægur vettvangur menningar- samskipta, þau auðgi mannlíf og menningu og stuðli að auknum skiln- ingi á milli ólíkra menningarsvæða. Yfirskrift dagsins í ár er „Söfn og umdeildar sögur: að segja það sem ekki má í söfnum“, og kemur fram í uppleggi ICOM að fyrsta skrefið í þá átt að stuðla að friðsamlegum sam- skiptum og samfélagi sé að horfast í augu við umdeildar sögur og óþægi- leg söguleg minni. Að segja það sem ekki má sé það sem söfn verði nú að takast á við, og eru þau hvött til að taka sér skýrt og friðsamlegt hlut- verk í hvers kyns umfjöllum um áfallaríkar, sársaukafullar og óþægi- legar sögur með þeim einstöku verk- færum og aðferðum sem söfn búa yf- ir. Eru söfn á Íslandi í dag í stakk bú- in til að takast á við umdeildar og erf- iðar sögur? Hvaða sögur eru um- deildar (jafnvel þaggaðar) í íslensku samhengi, og hvernig hafa söfn tekist á við slíkar sögur? Hvað gerist bak við tjöldin þegar starfsmenn sinna slíkum sögum, hvað getum við lært af ferlinu? Til að takast á við þessar spurningar bauð Íslandsdeild ICOM fagfólki í íslensku safnaumhverfi til málþings sem fór fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins, miðvikudaginn 17. maí þar sem rætt var um álitamál sem lúta að hlutverki safna þegar kemur að umdeildum og erfiðum frá- sögnum. Íslandsdeild ICOM og FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna hafa tekið höndum saman um að efla safnastarf á Íslandi og styrkja tengslin við alþjóðasamfélagið með því að sameina íslenska og alþjóðlega safnadaginn. Þriðja árið í röð er al- þjóðlegi safnadagurinn á Íslandi haldinn hátíðlegur í kringum 18. maí með fjölbreyttri dagskrá um land allt sem má nálgast í heild sinni á heima- síðu FISOS, www.safnmenn.is Einnig vinnur Íslandsdeildin nú að undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu sem fer fram í Helsingborg í Svíþjóð dagana 21.-23. september 2017 og er hún unnin í samvinnu sex lands- deilda: Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Þýska- lands. Ráðstefnan er haldin undir yf- irskriftinni „Erfið málefni“ (e. Diffi- cult Issues) og verða þar til umfjöllunar þær áskoranir sem söfn og safnaumhverfið glíma við. Hvaða hlutverki gegna söfnin við miðlun á „erfiðum málefnum“ samfélagsins? Hvers vegna er sumt gleymt meðan annað er geymt? Hvað er dregið fram í dagsljósið og hvað er hulið? Áhersla verður lögð á að opna fyrir umræðu og varpa ljósi á ólíkar að- ferðir og fjölbreytileika í nálgun, miðlun og efnistökum þegar tekist er á við „erfið málefni“. Á ráðstefnunni gefst einstakt tækifæri til að velta upp spurningum, ræða og miðla af eigin reynslu um átakanleg viðfangs- efni eða málefni sem hafa tilhneig- ingu til að vera dulin í safnaumhverf- inu. Söfnin hafa aðgang að minningum og sögu sem þau geta og eiga að miðla til samfélagsins sem undirstrikar mikilvægi þeirra sem afls í samfélagi samtímans. Eftir Kristínu Dagmar Jóhann- esdóttur og Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur Ólöf Gerður Sigfúsdóttir » Söfn hafa aðgang að minningum og sögu sem þau geta og eiga að miðla til samfélagsins sem undirstrikar mik- ilvægi þeirra sem afls í samfélagi samtímans. Kristín Dagmar er formaður Íslands- deildar ICOM – Alþjóðaráðs safna og forstöðumaður Gerðarsafns. Ólöf Gerður er doktorsnemi í safnafræði og aðili í valnefnd ráðstefnunnar Difficult Issues. Kristín Dagmar UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017 Við samanburð á útgjöldum til eft- irlauna hér á landi og í nágrannalöndum okkar kemur í ljós, að framlög til eftirlauna eru miklu meiri á hin- um norrænu lönd- unum og í grann- löndum okkar en hér á landi. Samanlögð útgjöld ríkis og lífeyr- issjóða til eftirlauna nema 5,3% af vergri landsframleiðslu hér en í Danmörku, Svíþjóð, í Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgjöld 10% af vergri landsframleiðslu. Það eru því nálægt tvöfalt meiri framlög til eftirlauna í grannlöndum okkar en hér. Ef eingöngu er litið á framlög ríkisins til eftirlauna en ekki einnig framlög lífeyrissjóða kemur í ljós, að framlagið hér er aðeins fjórð- ungur framlags Danmerkur, eða 2%, miðað við 8% í Danmörku. Það er því alveg sama hvar borið er niður. Ísland rekur alls staðar lest- ina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig. Þeir standa sig að- eins vel í munninum og dásama eigin afrek. Nýlega sagði Fréttatíminn frá því að það væri verið að verja 100 milljörðum meira til velferðarmála annars staðar á Norðurlöndum en hér. Almannatryggingarnar áttu að vera fyrir alla Þegar lögin um almannatrygg- ingar voru sett 1947 sagði Ólafur Thors, sem þá var forsætisráð- herra í nýsköpunarstjórninni (Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur), að almanna- tryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga á Norðurlöndum og þær ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags. Í dag kveður hins vegar við ann- an tón hjá formanni Sjálfstæð- isflokksins. Nú segir formaðurinn, að lífeyrir aldraðra og öryrkja megi ekki vera hærri en lágmarks- laun, þar eð þá sé enginn hvati fyr- ir þá að fara út að vinna! Með öðr- um orðum: formaður Sjálfstæðisflokksins vill senda gamalmenni út á vinnumarkaðinn hvort sem þau hafa heilsu til þess að vinna eða ekki, og síðan tekur ríkið allt í skatta og skerðingar af þeim sem fara að vinna! Og ekki þýðir að slá því fram að öryrkjar eigi að fara út að vinna; það fer al- gerlega eftir heilsufari þeirra. Ef Bjarni Benediktsson hefði verið í sporum Ólafs Thors 1946 hefðu ís- lensku almannatrygg- ingarnar ekki orðið í fremstu röð. Almannatryggingar reka lestina Almanntrygging- arnar á Íslandi fóru vel af stað en í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum. Svo miklar skerðingar vegna lífeyr- issjóða sem hér tíðkast þekkjast ekki á hinum Norðurlandaríkj- unum. Það er búið að eyðileggja al- mannatryggingar á Ísland. Þær eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem þær voru. Ólafur Thors væri ekki ánægður í dag ef hann sæi hvernig búið er að fara með tryggingarnar og ekki heldur Har- aldur Guðmundsson, faðir alanna- trygginganna á Íslandi og fyrsti forstjóri þeirra. Segja má að al- mannatryggingunum hafi verið greitt náðarhöggið um áramót þeg- ar grunnlífeyrir var felldur niður og 4.500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga! Þetta gerist vegna þess að þeir sem fjalla um almannatryggingarnar í dag bera ekkert skynbragð á þær; þekkja ekki forsöguna og þeir hafa því stigið stór skref í þá átt að breyta almannatryggingunum í fá- tækraframfærslu. En það var aldr- ei meiningin. Þær áttu að vera fyr- ir alla. Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson »… í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgjöld 10% af vergri landsframleiðslu, eða tvöfalt meiri eftirlauna- framlög en hér. Höfundur er fyrrverandi borg- arfulltrúi. vennig@btnet.is Tvöfalt meiri framlög til eftirlauna í grann- löndum okkar en hér Allt um sjávarútveg LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.