Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
✝ Torfi fæddist íReykjavík 19.
desember 1950.
Hann lést á Landspít-
alanum 13. maí 2017.
Foreldrar Torfa
voru þau Geirmund-
ur Guðmundsson,
verkamaður, og Lilja
Torfadóttir, verka-
kona.
Torfi gekk í Ár-
bæjarskóla, Miðbæj-
arskóla og Laugarnesskóla,
stundaði nám við Iðnskólann í
Reykjavík, lærði hárskurð á Rak-
arastofunni við Klapparstíg, lauk
sveinsprófi 1974 og öðlaðist
meistararéttindi 1977. Torfi var
háseti á varðskipinu Óðni 1967-
70, kennari við Iðnskólann í
Reykjavík í hársnyrtiiðn 1975- 81
og við Meistaraskólann í hár-
greiðslu 1998-2000, hóf sinn eig-
in atvinnurekstur með opnun
Hársnyrtistofunnar Papillu 1980
og rak undir það síðasta Hár-
hornið við Hlemm.
Torfi var formaður Nema-
félags í hárgreiðslu og hár-
Árnadóttir og eru börn þeirra El-
ísabet Rut, Alex Uni og Felix
Skapti.
Önnur kona Torfa var Dórót-
hea Magnúsdóttir, f. 12.10. 1950,
hárgreiðslumeistari. Þau skildu.
Fóstursonur Torfa og sonur Dó-
rótheu er Knútur Rafn Ármann,
f. 16.9. 1970, garðyrkjubóndi í
Biskupstungum, kvæntur Helenu
Hermundardóttur og eiga þau
Dórótheu, Karítas, Matthías,
Arnald og Tómas.
Þriðja kona Torfa var Margrét
Kristín Pétursdóttir, f. 9.3. 1962,
leikkona í Reykjavík. Þau skildu.
Sonur Torfa og Margrétar Krist-
ínar er Tryggvi Geir, f. 6.5. 1993.
Sonur Torfa er Bashir, f. 26.6.
1985, búsettur á Englandi.
Systkini Torfa eru Sesselja
Sigurrós, f. 11.7. 1940, fyrrv.
matráðskona á Kvíabryggju;
Móses Guðmundur, f. 22.3. 1942,
verkstjóri hjá Sæfangi í Grund-
arfirði; Ingibjörg Kristjana, f.
16.12. 1944, hárgreiðslumeistari;
Sædís Guðrún, f. 3.11. 1946;
Númi, f. 2.3. 1952, starfsmaður
Landspítala; Rúnar, f. 19.11.
1954, útfararstjóri; Elínborg, f.
20.6. 1963, húsmóðir á Englandi.
Hálfsystir Torfa var Guðrún, f.
13.9. 1935, d. 6.2. 1985.
Útför Torfa fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 18. maí 2017,
klukkan 13.
skurði, sat í stjórn
skólafélags Iðnskól-
ans, í stjórn Iðn-
nemasambandsins
og var ritstjóri Iðn-
nemans, var for-
maður Meist-
arafélags hárskera
og Sambands hár-
greiðslu- og hár-
skerameistara, var
alþjóðlegur dómari í
hárgreiðslu 1986-91
og var formaður í Meistarafélagi
í hárgreiðslu 2000-2002.
Kona Torfa var Hulda Fríða
Berndsen, f. 15.12. 1951, mat-
ráðskona í Reykjavík. Þau skildu.
Börn Torfa og Huldu Fríðu eru
Ingvi Reynir, f. 19.9. 1970, bif-
vélavirki á Akureyri, en kona
hans er Helga Oddný Hjaltadóttir
og dætur þeirra Hulda og Bríet;
Mikael, f. 8.8. 1974, rithöfundur
en kona hans er Elma Stefanía
Ágústsdóttir og eru börn hans
Gabríel Darri, Kristín Una, Jóel
Torfi og Ísold; Lilja, f. 9.6. 1976,
hárgreiðslumeistari í Reykjavík,
en kona hennar er Guðbjörg
Við rötuðum í mikil vandræði
við pabbi og systkini mín fyrir
fimm vikum. Hann innritaðist á
Landspítalann og 35 dögum síðar
dró hann andann í hinsta sinn á
deild 12E á annarri hæð innan um
ótrúlega hjartahlýtt og gott
starfsfólk. Í millitíðinni höfðum
við farið til Svíþjóðar á biðilsbux-
um eftir nýrri lifur. Sú för var ekki
frægðarför og pabbi var ákveðinn
í að komast aftur heim til Íslands.
Lífið er skrítið og óútreiknan-
legt og í návist pabba var það stór-
brotið. Hann var þannig karakter.
Einn af þessum litríku rökurum
sem hálfur bærinn elskaði að setj-
ast í stólinn hjá og skeggræða allt
milli himins og jarðar. Pabbi var í
Fylkingunni sem ungur maður og
komst upp á kant við Votta Je-
hóva, var virkur í félagsstarfi og
alltaf búinn að rétta upp hönd
fyrstur manna til að taka að sér
trúnaðarstörf. Hann var í Ása-
trúarfélaginu um tíma og yfirlýst-
ur daóisti og búddisti auk þess
sem hann var sérfræðingur í kín-
verskri stjörnuspeki. Hann var
líka formaður í meistarafélögum,
alþjóðlegur dómari í hárgreiðslu
og gegndi trúnaðarstörfum hjá
SÁÁ.
Það getur verið erfitt að út-
skýra örlæti pabba fyrir þeim sem
ekki þekktu hann. Mín uppáhalds-
saga er frá því þegar ég var rit-
stjóri DV og vann ekki langt frá
rakarastofunni hans. Þannig að ég
hljóp stundum yfir til hans um
miðjan dag og oftar en ekki þurfti
ég að fá lánaðan bílinn í útrétt-
ingar. Og einu sinni þegar ég bið
um bílinn þá kemur á pabba.
Hann fer undan í flæmingi. Pabbi
kunni aldrei við að segja nei við
nokkurn mann og útskýrði fyrir
mér að hann hefði eiginlega lánað
bílinn. Nú, sagði ég, hverjum lán-
aðirðu bílinn? Ja, það kom hérna
franskur strákur í klippingu, svar-
aði pabbi. Ferðalangur. Og pabbi
lánaði honum bílinn sísvona án
þess að kunna nokkur deili á
manninum önnur en þau að hann
sagði að unnusta sín væri á leið-
inni til landsins. Pabbi gat ekki
hugsað sér að strákgreyið ferðað-
ist um landið með sína heittelsk-
uðu bíllaus og lét hann hafa lykl-
ana og sagði honum að skila
skrjóðnum bara einhvern tíma í
næstu viku.
Aðaláhugamál pabba var í
gegnum tíðina ljóð og ljóðskáld.
Við vorum að laga til hjá honum í
vikunni systkinin og fundum oft
fleiri eintök af sömu bókinni sem
hann keypti beint af skáldum.
Honum nægði ekki að kaupa
ljóðabók einu sinni því hann vildi
styrkja skáldin og keypti mörg
eintök, aftur og aftur. Uppáhalds-
ljóðabók pabba heitir Illgresi eftir
Örn Arnarson. Ég á í hillu allar út-
gáfur þessarar bókar því pabbi
gerði sér far um að finna þær á
fornbókasölum og gefa mér. Mig
langar að ljúka þessu litla grein-
arkorni með því að vitna í titilljóð
bókarinnar sem pabba þótti svo
vænt um.
Löngum er ég einn á gangi,
einkum þegar sólin skín.
Fáum kunn, á víðavangi
víða liggja sporin mín.
Eins og barn með blóm í fangi,
bróðir, kem ég inn til þín.
Undir heiðum himni og víðum
hvílíkt yndi að skemmta sér,
þegar blóm í brekku og hlíðum
brosa, hvar sem litið er.
En illgresið er oft og tíðum
yndislegast, sýnist mér.
Mikael Torfason.
Elsku pabbi minn, það er erfitt
að hugsa til þess að fá ekki að hitta
þig á hverjum degi. Tíminn sem
við áttum saman á Hárhorninu er
mér svo dýrmætur. Í hverjum á
ég núna að tuða þegar ég mæti í
vinnuna? Ég mun halda uppi
heiðri þínum á stofunni eins lengi
og ég get og er þakklát fyrir allt
sem þú hefur kennt mér í gegnum
árin. Þú gafst mér oft góð ráð en
ég var ekki alltaf tilbúin að fylgja
og fara eftir þeim. Það er ekki
hægt að segja að þú hafir verið
þekktur fyrir væmni en þeir sem
kynntust þér vita hversu góðan
mann þú hafðir að geyma. Ég
elska þig, pabbi minn, og á eftir að
sakna þín svo mikið.
Ég sakna þín í birtingu að hafa
þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar
sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar
dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni
er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas)
Þín dóttir,
Lilja.
Torfi kom inn í líf mitt er ég var
átta ára gamall þegar móðir mín
og hann hófu sambúð. Hann kom
með tvo syni sína með sér sem
urðu uppeldisbræður mínir og allt
í einu vorum við orðin fimm
manna fjölskylda. Við bjuggum
saman allt þar til ég flutti að heim-
an að nálgast tvítugt og um svipað
leyti slitu þau samvistum.
Við Torfi náðum strax vel sam-
an enda var hann lifandi, opinn,
skemmtilegur og hugmyndaríkur
dellukarl sem hreif aðra með sér.
Við tókum myndir og framkölluð-
um og stækkuðum ljósmyndir,
ferðuðumst um landið á Lödu
Sport og fluttum reglulega á milli
húsa í sama hverfinu.
Torfi hefur alltaf verið ótrúlega
kúnstugur karakter, stoltur en
samt skemmtilega æðrulaus og
nett sama um hvað öðrum finnst
um hann.
Hann hafði alltaf mikið dálæti á
bókmenntum og sér í lagi ljóðum,
hlustaði mikið á tónlist og þá voru
Megas og Rod Stewart í uppá-
haldi.
Þau mamma ráku saman vin-
sæla hárgreiðslustofu, Papillu, og
settu upp fjölda hárgreiðslusýn-
inga, sóttu sér nýjustu strauma og
stefnur erlendis og stóðu fyrir
námskeiðum hérlendis. Þau voru í
góðum samskiptum við erlenda
aðila í faginu sem voru tíðir gestir
á okkar heimili.
Torfi var mikill félagsmálamað-
ur sem vildi láta gott af sér leiða.
Hann var mjög örlátur og vildi
allt fyrir alla gera og hefði oftar
mátt setja sjálfan sig í fyrsta sæt-
ið. Samt gat hann staðið ótrúlega
fast með sjálfum sér en eitt sinn
rak hann heilt dómsmál fyrir sjálf-
an sig vegna þess að hann fékk Ir-
ish coffee vitlaust blandað á veit-
ingastað.
Hann var alltaf ófeiminn og
hispurslaus, blátt áfram og fannst
ekki leiðinlegt að hneyksla fólk í
kringum sig. Hann var stór sál
sem vildi samt alltaf sínum vel.
Okkar samband dofnaði þegar
hann og mamma skildu en nú í
seinni tíð vorum við í ágætis sam-
bandi og því sárt að horfa á eftir
honum, ungum manninum, kveðja
okkur allt of snemma eftir snarpa
baráttu við veikindi sem reyndust
honum ofviða.
Ég á yndislegar minningar úr
minni æsku um mætan mann og
mun alltaf hugsa hlýtt til hans.
Elsku Torfi, hvíldu í friði.
Knútur RafnÁrmann.
Elsku afi, þú sem varst alltaf til
staðar og vildir allt fyrir alla gera.
Efst í huga mér síðan þú fórst er
sorg en líka þakklæti, þakklæti
fyrir að þú hafir verið í lífi mínu í
öll þessi ár og þakklæti fyrir allt
sem þú hefur kennt mér. Hvíl í
friði.
Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað,
og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi
til draums,
Torfi
Geirmundsson
✝ SteingrímurDavíð Stein-
grímsson fæddist á
Blönduósi 6. júní
1932. Hann lést á
gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 10. maí 2017.
Foreldrar hans
voru Helga Dýrleif
Jónsdóttir, f. 8.12.
1895, d. 7.6. 1995, og
Steingrímur Árni
Björn Davíðsson, f. 17.11. 1891,
d. 9.10. 1981. Steingrímur Davíð
var 10. í röðinni af 12 systkinum
sem komust á legg.
Þau eru: Anna Sigríður, f.
1919, d. 1993, Aðalheiður Svava,
f. 1921, d. 2014, Árdís Olga, f.
1922, d. 2010, Hólmsteinn Ottó, f.
1923, Hersteinn Haukur, f. 1925,
Brynhildur Fjóla, f. 1927, d. 1993,
Jóninna Guðný, f. 1928, d. 2015,
Hásteinn Brynleifur, f. 1929, Sig-
Finn og Stellu Margréti. Jóhanna
og eiginmaður hennar, Benedikt
Már Aðalsteinsson, d. 2005, eign-
uðust tvær dætur, Írisi, f. 1989,
og Snjólaugu, f. 1996. Gunn-
hildur á tvö börn, Davíð Aron
Björnsson, f. 1989, og Þorbjörgu
Birtu Jónsdóttur, f. 1995.
Steingrímur Davíð, eða Daddi
eins og hann var oftast kallaður,
lærði rafvirkjun hjá Sigurði
Bjarnasyni rafvirkjameistara á
Lindargötu 29 í Reykjavík. Hann
starfaði síðan hjá honum í mörg
ár en hóf svo störf á Hrafnistu í
Reykjavík. Hann var með sjálf-
stæðan rekstur í nokkur ár og
vann síðan við uppbyggingu í
Sigölduvirkjun og fleiri virkj-
unum. Hann starfaði síðan hjá
RARIK en endaði svo starfs-
ævina hjá varnarliðinu á Kefla-
víkurflugvelli þar sem hann vann
fram að starfslokum, tæplega
sjötugur að aldri.
Daddi og Guðrún byggðu sér
hús við Holtagerði 35 í Kópavogi
1965 og bjuggu þar alla tíð síðan.
Útför Steingríms Davíðs fer
fram frá Kópavogskirkju í dag,
18. maí 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
þór Reynir, f. 1931,
Jón Pálmi, f. 1934,
d. 2001, og Sigur-
geir, f. 1938.
Steingrímur
Davíð kvæntist
Guðrúnu Vet-
urliðadóttur, f.
13.12. 1931, þann
13.12. 1958. For-
eldrar hennar voru
Jóhanna Ein-
arsdóttir og Vet-
urliði Guðmundsson. Guðrún og
Steingrímur Davíð eignuðust
þrjú börn: Steingrím, f. 1959, Jó-
hönnu, f. 1960, og Gunnhildi, f.
1964. Eiginkona Steingríms er
Kristín Alexíusdóttir og eiga þau
tvær dætur, Guðrúnu Vöku, f.
1990, og Ingibjörgu Helgu, f.
1995. Fyrir átti Steingrímur son-
inn Fróða, f. 1980. Eiginkona
Fróða er Anna Hlín Gunn-
arsdóttir og eiga þau tvö börn,
Við mæðgurnar kveðjum
elskulegan föður og afa með sökn-
uð í hjarta og þökkum fyrir þann
tíma sem við áttum saman.
Tímarnir líða sem hverfandi hvel,
hugurinn reikar til komandi tíða.
Enginn má vita, hvað vor kann að bíða,
vermandi sól eða bitrasta él.
Maðurinn fæðist við bros eða böl,
byltist með óðfluga tímanna straumi,
vaknar til sorgar og svæfist í glaumi,
svifinn á braut eftir skammvinna dvöl.
Gleðin er léttfleyg, og lánið er valt.
Lífið er spurning, sem enginn má svara.
Vinirnir koma og kynnast og fara,
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
Liðin að sinni er vor samverustund,
síðustu kveðjur með andblænum líða.
Velkomin aftur, er sjáumst við síðar,
sólnanna drottinn oss blessi þann fund.
(Freysteinn Gunnarsson)
Jóhanna, Íris og Snjólaug.
Steingrímur Davíð, tengdafað-
ir minn, var alltaf kallaður Daddi
og í seinni tíð oftast afi Daddi, í
það minnsta á okkar heimili.
Hann ólst upp á Blönduósi, sá tí-
undi í röðinni af tólf börnum
skólastjórans á staðnum sem
komust á legg. Það hefur eflaust
verið fjörugt og í mörg horn að
líta á því heimili, systurnar flestar
eldri og litu því til með litlu bræð-
um sínum, sem voru eflaust bæði
fyrirferðarmeiri og háværari en
þær. Systkinin voru hvött til að
mennta sig, þær fóru á hús-
mæðraskóla eins og tíðkaðist og
þeir luku flestir iðn- eða lang-
skólanámi. Góðum gáfum gædd
og harðdugleg.
Daddi fór suður og nam raf-
virkjun hjá Sigurði Bjarnasyni
rafvirkjameistara á Lindargötu
29, þar sem nú er risið Skugga-
hverfið. Sigurður reyndist honum
mikill velgjörðarmaður. Daddi
kynntist Guðrúnu Vetur-
liðadóttur, eða Stellu sinni, á
Borginni árið 1957 og reyndist
hún vera hans gæfa. Þau hófu bú-
skap á Lindargötunni, fyrst í
kjallaranum hjá Sigurði og svo í
risinu. Börnin fæddust eitt af
öðru; Steingrímur, Jóhanna og
svo Gunnhildur.
Á þessum tíma var farið að
selja lóðir í Kópavoginum sem
þótti nú frekar afskekkt byggð en
þangað ákváðu ungu hjónin að
flytja. Með bjartsýni og eljusemi
að vopni reistu þau sér lítið hús á
stórri lóð í Holtagerðinu. Hlóðu
það sjálf með handafli, múrstein
fyrir múrstein. Þetta var góður
tími, börnin fengu ótakmarkað
frelsi í holtinu og móunum og all-
staðar voru leikfélagar. Flutt var
inn í húsið hálfkarað 1965 en
Daddi var laghentur og allt hafð-
ist þetta að lokum. Húsið breytt-
ist í heimili, sem hefur verið
griðastaður stórfjölskyldunnar æ
síðan, og holtið og móinn í lysti-
garð þar sem í minningunni er
alltaf skjól og gott veður.
Tilkoma barnabarnanna var
honum kærkomin en afi Daddi
var afskaplega barngóður og börn
hændust að honum alla tíð. Lang-
fyrstur kom Fróði, svo hollið með
Davíð, Írisi og Guðrúnu Vöku og í
lokin Trillurnar þrjár sem aldrei
þreyttust á að skemmta afa sínum
og kyssa hann á kollinn í þeirri
von að hárið myndi vaxa á ný.
Hann var óþreytandi að skutla
þeim öllum hingað og þangað, á
meðan hann gat, hægt og örugg-
lega á jepplingnum sínum.
Það er kannski einmitt þetta
sem ástin og lífið gengur út á, að
vera til staðar fyrir sína nánustu,
dytta að heimilinu, rækta garðinn
sinn og muna eftir smáfuglunum.
Þetta passaði afi Daddi allt upp á,
hann var kannski ekki margmáll
síðustu árin en hann lét verkin
tala. Ömmu Stellu hugsaði hann
vel um eftir að hún varð heilsulítil
og hennar er missirinn mestur.
Síðustu vikurnar voru honum erf-
iðar og hann varð hvíldinni feginn
þegar hún kom.
Ég vil þakka afa Dadda sam-
fylgdina í rúm þrjátíu ár. Megi
hann hvíla í friði.
Kristín K. Alexíusdóttir.
Við þökkum elsku afa Dadda
fyrir allt. Þökkum fyrir samfylgd-
ina í gegnum lífið sem við hingað
til höfum ekki þekkt án afa í
Holtagerði. Megi hann hvíla í friði
á betri stað.
Orð og draumar
hafa alltaf farið saman
í lífi mínu
Lengur en ég man
Nú bíður hann færis
þessi sem ég vil ekki nefna
bíður færis, ég finn það
Kemst ekki nær mér
meðan ágústbirtan
breytir draumum
í orð
breytir orðum
í drauma
(Sigurður Pálsson)
Guðrún Vaka og Ingibjörg
Helga Steingrímsdætur.
Steingrímur Davíð
Steingrímsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Ástkær móðir okkar og amma
JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
lést fimmtudaginn 11. maí.
Hún verður jarðsungin frá Neskirkju á
morgun, föstudaginn 19. maí, klukkan 13.
Við þökkum innilega þá miklu samúð og
hluttekningu sem okkur öllum hefur verið
sýnd. Blóm og kransar afþakkast en þau sem vilja minnast
Jóhönnu láti Fatímusjóðinn vinsamlegast njóta þess. Reikn.:
0512-04-250461, kt. 680808-0580.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Illugi Jökulsson
Hrafn Jökulsson
Kolbrá Höskuldsdóttir
og barnabörn
Kristjón Kormákur Guðjónsson
Jökull Ingason Elísabetarson
Garpur Ingason Elísabetarson
Gísli Galdur Þorgeirsson
Vera Sóley Illugadóttir
Ísleifur Eldur Illugason
Máni Hrafnsson
Örnólfur Hrafn Hrafnsson
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir
Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir
Magdalena Sigurðardóttir
barnabarnabörn, tengdafólk og aðrir aðstandendur