Morgunblaðið - 18.05.2017, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
mánudaginn 22. maí, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16
ValtýrPétursson
Uppboð í 20 ár
Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags
ý
Heimir Fannar Gunn-laugsson, forstjóriMicrosoft á Íslandi, á
45 ára afmæli í dag og lá bein-
ast við að spyrja hann út í töl-
vuárásirnar sem hafa verið í
gangi síðustu daga. „Þær hafa
ekki beint áhrif á íslensku
skrifstofuna en við höfum ver-
ið dugleg að benda viðskipta-
vinum okkar á að uppfæra
tölvurnar sínar, það er aðal-
atriðið. Við bendum líka okkar
viðskiptavinum á að vera á
varðbergi gagnvart hættunni
og það mun taka tíma, vikur
eða mánuði, áður en hún er lið-
in hjá. Ef starfsmaður er í fríi
núna og kveikir á tölvunni
sinni þegar viðkomandi kemur
til baka þá getur óværan leynst
í tölvunni. Það þarf því að vera
áfram á varðbergi gagvart þessu.“
Miklar breytingar eru framundan í tæknigeiranum. „Það er bara
gríðarlega gaman að taka þátt í því. Tæknin á eftir að verða í for-
grunni nær allra lífsgæða sem við sjáum í kringum okkur, hvort sem
við erum að tala um bíla eða ísskápa. Öllu verður stýrt í gegnum síma
eða tölvu og því miklar áskoranir fyrir upplýsingatækniiðnaðinn að
bregðast við. Við höfum séð breytingar á því hvernig fólk hlustar á
tónlist, allt fer í gegnum Spotify, heimilisgræjurnar eru orðnar þráð-
lausar, gömlu símafyrirtækin eru að breytast hratt og Microsoft er
risastór þátttakandi í þessu öllu. Sem dæmi ef þú átt nýjan Volvo sem
þú getur startað með appi í símanum þá ert þú að kynnast nýjum
tæknilausnum frá Microsoft.
Annars er allt gott að frétta fyrir utan gengi Skagamanna í efstu
deild í fótboltanum, en stelpurnar byrja vel í fyrstu deildinni. Ég er í
stjórn Knattspyrnufélagsins ÍA og læt mig miklu skipta hvernig geng-
ur þar auk þess sem ég fylgist með krökkunum mínum í boltanum, en
þetta verður spennandi sumar. Ég stefni á að stunda áhugamálin sem
mest, en þau eru að spila golf, sinna fjölskyldunni og fylgjast með fót-
boltanum. Svo er ég að fara í nokkrar utanlandsferðir og hlakka sér-
staklega til Coldplay-tónleika í byrjun júlí.“
Eiginkona Heimis er Halldóra Árnadóttir, kennari í Grundaskóla á
Akranesi. Börn þeirra eru Aldís Ylfa, 21 árs, og Árni Salvar, 14 ára.
„Ég ætla að eyða stærstum hluta afmælisdagsins í að ferðast til
Danmerkur, en þetta er vinnuferð. Ég þarf því að geyma fagnaðar-
lætin til helgarinnar.“
Hlakkar til að takast
á við næstu áskoranir
Heimir Fannar Gunnlaugsson er 45 ára í dag
Forstjórinn Helgi Fannar.
S
igurður E. Guðmundsson
fæddist í Vesturbænum
í Reykjavík 18.5. 1932
og hefur alið allan sinn
aldur í borginni. Hann
var í Miðbæjarbarnaskólanum og
Gagnfræðaskóla Reykvíkinga við
Tjörnina, lauk stúdentsprófi frá
MR 1952 og stundaði nám í lækn-
isfræði við HÍ um skeið en hvarf
frá því námi.
Við starfslok 1998 hóf hann
sagnfræðinám, lauk MA-prófi í
sagnfræði frá HÍ 2007 og hefur
síðan sinnt rannsóknum og stund-
að framhaldsnám til doktorsprófs.
Sigurður var blaðamaður við Al-
þýðublaðið með hléum 1952-59,
framkvæmdastjóri Alþýðuflokks-
Sigurður E. Guðmundsson, fyrrv. framkvæmdastj.– 85 ára
Ljósmynd/Arnþór Birkisson
Með dóttur og hennar fjölskyldu Talið frá vinstri: Guðrún Helga Sigurðardóttir, Dagur Páll Friðriksson og
Emelía Rut Viðarsdóttir, Sigurður E. Guðmundsson, Aldís Eva Friðriksdóttir og Friðrik Friðriksson.
Eðalkrati sem undir-
býr doktorsvörn í sögu
Morgunblaðið/ Golli/Kjartan
Á kafi í fræðunum Sigurður situr við á Þjóðarbókhlöðunni þar sem hann
hefur stundað sagnfræðirannsóknir og vinnur að doktorsritgerð sinni.
Hveragerði Elmar Atli Davíðsson fæddist 18. maí 2016 kl. 19.31 og á því eins árs
afmæli í dag. Hann vó 4.670 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét
Harpa Garðarsdóttir og Davíð Helgason.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is