Morgunblaðið - 18.05.2017, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
alvöru grillaður kjúklingur
Grensásvegi 5 I Reykjavík I Sími 588 8585
Opið alla daga kl. 11-22
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Sýningin fjallar svolítið um Ís-
land en á sama tíma fjallar hún
um hverfulleikann í lífinu og til-
verunni. Manneskjan er alltaf að
byggja og eyða og það gerir nátt-
úran líka,“ segir Sigurgeir Sigur-
jónsson sem opnar ljósmynda-
sýningu í Grófarsal Ljósmynda-
safns Reykjavíkur á laugardag.
Sýningin heitir Metamorphosis/
Umbreyting og er byggð á sam-
nefndri ljósmyndabók sem kemur
út samhliða sýningunni.
Sigurgeir fæddist í Reykjavík
árið 1948. Hann lærði ljósmyndun
hérlendis á árunum 1965-1969 en
hélt í framhaldinu til Stokkhólms í
ljósmyndaskóla Christer Ström-
holm, þar sem hann stundaði
framhaldsnám á árunum 1970-
1971. Síðar nam hann ljósmyndun
í San Diego í Kaliforníu á árunum
1980-1981.
Sigurgeir býr nú og starfar í
Reykjavík og hafa verk hans birst
í fjölda bóka. Þar ber helst að
nefna nokkrar vinsælustu ljós-
myndabækur um Ísland og Íslend-
inga sem gefnar hafa verið út: Ís-
land – landið hlýja í norðri frá
1994, Amazing Iceland frá 1998,
Lost in Iceland frá 2002 og The
Little big book about Iceland frá
2009.
Sigurgeir segist hafa byrjað að
undirbúa sýninguna fyrir ári þeg-
ar honum bauðst að sýna á safninu
og ákvað að nota efni sem hann
var að vinna að á þeim tíma.
Landslag og myndhverfingar
Sigurgeir segir sýninguna vera
eina heild og að hver veggur segi
sína sögu. Hann bætir því við að
myndirnar sendi ímyndunaraflið á
flug. „Hægt er að búa til svo mikið
með því að standa fyrir framan
svona myndir og ímynda sér hvað
var,“ segir Sigurgeir.
Að hans sögn snýst sýningin að
miklu leyti um landslag og mynd-
hverfingar.
„Stór partur af sýningunni er
um niðurrifið á Hverfisgötu 42. Ég
fylgdist vel með ferlinu þegar hús-
ið var rifið í fyrrasumar, en vinnu-
stofan mín er einmitt í sömu götu
svo ég labbaði bara yfir götuna til
að mynda framkvæmdirnar,“ segir
hann. Sigurgeir kveður þetta þó
ekki vera neina gagnrýni á nið-
urrif hússins heldur einungis snú-
ast um myndhverfingu og lands-
lagið sem hægt er að sjá í öllum
myndunum.
Litur getur truflað
Sigurgeir segir allar myndir
sýningarinnar vera í lit, en að inn
af sýningunni sjálfri sé lítið skot
með skyggnumyndasýningu í
svarthvítu sem hann kallar „Lítill
heimur“.
„Þar eru myndir alls staðar að
úr heiminum, aðallega af börnum
og ungviði. Þetta er dálítil and-
stæða þess sem er frammi, þar
sem allt er í lit, svolítið „vulgar“
og yfirdrifið. Svo fer fólk inn í
þetta litla skot og fer í heimsferð,“
segir Sigurgeir um skyggnusýn-
inguna.
Hann segist velja að hafa mynd-
ir í lit eða svarthvítu eftir því hvað
passi verkefninu. „Myndirnar utan
úr heimi eru til dæmis teknar í lit
en þær eru svo víða að úr heim-
inum að mér fannst það vera of
mikið högg að hafa þær í lit svo ég
setti þær allar í svarthvítt. Þá
renna þær betur saman. Stundum
vill maður losna við litinn því hann
er að trufla mann,“ segir Sig-
urgeir.
Heimsmyndirnar úr skyggnu-
sýningunni segir Sigurgeir hafa
verið teknar yfir 15 ára tímabil, en
allar myndir sýningarinnar voru
svo teknar á árunum 2015 og 2016,
nema loftmyndirnar sem eru u.þ.b.
10 árum eldri. Sýning Sigurgeirs
mun, eins og áður sagði, hefjast á
laugardaginn 20. maí og verða op-
in til 10. september.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Landslag Ljósmynd Sigurgeirs af niðurrifi Hverfisgötu 42.
Manneskjan alltaf að byggja og eyða
Ljósmyndasýningin Metamorphosis/Umbreyting eftir Sigurgeir Sigþórsson verður opnuð í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur Fylgdist með ferlinu og myndaði þegar húsið við Hverfisgötu 42 var rifið
Samsett Ljósmynd Sigurgeirs af fjalli í Álftafirði og þurrkhjalli.
Umbreyting Sigurgeir
Sigþórsson á sýningu
sinni í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur sem verður
opnuð á laugardaginn.
Kvenmannshöfuð úr bronsi frá
1913 eftir listamanninn Constantin
Brancusi seldist nýverið á uppboði í
uppboðshúsinu Christie’s í New
York. Frá þessu er greint á vef
New York Times.Verkið heitir „La
Muse Endormie“ og seldist fyrir
57.4 milljónir bandaríkjadala sem
samsvara rúmum 5,8 milljörðum ís-
lenskra króna. Þetta er hæsta verð
sem fengist hefur fyrir verk frá
listamanninum á uppboði. Verkið
er eitt sex bronseftirmynda skúlp-
túrs úr hvítum marmara sem Róm-
anski listamaðurinn gerði á ár-
unum 1909-1910.
Marmaraskúlptúrinn má finna á
Hirshhorn Museum and Sculpture
Garden í Washington D.C. í Banda-
ríkjunum.
Verkið Egglaga höfuð eftir listamanninn
Constantin Brancusi frá 1913.
Höfuð seldist á 5,8 milljarða króna