Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 2017
Hollenski fiðluleikarinn Simone
Lamsma leikur Carmen-fantasíuna
eftir spænska fiðluleikarann Pablo
de Sarasate á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í Eldborg í
kvöld og einnig Poéme eftir Ernest
Chausson. Hljómsveitin mun einnig
flytja Capriccio Italien eftir Tsjaj-
kovskíj, Alborada del gracioso eftir
Maurice Ravel, forleik að Mignon
eftir Ambroise Thomas og Petite
suite eftir Claude Debussy. Hljóm-
sveitarstjóri er Yan Pascal Torte-
lier. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30.
Lamsma hefur vakið mikla at-
hygli síðustu ár fyrir leik sinn og
gagnrýnendur hafa dáðst að ægi-
fögrum, fáguðum og tjáning-
arríkum leik hennar, eins og segir
í tilkynningu frá SÍ. Hún hóf fiðlu-
nám 5 ára og fluttist til Englands
þegar hún var 11 ára til að læra
við Yehudi Menuhin-skólann. Hún
lék sinn fyrsta einleikskonsert með
hljómsveit aðeins 14 ára og hefur
síðan komið fram víða um heim.
Lamsma hlaut Hollensku tónlist-
arverðlaunin árið 2010 og ári síðar
var henni boðið að leika á tón-
leikum til heiðurs Beatrix Hol-
landsdrottningu sem var sjón-
varpað beint í Hollandi. Lamsma
leikur á Stradivarius-fiðlu frá
árinu 1718.
Lamsma leikur Carmen-fantasíuna
Hæfileikarík Hollenski fiðluleikarinn Simone Lamsma.
Galleríið BERG Contemporary tekur þátt í stórri
ljósmyndasýningu, Photo London, sem hefst í dag í
Somerset House í Lundúnum og stendur til 21. maí.
Galleríið sýnir á hátíðinni ljósmyndaverk eftir fjóra
listamenn sem eru á mála hjá því en þeir eru Finn-
bogi Pétursson, Sigurður Guðjónsson og Steina og
Woody Vasulka. Sum verkanna hafa aldrei verið sýnd
áður. Photo London er viðamikil sýning og kaup-
stefna og er nú haldin í þriðja sinn. Dagblaðið
Guardian telur Photo London merkasta ljósmynda-
viðburð ársins í Bretlandi.
Berg Contemporary á Photo London
Finnbogi Pétursson
Haldið verður upp á Alþjóðlega
safnadaginn í hinum ýmsu söfnum
landsins í dag en þema dagsins í ár
er „Söfn og umdeild saga – það
sem ekki má segja á söfnum“.
Nokkur söfn bjóða upp á viðburði
tengda þessu þema og nálgast það
með ólíkum hætti en tilgangur
dagsins er að vekja athygli á mik-
ilvægi safna þegar kemur að
menningarmiðlun og faglegri varð-
veislu og þeirri einstöku aðstöðu
sem söfn hafa til að miðla lifandi
fræðslu. Um 35.000 söfn í 140 lönd-
um taka þátt í deginum.
Í Borgarsögusafni Reykjavíkur
verður mikið um að vera, fimm
viðburðir á dagskrá. Má af þeim
nefna að kl. 17 verður opnuð ný
sýning í Landnámssýningunni að
Aðalstræti 16 sem ber heitið Dýrin
– leyndardómur landnámsins en
hún fjallar um dýr á landnámsöld
og byggist á beinum sem fundist
hafa við fornleifauppgröft á Ís-
landi. Einnig verður boðið upp á
hádegisleiðsögn á Landnámssýn-
ingunni sem fjallar um þrælahald á
Íslandi á tímum landnámsmanna
sem í þá daga var bæði algengt og
leyfilegt. Jón Páll Björnsson, sér-
fræðingur fræðslu á Borg-
arsögusafni, fer með leiðsögnina.
Í Listasafni Íslands kl. 16.30
munu Hildur og Kristín Bjarna-
dætur, systur Steinu Vasulka og
Kristín Scheving, deildarstjóri Va-
sulka-stofu, ræða við Steinu um
verk hennar og um Vasulka-stofu;
sérdeild innan Listasafns Íslands
en þar stendur nú yfir sýning á
verkum Steinu og eiginmanns
hennar Woody.
Opið verður á Gljúfrasteini í dag
og verður þetta fyrrum heimili
nóbelsskáldsins Halldórs Laxness
og fjölskyldu hans fært úr klæðum
safnsins þegar degi fer að halla og
gestum hleypt nær heimilislífinu,
eins og það er orðað í tilkynningu.
Í Listasafni Einars Jónssonar
býður Tangóævintýrafélagið gest-
um upp í dans kl. 20 og veitir
tangókennari leiðsögn og heldur
erindi um sögu tangósins. Að er-
indi loknu verður dansað til kl. 23.
Í Byggðasafni Árnesinga á Eyr-
arbakka verður boðið upp á hádeg-
isleiðsögn um sýninguna Á því
herrans ári og síðdegis verður
Beitningaskúrinn opinn og þar
sýnd handbrögð við beitningu.
Dagskrá Alþjóðlega safnadagsins í
söfnum landsins má finna á safn-
menn.is/safnadagur.
Morgunblaðið/Eggert
Tangó Dansinn mun duna í Lista-
safni Einars Jónssonar.
Mansal, dýr,
tangó og fleira
Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag
Guardians of the Galaxy Vol. 2 12
Útverðir alheimsins halda áfram að ferðast um alheiminn.
Þau þurfa að halda hópinn og leysa ráðgátuna um foreldra
Peter Quill.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 8,2/10
Laugarásbíó 22.00
Sambíóin Álfabakka 17.00, 17.10,
20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.50
Sambíóin Akureyri 17.10, 20.00, 22.50
Hinn ungi Arthur er á hlaupum eftir götum Lund-
únaborgar ásamt félögum sínum, óafvitandi um
konunglega stöðu sína, þar til að hann nær
sverðinu Excalibur, og verður umsvifalaust hel-
tekinn af mætti þess. Metacritic 40/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.10, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40
Smárabíó 19.50, 22.30
King Arthur:
Legend of the Sword 12
Ég man þig 16
Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur
fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi.
Morgunblaðið
bbbbn
IMDb 8,7/10
Laugarásbíó 17.30,
20.00, 22.30
Smárabíó 15.10, 15.30,
17.00, 17.30, 19.30,
20.00, 22.25
Háskólabíó 18.00, 20.30,
21.10
Sambíóin Keflavík 22.00
Alien: Covenant 16
Áhöfnin á Covenant geim-
skipinu uppgötvar áður
óþekkta paradís. Fyrr en var-
ir komast meðlimir hennar
að því að hér er í raun og
veru mjög dimm og drunga-
leg veröld þar sem hinn vél-
ræni David hefur komið sér
fyrir.
Metacritic 65/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.35
Smárabíó 17.20, 19.50,
22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Fast and Furious 8 12
Nú reynir á vini okkar sem
aldrei fyrr! Frá ströndum
Kúbu og götum New York yf-
ir á ísilagðar sléttur Barents-
hafsins, mun hpurinn
ferðast heimshornana milli
til að koma í veg fyrir gíf-
urlegar hamfarir… og bjarga
þeim manni sem gerði þau
að fjölskyldu.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 56/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.50
Sambíóin Egilshöll 22.10
Rósarriddarinn
Sebastian Weigle stýrir
hljómsveitinni í gegnum
þetta hnökralausa meist-
araverk.
Sambíóin Kringlunni 18.00
Snatched 12
Þegar kærastinn Emily
sparkar henni ákveður hún
að fá varkára móður sína
með sér í frí til Ekvador.
Metacritic 47/100
IMDb 2,1/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 17.50, 20.10,
22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Beauty and the
Beast
Ævintýrið um prins í álögum
sem verður ekki aflétt nema
stúlka verði ástfangin af
honum áður en rós sem
geymd er í höll hans deyr.
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Metacritic 65/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Going in Style 12
Þrír eldri borgarar, sem
skrimta á eftirlaununum
ákveða að ræna banka.
Þrír eldri borgarar, sem
skrimta á eftirlaununum, og
neyðast jafnvel stundum til
að borða hundamat, ákveða
að nú sé nóg komið. Þeir
ákveða því að ræna banka,
en vandamálið er að þeir
kunna ekki einu sinni að
halda á byssu!
Metacritic 50/100
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Egilshöll 20.00
Spark: A Space Tail Apinn Spark og vinir hans
Chunk og Vix ætla sér að ná
aftur tökum á plánetunni
Bana - Ríki sem hefur verið
hertekið af illmenninu
Zhong.
Metacritic 22/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Álfabakka 18.00
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.50
Sambíóin Akureyri 18.00
Stubbur stjóri Sjö ára drengur verður af-
brýðisamur út í ofvitann, litla
bróður sinn.
Metacritic 50/100
IMDb 6,5/10
Smárabíó 15.10, 17.30
Háskólabíó 18.00
Strumparnir:
Gleymda þorpið Strympa og félagar hennar
finna dularfullt landakort
sem leiðir þau í gegnum
drungalega skóginn. Á leið-
arenda er stærsta leynd-
armál Strumpasögunnar að
finna.
Metacritic 45/100
IMDb 5,9/10
Smárabíó 15.30
The Shack 12
Eftir að dóttur Mackenzie er
rænt fær hann bréf og fer að
gruna að bréfið sé frá Guði.
Metacritic 32/100
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 17.30
Á nýjum stað
Bíó Paradís 18.00
Moonlight 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 99/100
IMDb 8,2/10
Bíó Paradís 17.30
Hjartasteinn
Örlagarík þroskasaga sem
fjallar um sterka vináttu
tveggja drengja.
Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 20.00
Velkomin til Noregs
Petter Primus er maður með
stóra drauma, sem verða
sjaldnast að veruleika.
IMDb 6,3/10
Bíó Paradís 20.00
A Monster Calls 12
Mynd um strák sem finnst
hann vera skemmdur, sak-
bitinn og er oftast reiður.
Metacritic 76/100
IMDb 7,5/10
Bíó Paradís 22.30
La La Land Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,5/10
Bíó Paradís 20.00
Genius
Myndin fjallar um ævi Max
Perkins þegar hann vann
sem ritstjóri Scribner.
Metacritic 56/100
IMDb 6,5/10
Bíó Paradís 22.30
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna