Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 36

Morgunblaðið - 18.05.2017, Page 36
FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Fimmtug, fráskilin og … 2. „Ég kom honum á óvart“ 3. Bannað að versla og ekkert … 4. Notuðu duldar auglýsingar á … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Útskriftarmyndir nemenda við handritadeild Kvikmyndaskóla Ís- lands verða sýndar í kvöld kl. 20 í Bíó Paradís en milli kl. 13 og 17, eða þar um bil, verða sýndar heimildar- og stuttmyndir eftir nemendur við hand- rita- og leikstjórnardeild á fyrstu, annarri og þriðju önn. Á föstudaginn frá kl. 13 verða sýndar myndir úr deild sem nefnist kjarni en í henni eru haldin námskeið sem allir nem- endur skólans þurfa að sækja, óháð því í hvaða deild þeir eru. Um kvöldið kl. 20 verða svo sýnd útskriftarverk nemenda við leikstjórnar- og fram- leiðsludeild og leiklistardeild skól- ans. Aðgangur er ókeypis. Kvikmyndaskólanem- ar sýna í Bíó Paradís  Alþjóðlega rithöfundaráðstefnan NonfictioNOW verður haldin í Háskóla Íslands 1.-4. júní og er von á um 400 höfundum hvaðanæva úr heiminum. Ráðstefnan er helguð óskálduðu efni af ýmsu tagi, eins og nafn hennar ber með sér og er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Hún var síðast haldin í Flagstaff í Arizona og sóttu hana yfir 500 manns. Sambærilegur bókmenntaviðburður hefur ekki verið haldinn áður á Íslandi og því er mikill fengur að ráðstefnunni fyrir íslenskt bókmenntasamfélag, að því er fram kemur í tilkynningu. Ráðstefnan verð- ur haldin í Háskóla Íslands en lykilfyr- irlestrar verða fluttir í Hörpu. Meðal erlenda höfunda sem sækja ráðstefnuna eru bandaríski rit- höfundurinn Gretel Ehrlich, Norðmað- urinn Karl Ove Knausgaard og bandaríski höfund- urinn Aisha Sabatini Sloan. Um 400 rithöfundar sækja NonfictioNOW Á föstudag Hæg breytileg átt eða hafgola en norðaustan 5-10 m/s með suðausturströndinni. Bjart með köflum, hiti 5 til 13 stig. Á laugardag Breytileg átt 5-10 m/s. Hiti 7 til 17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi og úrkomu, 5-10 m/s í kvöld, stöku skúrir norðan til, en bjart sunnan heiða. Hiti 3 til 13 stig að deginum, mildast syðst. VEÐUR Breiðablik og KA, sem bæði leika í úrvalsdeild, féllu úr leik gegn liðum úr næst- efstu deild í 32 liða úrslit- um Borgunarbikars karla í knattspyrnu í gær. Breiða- blik tapaði fyrir Fylki, 1:0, og KA tapaði á heima- velli gegn ÍR í fram- lengdum leik, 3:1. Skagamenn björguðu sér með ævintýra- legum hætti fyrir horn og KR vann Leikni F. »2 ÍR og Fylkir slógu út úrvalsdeildarlið Kastljósinu er beint að Öglu Maríu Al- bertsdóttur, leikmanni Stjörnunnar, í íþróttablaðinu í dag að lokinni 4. um- ferð í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Agla átti sinn þátt í góðum 3:1 úti- sigri liðsins á Val á Hlíðarenda. Skoraði eitt marka Stjörn- unnar og lagði upp annað. »4 Agla lét meiðsli ekki á sig fá og skoraði Stjarnan kynnti í gær tvo nýja leik- menn sína í handbolta karla. Það eru þeir Aron Dagur Pálsson og Lárus Gunnarsson, sem komu frá Gróttu. Áður hafði landsliðsmaðurinn Bjarki Már Gunnarsson samið við félagið. „Hugurinn stefnir hærra en á síðasta tímabili og öll okkar vinna markast af því að við ætlum okkur stærri hluti,“ sagði Einar Jónsson þjálfari. »4 Hugur Stjörnumanna stefnir hærra ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP, tók nýverið á móti 40 grunnskólastelpum í höfuðstöðvum fyrirtækisins til að kynna ungum konum forritun. Heimsóknin var hluti af viðburð- inum Stelpur og tækni á vegum Há- skólans í Reykjavík, SKÝ og Sam- taka iðnaðarins. Hluti af verkefninu snýst um að auka áhuga kvenna á forritun og tæknitengdum störfum með því að leyfa grunnksólastelpum að kynnast kvenfyrirmyndum í tæknigeiranum. „Þetta voru svona um 40 stelpur sem komu í heimsókn til okkar. Við settum upp einfalt forritunarverk- efni með leiðbeiningum,“ segir Katrín en mikil gróska hefur verið að undanförnu í því að reyna að fjölga konum í tæknitengdu námi og var viðburðurinn Stelpur og tækni haldinn í fjórða sinn í ár. Forritað til fjölda ára Katrín hóf nám í forritun í kring- um aldamótin en hún segir að net- bólan hafi vakið áhuga margra á því. „Það eru að verða 17 ár síðan ég byrjaði í þessu. Stelpur voru svona um 10% af nemendum þegar ég hóf nám og það þótti mikið. Það varð smá sprengja í þessu um árið 2000. Þetta var þegar „dotcom“- tæknibólan var í hæstu hæðum. Við vorum kannski fáar en það þóttu vera sérstaklega margar stelpur í þessu þá,“ segir Katrín og bætir við að þremur árum seinna hafi ekki jafn margar stelpur skráð sig í námið. Katrín segir að það hafi lítið angrað sig að vera umkringd strákum í náminu og hún nýtur sín ágætlega í tæknigeiranum. „Ég var náttúrlega bara alltaf með strákunum í náminu svona svipað eins og núna í vinnunni. Við erum þrjár stelpur að forrita hér og við erum einhvern veginn bara með strákunum.“ Hringborðsumræður á Fanfest Katrín tók nýlega þátt í EVE fanfest í áttunda sinn en í ár stjórn- aði hún meðal annars hringborðs- umræðum um þær breytingar á ákveðnum eiginleikum EVE online- leiksins sem teymið hennar innan CCP vinnur að. Þar mættu nánast einungis karlar en aðspurð segist hún þó finna fyrir örlítilli fjölgun kvenna á hátíðinni milli ára. „Ég er ekki frá því að stelpum sé að fjölga á hátíðinni en auðvitað er mjög lítill hluti EVE-spilara kon- ur.“ Ekki bara strákar sem forrita  Átak til að reyna að auka áhuga kvenna Morgunblaðið/Eggert Yfirsýn Tæknin hefur breyst mikið á þeim 17 árum sem liðin eru síðan Katrín hóf forritunarnám. Ljósmynd/Katrín Atladóttir Fanfest Margt var um manninn á hringborðsumræðum Katrínar á Fanfest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.