Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
www.kvarnir.is
20 ÁRA
1996
2016
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði
sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Eigum úrval af
álhjóla- og veggjapöllumÁlhjóla og
veggjapallar Sorpkvarnir íeldhúsvaska
Álstigar og tröppur
fyrir iðnaðarmenn
Íslensk framleiðsla í 32 ár
Tröppur frá Þ
eir sem fjárfest hafa í heit-
um potti geta vitnað um
hvað þessi litla viðbót við
heimilið getur breytt
miklu. Í heita pottinum
gerast skemmtilegir hlutir; þar má
leyfa streitunni að líða úr líkamanum,
eiga í innilegum samræðum við ætt-
ingja og vini, eða einfaldlega njóta
þess að láta sólina skína á kroppinn í
góða veðrinu.
Halldór R. Vilbergsson er þjón-
ustustjóri hjá Tengi en fyrirtækið
hefur um árabil flutt inn vandaða raf-
magns-nudpotta frá bandaríska
framleiðandanum Sundance Spas.
Halldór segir söluna ganga ágætlega
og úrvalið gott. „Sölutímabil heitra
potta er að ganga í garð um þessar
mundir og eigum við von á nýrri
sendingu innan skamms.“
Framleiðendurnir leita stöðugt
leiða til að bæta hjá sér heitu pottana,
og segir Halldór að í tilviki nuddpott-
anna frá Sundance Spas sé orðið rétt-
ara að tala um munaðarnuddstöð en
nuddpott. „Greinilegasta framþróun-
in undanfarin ár hefur verið í hönnun
nuddstútanna. Er nuddið orðið kraft-
meira en áður og hefur líka tekist að
framkalla hreyfingu í vatnsbununni
svo að tilfinningin fyrir vöðvana er
orðin enn líkari því að hendurnar á
vönum nuddara vinni á líkamanum.“
Afþreying og kælir
Hafa Sundance og fleiri framleið-
endur líka verið iðnir við að bæta alls
kyns tækni við pottana og má t.d.
panta nuddpotta með innbyggðum
hljómflutningstækjum, ljósakerfi,
litlum kæli og hirslu fyrir handklæði
Hægt að kveikja
á pottinum í gegnum
snjallsímann
Nuddpottarnir frá Sundance Spas verða sífellt fullkomnari. Hægt er að velja
sniðugan aukabúnað á borð við hljómkerfi, ljósakerfi eða lítinn kæli. Halldór
Vilbergsson hjá Tengi notar sinn nuddpott allan ársins hring.
Samvera Í nuddpottinum gefst tækifæri til að ræða málin og rækta sambandið við vini og ættingja, samhliða góðu nuddi. Potturinn lengir líka sumarið enda heitur og notalegur allt árið um kring.
Morgunblaðið/Ófeigur
Dekur Halldór og konan hans nota nuddpottinn mikið og þykir ljúft að liggja þar í
makindum og hlusta á útvarpið. Nuddið og hitinn gera heilsunni gott.
Umhirða Sundance pottarnir hreinsa sig hér um bil sjálfir og viðhaldi í lágmarki.