Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 10

Morgunblaðið - 19.05.2017, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn Viðhaldið alls ekki flókið Að ýmsu þarf að huga þegar fjárfest er í heitum potti. Er t.d. hægt að fara ódýrustu leiðina og kaupa einfalda plastskel með niðurfalli, og fylla með hitaveituvatni, eða eignast fullkominn rafdrifinn heitan pott með nuddi og öllu tilheyrandi. Ólíkar tegundir potta hafa bæði sína kosti og galla og bendir Halldór á að mörgum þyki t.d. alveg ómissandi að geta fengið kröftugt nudd í pottinum en aðrir eru aðeins að leita að þægileg- um stað til að láta fara vel um sig í heitu vatni. Rafmagnspottarnir geti hentað þeim sem vilja nota pottinn oftar, en heitavatnsskeljarnar gætu verið betri kostur á þeim stöðum þar sem potturinn er lítið notaður. „Heitur potutr er ekki það sama og heitur pottur“, segir Halldór. „Margir spyrja hvort mikill munur sé á rekstrarkostnaðinum, en yf- irleitt er hvorki dýrt né flókið að eiga hvort heldur er, rafmagns- eða heitavatnspott. Í tilviki rafmagnspottanna þarf ekki að skipta um vatnið í pottinum nema tvisvar til fjórum sinnum á ári, og bæta ögn af mjúkum klór út í eftir notkun og hefur klórinn þá hreinsað vatnið og gufað upp næst þegar potturinn er notaður.“ Eitt sem Íslendingar ættu að gæta sérstaklega að er að potturinn sé nægilega djúpur. Íslendingar eru hávaxinn þjóðflokkur og sjaldan mik- ill hiti í lofti. Geta því herðarnar orðið kaldar ef þær komast ekki ofan í heitt vatnið. Halldór segir dýpt sætanna ekki vandamál í nuddpottunum frá Sundance Spas. „Sjálfur er ég 188 cm á hæð og þegar ég sit í mínum potti flýtur vatnið vel yfir axlirnar og fer vel um jafnt hávaxna sem lág- vaxna.“ Svo eru sumir sem óttast að heitur pottur geti verið slysagildra. Hall- dór segir alla pottana frá Tengi vera með loki. „Lokið á nýju pottunum er úr slitsterkara efni sem heldur líka hitanum betur í pottinum. Á lok- unum eru smellur svo að börn og dýr eiga ekki að komast í pottinn í leyfisleysi, og heldur ekki hætta á að lokið fjúki af í roki. Er hægt að læsa lokinu föstu og þá tryggt að aðeins þeir sem eiga að nota pottinn geti fjarlægt lokið.“ og fleira smálegt. „Pottarnir eru líka orðnir þannig úr garði gerðir að tengja má þá við þráðlausa netið og fjarstýra í gegnum snjallsímaforrit. Ef leiðin liggur t.d. upp í bústað er hægt að ræsa heita pottinn áður en lagt er af stað úr bænum, kveikja á öllum dælum og ljósum og hækka hitastigið svo að potturinn verði tilbú- inn á réttum tíma.“ Hreinsibúnaðurinn hefur einnig batnað og segir Halldór að nýjustu nuddpottar Sundance séu búnir svo- kallaðri Clearray-tækni sem notar út- fjólubláa geisla til að drepa 99,9% af öllum örverum í vatninu. Eykur sam- spil nýrrar hringrásardælu og síunar hreinsigetuna sjöfalt á við sambæri- lega potta frá öðrum framleieðndum. „Clearray-hreinsibúnaðurinn þarf að- eins lágmarks viðhald og mælt er með að skipta um útfjólubláu ljósa- peruna einu sinni á ári.“ Flestir pottarnir sem Tengi selur eru í kringum 2 x 2 metrar að stærð og rúma á bilinu 4-6 fullorðna. Skelj- arnar eru mótaðar á ýmsa vegu enda vilja sumir pott með legubekk á með- an aðrir vilja hafa sæti fyrir sem flesta. „Í nuddpottum Sundance Spas er hvert sæti hannað sem nuddstöð fyrir ákveðinn vöðvahóp og ákveðna tegund af nuddi. Getur notandinn síð- an fært sig á milli sæta til að fá nudd allt frá herðum niður í iljar,“ segir hann. „Til að auka enn meira á slök- unina getur potturinn boðið upp á ilmmeðferð, ljósa- og tónlistar- meðferð sem gera alveg út af við streituna.“ Sólbrúnn í apríl Heitur pottur getur ekki aðeins end- urnært líkama og sál heldur eykur hann notagildi garðsins. Ef hitastigið úti leyfir ekki beinlínis að vera létt- klæddur utandyra þá er potturinn alltaf heitur og notalegur. „Fyrir skemmstu dreif ég mig í pottinn einn góðviðrisdag í apríl, og lét fara vel um mig í sólinni. Þegar ég kom aftur til vinnu tveimur dögum síðar héldu vinnufélagarnir að ég hefði skroppið á sólarströnd því ég hafði tekið svo mikinn lit,“ segir hann. „Potturinn er notaður á öllum árstímum, og jafnvel hefur gerst að skotist er í nuddpott- inn klukkan 4 á aðfangadag til að slaka á og eiga gæðastund saman áð- ur en jólin ganga í garð.“ ai@mbl.is Stáss Flottur nuddpottur úti á palli getur fljótt orðið að miðpunkti heimilisins og sannkallaður sælureitur. Huggulegheit Sumir nota nuddpottinn til að skrúfa frá sjarmanum. Þá má plássið ekki vanta. Lögun Hægt er að velja ýmsar útfærslur. Hvert sæti nuddar ákveðna vöðva. Þegar efnt er til garðveislu er gaman að geta fyllt ílát með klaka og drykkjum. Þeir sem eru í leit að kæliboxi sem ræður við allra villtustu veislurnar ættu að skoða nýjustu vöruna frá OtterBox. OtterBox er þekktast fyrir að framleiða vatns- og höggheld snjallsíma- og spjaldtölvuhulstur. Hafa hönnuðir fyrirtæk- isins núna beitt þekkingu sinni til að gera nautsterkt kælibox sem á að þola hér um bil hvað sem er. Einangrunin á að duga til að halda ís frosnum í allt að 14 daga, og er meira að segja búið að gera prófanir til að ganga úr skugga um að skóg- arbirnir geti ekki opnað boxið. Má kaupa sniðuga aukahluti eins og skurðarbretti sem fest er á brún kæliboxins, drykkjarmálahaldara, og box til að skipuleggja kælihólfið betur. ai@mbl.is Kælibox fyrir þá kröfuhörðu Læsing Bangsi kemst ekki í boxið. Styrkur Stundum dugar ekkert minna en ódrepandi kælibox.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.