Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2017, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Þróttur – Til allra verka • Mold og sandur • Grjót og grjóthleðsla • Fellum tré • Fjarlægjum garðaúrgang Vörubílastöðin Þróttur • Sævarhöfða 12 • Sími 577-5400 • www.throttur.is B erglindi Ólafsdóttur er margt til lista lagt. Á dag- inn starfar hún sem fram- kvæmdastjóri Borgarleik- hússins, en í frítíma sínum galdrar hún fram dýrindis krásir. Ekki er nóg með það að Berglind hafi mikla ástríðu fyrir matseld heldur heldur hún úti vönduðu matarbloggi, Krydd og krásir, á slóðinni www.kryddogkrasir.com. „Það var yngri dóttir mín sem þrýsti á mig að byrja að halda blogg um matseldina, og komumst við að samkomulagi um að ég myndi byrja að blogga ef hún myndi hjálpa mér við ljósmyndahliðina,“ segir Berg- lind. „Við settumst svo niður við eld- húsborðið kvöld eitt fyrir nokkrum árum síðan og settum Krydd og krásir í loftið.“ Átti bloggið aðallega að vera fyrir nánustu fjölskyldu og vini, sem stað- ur til að varðveita uppáhalds upp- skriftirnar. „En svo vatt þetta fljótt upp á sig og gestunum fjölgaði. Núna fáum við nokkur þúsund heimsóknir í mánuði hverjum,“ seg- ir Berglind. Humarpitsan fræga Þegar sólin tekur að hækka á lofti er Berglind fljót að taka grillið úr geymslu. Raunar hefur hún og fjöl- skyldan öll svo gaman af að elda að jafnvel ef farið er í útilegu eru tekin með alls kyns áhöld og hráefni og veisluréttir eldaðir í guðsgrænni náttúrunni. Einn vinsælasti útilegurétturinn er humarpitsa. „Það er sá réttur sem fjölskyldan og vinirnir kalla eft- ir þegar haldið er í útilegu,“ segir Berglind en uppskriftin var þróuð á tjaldstæði í Stykkishólmi. „Við höfð- um áður grillað hefðbundnar pitsur á ferðalögum okkar en í þetta skipt- ið hafði ég tekið með humar og varð úr að sameina þetta tvennt. Þarna stóðum við á tjaldstæðinu, skel- flettum tvö kílógrömm af humri, og bjuggum til pitsudeig frá grunni sem fékk að hefast inni í tjaldvagn- inum á meðan humarinn var hreins- aður. Útkoman var svona líka góð.“ Til að létta matseldina má kaupa skelflettan humar og jafnvel tilbúið pitsudeig og er þá ekki svo flókið að gera pitsuna frægu –jafnvel í húsbíl eða tjaldi. Segir Berglind að helst verði að gæta að því að elda hum- arinn rétt. Í útilegum fer hún þá leið að steikja humarinn á pönnu yfir prímus, en notar grillið til að baka sjálfa pitsuna. „Humarinn fer á pönnuna með miklu af smjöri og hvítlauk, smá olíu og sítrónu. Hann þarf ekki nema örfáar mínútur á pönnunni og góð regla að taka hum- arinn af hitanum þegar maður held- ur að hann eigi enn smá stund í að vera tilbúinn því hitinn helst áfram í humrinum og eldar hann ögn meira.“ Samhliða því að steikja humarinn hitar Berglind þar til gerða pitsu- pönnu í grillinu og setur deigið á án áleggs. Snýr hún deiginu síðan við, og fær með því stökkan og jafnt bakaðan botn. „Ég smyr pitsubotn- inn með hvítlauksolíu, strái rifnum mozzarella yfir og baka á lokuðu grillinu þar til gullinn litur prýðir botninn. Þegar nokkrar mínútur eru í að pitsan sé klár bæti ég við fersk- um mozzarella á botninn, loka aftur í smá stund og raða þá humrinum of- an á, strái síðan steinselju og blöð- um af morgunfrú yfir allt saman.. Útlitið skiptir máli, rétt eins og bragðið, og það er gaman að koma matargestum á óvart með því að strá ferskum ætum blómum eins og morgunfrú yfir pitsuna áður en hún er borin fram. Þarf svo ekki nema ögn af sjávarsalti og nýmöluðum pipar, og pitsan er klár. Forvitin um sous-vide Berglind hefur varið löngum stund- um við grillið og lumar á ýmsum gagnlegum ráðum. Hún segir lyk- ilatriði að kaupa gott hráefni, því þannig verði matseldin ekki jafn flókin. Berglindi finnst líka gaman að gera tilraunir við grillið og blanda saman eldunaraðferðum. „Þegar ég geri nauta-ribeye steik er gott að setja kjötið aðeins stutta stund á grillið til að loka steikinni, og þvínæst inn í ofn og hægelda þar við um 65 gráður í 8 – 10 klukku- stundir.“ Berglind er líka aðeins farin að reyna fyrir sér í sous-vide matseld. „Að vísu á ég ekki til sous-vide hita- jafnara, en bý svo vel að tengdason- ur minn hefur mikinn mataráhuga eins og ég og er að auki tækjaóður. Höfum við notað hans sous-vide græju til að gera tilraunir. Er algjör snilld að setja T-bone steik í poka með smá smjöri og ferskum krydd- jurtum, hægelda í vatnsbaði í nokkra klukkutíma, og setja síðan á funheitt grillið til að fá bras- og grillbragðið.“ Að sögn Berglindar eru algeng mistök við grillið að færa steikina beint af grindinni yfir á diskinn. „Gott er að leyfa kjötinu að hvíla sig eftir eldunina, setja steikina á bretti og breiða yfir hreint stykki, og láta standa í 5-10 mínútur,“ segir hún. Margir eru líka hikandi við að grilla fisk, en einn af uppáhalds- réttum Berglindar er grilluð sí- trónulegin stórlúða. Berglind segir sumar fisktegundir lausar í sér og kalla á meiri fimi við grillið, en stórl- úðan er þéttur fiskur og hægt að grilla eins og hverja aðra steik. „Stórlúðuna matreiði ég þannig að fyrst læt ég fiskinn liggja í sítrónu- og olíukryddlegi í um klukkustund. Við það er eins og hold fisksins þétt- ist enn meira og auðveldara verður að grilla hann. Kúnstin er síðan að gæta þess að ofelda ekki bitana, en eldunartíminn fer eftir stærð þeirra og þykkt. Nokkrar mínútur á hvorri hlið ætti að vera nóg og má nota gaffal eða töng til að meta hvort fiskurinn er nógu vel steiktur. Um fiskinn gildir, rétt eins og með hum- arinn, að það er vissara að taka hann af hitanum rétt áður en hann er full- eldaður. Ólíkt kjötinu á að bera fisk- inn fram strax, og vera með allt meðlætið tilbúið.“ ai@mbl.is Grillaða humarpitsan hittir í mark Veisla Það má gera ótrúlegustu krásir á tjaldstæði með prímus og grill að vopni. Humarpitsan þykir ómótstæðileg. Morgunblaðið/Golli Ástríða Berglind Ólafsdóttir heldur úti vinsælu bloggi. Einn af uppáhaldsréttum Berglindar Ólafsdóttur og fjölskyldu varð til á tjaldstæði í Stykkishólmi. Til skrauts stráir hún steinselju og morgunfrú yfir ljúffenga pitsuna, og notar bæði grill og prím- us við eldamennskuna. Nammi Allt tilbúið fyrir eldamennskuna úti á palli. Hráefni 1 búnt aspas (450 gr.) 1/2 sítróna – það er safinn úr henni. Ólífuolía – u.þ.b. helmingi meira magn en sítrónusafinn. Parmesan-ostur skorinn í örþunnar skífur. Sjávarsalt. Nýmalaður svartur pipar. Aðferð Hrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman. Skerið trénaða endann af asp- asinum og grillið á útigrilli eða grill- pönnu þar til fallegar rendur koma á hann, snúið honum einu sinni. Um leið og aspasinn er tilbúinn er hann settur á fat eða beint á diskana. Hellið sítrónu og ólífuolíu yfir, saltið og piprið og stráið örþunnum par- mesan-skífum yfir. Grillaður aspas með parme- san-osti, ólífuolíu og sítrónu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.