Morgunblaðið - 19.05.2017, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017
AREX | Nýbýlavegi 8 (Portið) | Sími 860 55 65 | kamadogrill.is
Kamado grill
KAMADO grill
Fyrir kröfuhörðustu grillarana
Hægt að panta á kamadogrill.is
*á meðan birgðir endast
Sumartilboð
Verð frá 68.900,- með yfirbreiðslu*
Kamado grill eru einstök þegar þú vilt ná fram því
besta í matargerðinni. Möguleikarnir eru endalausir
hvort sem þú ætlar að reykja, baka, grilla eða steikja.
kamadogrill.is
kamadogrill.is
H
já Parketverksmiðjunni í
Síðumúla er ekki aðeins
hægt að fá úrval af fallegu
parketi heldur selur versl-
unin einnig efni til pallagerðar og ut-
anhússklæðningar. Er um að ræða
síberíu-lerki í hæsta gæðaflokki sem
unnið hefur verið í timburverk-
smiðju Parketverksmiðjunnar í
Litháen.
Þetta sama lerki notar Park-
etverksmiðjan sem veggklæðningu í
einingahús sem fyrirtækið fram-
leiðir í Litháen og eru einkum seld
til Noregs en eru líka fáanleg hér á
landi. Ævar Gíslason, fram-
kvæmdastjóri og eigandi Park-
etverksmiðjunnar segir að lerkið sé
einn besti viðurinn sem nota má í
palla. „Helsti kostur lerkisins er að
ekki þarf að bera reglulega á pallinn
og sparar það bæði vinnu og efn-
iskostnað. Margir geta hugsað sér
skemmtilegri hluti að gera á fal-
legum sumardögum en að dytta að
pallinum.“
Síberíulerkið er merkilegt tré og
inniheldur efni sem virka eins og
náttúruleg fúavörn. Þegar fjalirnar
veðrast fá þær á sig fallegan silf-
urgráan lit og hentar lerkið í nánast
hvað sem er.
Spurður um tískuna í pallasmíði
segir Ævar að íslenskir kaupendur
kjósi frekar breiðari fjalirnar. „Það
má velja um alls konar breiddir og
þykktir en breiðu borðin gefa stíl-
hreint útlit. Sumum þykir líka gott
að nota rásaðar fjalir í gólfið á pall-
inum, bæði útlitsins vegna og ekki
Eins og að bæta við nýrri stofu
Jafnvel bara 30 fermetra
pallur bætir töluverðum
gólffleti við heimilið. Æv-
ar hjá Parketverksmiðj-
unni segir nú til dags oft
hugað að útliti pallsins
um leið og hús eru teikn-
uð, og reynt að skapa
tengingu á milli inni- og
útirýmisins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undibúið „Hönnunin verður m.a. að taka tillit til vindáttar og stöðu sólar. Pallurinn þarf að vera lagaður að aðstæðum á hverjum stað,“ segir Ævar.
Fjárfesting Glæsilegur pallur getur aukið verðmæti fasteignar.
Metnaður Skyggni og bekkir skapa ótal möguleika fyrir sælustundir.
Úthugsað Hirslur og klefar geta komið í góðar þarfir úti á pallinum.