Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 28

Morgunblaðið - 19.05.2017, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 Borvél M12 BPD-202C Borvél m/höggi, átak 32Nm, 2x2,0Ah rafhlöður og hleðslutæki. Sett M18SET2T-502W Kolalaus borvél 60Nm og fjölnotavél ásamt blöðum, 2x5,0Ah rafhlöður og hleðslutæki Borvél M12 CPD-602X Kolalaus m/höggi, átak 44Nm, 2x6,0Ah rafhlöður og hleðslutæki. Milwaukee bíllinn er mættur aft Kíktu á dagskrána og sjáðu hvenær bíllinn verður nálægt þér dagana 9. maí til 30. maí svo þú getir prófað það nýjasta frá Milwaukee. Dagskrá í heild sinni áwww.vfs.is 46.900.- 69.900.- ur 27.900.- Frábær tilboð á Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Föstudagur 19. maí Patreksfjörður Vélsmiðjan Logi kl. 9-12 Mánudagur 22. maí Ísafjörður Vélsmiðjan Þristur kl. 8-13 Þriðjudagur 23. maí Sauðárkrókur Kaupfélag Skagfirðinga kl. 9-14 Miðvikudagur 24. maí Siglufjörður OLÍS kl. 9-14 Föstudagur 26. maí Akureyri Slippfélagið kl. 10-17 F átt gerir meira fyrir garðinn og heimreiðina en falleg hellulögn. Margir láta sig dreyma um að búa til róm- antískan sælureit heimilisins úr sætum og gamaldags hellum, eða stílhreina verönd úr nýtískulegum hellum þar sem má grilla og njóta lífsins í góða veðrinu. Ásbjörn Ingi Jóhannesson er sölustjóri hellna og garðeininga hjá BM Vallá og segir hann að nóg sé að gera hjá fyrirtækinu um þessar mundir og greinilegt að komin er framkvæmdagleði í landsmenn. „Fólk hélt áfram að huga að garðinum eftir hrun, en tók fyrir minni svæði í einu og for- gangsraðaði vandlega framkvæmd- unum umhverfis heimilið. Var t.d. byrjað á að gera flott fyrir framan húsið og koma innkeyrslunni í lag svo að ekki berist möl og önnur óhreinindi inn í hús. Núna þegar efnahagur þjóðarinnar hefur batn- að er algengara að sjá að allur garðurinn sé tekinn í gegn í einu lagi.“ Nútímalegar hellur fyrir nútímaleg hús Þegar kemur að því að helluleggja er gott að velja hellur sem falla vel að útliti hússins og því yfirbragði sem stendur til að ná fram í garð- inum. Ef húsið er gamalt og sætt geta t.d. Óðalssteinn og Forn- steinn hentað best, en nýtískulegu húsin með beinu línurnar og hreinu fletina kalla á stórar og stílhreinar hellur. „Það er einmitt út af fjölbreytileika húsa og garða að við leggjum svona mikla áherslu á að hafa mikið úrval af mismunandi hellugerðum, svo að viðskiptavinirnir geti fundið þá lausn sem hentar best á hverjum stað.“ Ásbjörn bendir á að það hafi ýmsa kosti að helluleggja frekar en t.d. byggja pall. Hellurnar þurfi lítið sem ekkert viðhald en reikna má með að þurfa að bera reglulega á pallinn. Þá má koma fyrir hita- lögn undir hellunum og með því tryggja að aðgengi til og frá heim- ilinu sé gott á öllum árstímum og ekki sama þörf á að halda út í vetrarveðrið með skóflu í hendi svo að sorphirðufólk, blaðberar og heimilismeðlimir komist hindr- unarlaust ferða sinna. Innanhússhönnuðir hafa bent á að inni á heimilunum eru stórar og miklar flísar mjög vinsælar. Þær veita heimilinu stílhreint útlit og falla vel að þeirri tísku sem er í arkitektúr nú til dags. Ásbjörn segir sömu þróunina eiga sér stað úti í garði og eru stóru hellurnar hvað vinsælastar. Framleiðir BM Vallá hellur sem eru allt að 60x60 cm að stærð. „Þetta er þróun sem er að eiga sér stað bæði á Íslandi og erlendis, að fólk sækir í stærri hellurnar,“ segir hann og bendir á að stærðin þurfi ekki að rýra burð- arþol hellnanna og t.d. hægt að fá þykkari 60x60 hellur sem henta vel í innkeyrsluna og láta ekki á sjá Stórar og stílhreinar hellur eru vinsælar Hellulögn þarf lítið við- hald og gerir mikið fyrir ásýnd húsa. Ásbjörn hjá BM Vallá segir garðana verða veglegri með hverju árinu og meira seljist af lituðum hellum. Morgunblaðið/Ófeigur Ending Vandaðar hellur, lagðar af natni, verða bara fallegri með aldrinum. Þó flesta dreymi um að eiga fal- legan garð þá eiga ekki allir auðvelt með að koma hugmyndum sínum á blað. Hjá BM Vallá starfar teymi landslagsarkitekta sem taka vel á móti viðskiptavinum og geta hann- að garðinn þeim að kostnaðarlausu. Ásbjörn segir ferlið ekki flókið. „Fólk þarf að koma með grunn- teikningu af húsinu og garðinum í hlutfallinu 1:100, og ljósmyndir sem sýna vel garðinn og umhverfi húss- ins. Viðtalið hjá landslagsarkitekt- inum tekur um hálftíma og er þar farið yfir ýmsar hugmyndir og möguleika. Landslagsarkitektinn gerir síðan í framhaldinu teikningar sem má breyta og bæta eftir þörf- um og síðan nýta sem grunninn fyrir vinnuteikingar,“ útskýrir hann. „Á teikningunum má bæði fá góða hugmynd um hvernig garðurinn mun líta út, og líka áætla kostn- aðinn við framkvæmdirnar.“ Að leggja hellur, og hvað þá taka heilan garð algjörlega í gegn, getur verið vandasamt verk og mælir Ás- björn með að fólk noti þjónustu viðurkenndra verktaka. „Við getum bent á góða verktaka sem við höf- um reynslu af. Viðskiptavinurinn hefur síðan samband við verktak- ann beint og biður um tilboð í verk- ið.“ Hanna garðinn í sameiningu Reynsla „Það er einmitt út af fjölbreytileika húsa og garða að við leggjum svona mikla áherslu á að hafa mikið úrval af mismun- andi hellugerðum,“ segir Ásbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.