Morgunblaðið - 19.05.2017, Page 29
þó heimilisbíllinn sé þungur.
Þeir sem fylgjast vel með fram-
kvæmdum í íslenskum görðum
veita því eflaust athygli um þessar
mundir að garðarnir virðast verða
veglegri með hverju sumrinu, og
virðist meira í þá lagt þegar betur
árar í efnahag þjóðarinnar. Ás-
björn segir greinilegt að við-
skiptavinir BM Vallár kosti meiru
til nú en oft áður, og birtist það
m.a. í því að litaðar hellur seljast
betur. „Þegar hagur fólks vænkast
þá selst meira af lituðum hellum
og um þessar mundir vilja t.d.
margir setja dökkar hellur í inn-
keyrsluna og á pallinn.“
Hiti og lýsing
Að búa til glæsilega innkeyrslu og
fallegan garð kostar sitt, og oft
þarf að vega vandlega og meta
hvar má spara og hverju má
breyta án þess að bitni á heild-
armyndinni. Ásbjörn ráðleggur að
hitalögnunum sé þó ekki sleppt og
líka hugað vandlega að lýsingunni.
„Langflestir láta setja hitalögn
undir hellurnar enda aukakostn-
aðurinn ekki það mikill borið sam-
an við heildarkostnaðinn af að t.d.
leggja nýja innkeyrslu,“ segir
hann. „Vönduð lýsing gerir líka
mikið fyrir útlit heimilisins og
notagildi garðsins. Þróunin í lýs-
ingarheiminum hefur verið hröð og
orðið mun auðveldara að koma fyr-
ir fallegri lýsingu bæði í heimreið-
inni, á pallasvæðinu og hér og þar
í garðinum. Er þróunin í garða-
hönnun þannig að útilýsing er æ
meira notuð.“ai@mbl.is
Rætur Í lundinum við söluskrifstofur BM Vallár er hægt að fá innblástur. Hönnuðirnir þar búa að mikilli reynslu.
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2017 MORGUNBLAÐIÐ 29
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Sinn er siður í landi hverju og hafa
t.d. glöggir áhugamenn um falleg
heimili veitt því athygli að í Noregi er
vaninn að fólk leggi mikla áherslu á
að hafa fullfrágenginn garð en láti
innra byrði heimilsins mæta afgangi
ef peningarnir eru af skornum
skammti. Á Íslandi virðist þessu öf-
ugt farið: mest áhersla er lögð á að
ganga frá og innrétta fallega að inn-
an en skilja heimreiðina og garðinn
eftir ókláruð þangað til nægilegt
svigrúm skapast í fjárhagnum til að
ráðast í framkvæmdir.
Ásbjörn segir ekki gaman að sjá
falleg hús með ófrágenginn garð.
„Það vantar einhvern punkt yfir „i-
ið“, og eins og húsið sé ekki full-
klárað. Skemmir líka ásýnd götunnar
ef inn á milli eru heimili þar sem
garðurinn er ekki kominn í lag og
möl og sandur í innkeyrslunni.“
Segir Ásbjörn að áherslurnar virð-
ist þó vera að breytast og t.d. reyni
verktakar oft að skila húsum þannig
frá sér að garðurinn og heimreiðin
séu að stórum hluta frágengin og
aðkoman snyrtileg. „Það eykur líka
greinilega verðgildi eignarinnar og
gerir hana söluvænlegri ef búið er að
gera garðinn fallegan og helluleggja
að inngangi og bílskúr.“
Snyrtileg aðkoma skiptir máli
Tími Einn stór kostur við hellurnar er að þær kalla ekki á mikið viðhald.
Öðruvísi Óreguleg hellulögn leyfir mosanum og grasinu að koma fram.
Stíll Brugðið á leik með form og liti, svart á hvítu. Úrval Ólík hús kalla á mismunandi tegundir af hellum.