Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.12.2017, Blaðsíða 2
Veður Dregur úr vindi og kólnar. Hæg- lætisveður og léttskýjað um landið vestanvert, en enn dálítill strekk- ingur fyrir austan og él við ströndina. Frost um allt land. sjá síðu 26 Sveppi og Ingó héldu uppi stuðinu Mikill fjöldi fólks kom saman á jólahátíð fatlaðra sem haldin var í 35. sinn í gær. Að þessu sinni fór gleðin fram á Hilton Reykjavík Nordica. Margir af ástsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar sáu um að halda uppi stuðinu. Þeirra á meðal voru Ingó Veðurguð og Sveppi. Fréttablaðið/Ernir Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 Grillbúðin Þráðlaus kjöthitamælir Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 Opið alla daga til jóla Sko ðið nýja vef vers lun ww w.gr illbu din. is dýrahald „Hann fékk auðvitað smá rjómablöndu þegar hann kom heim, minna mátti það nú ekki vera,“ segir Heiðdís Snorradóttir sem á þriðjudag endurheimti köttinn Abú sem gerst hafði laumufarþegi með bíl nágranna og horfið. Fréttablaðið sagði frá ferðum Abús fyrir mánuði. Þá hafði hann rúmri viku fyrr laumað sér í bíl nágranna Heiðdísar í Breiðholti, stokkið úr honum við Heklu á Laugavegi og horfið í átt að Hlemmi. Heiðdís hefur leitað hans mikið síðan. Á þriðjudag segist Heiðdís hafa frétt af innleggi á Facebook-síðu fyrir týnd og fundin dýr. „Blasti við mér mynd af kisu sem ég hafði ekki séð lengi. Ég fékk sting í magann því ég kannaðist við andlitið, greini- lega hvítur nebbi og hálskragi,“ segir Heiðdís. Í tilkynningunni hafi komið fram að kötturinn hefði þá haldið sig utan við íbúð á Laufásvegi í þrjá daga. „Hann var um þrjá kílómetra frá þeim stað þar sem hann týndist uppruna- lega en mjööög langt frá heimili sínu og var greinilega rammvilltur.“ Heiðdís segir að þeim sem sá til Abús hafi sýnst kötturinn vera týndur miðað við hversu þurfandi hann var. „Hann var með hann innandyra svo hann gat passað hann fyrir okkur þar til við gætum sótt hann. Ég hafði auðvitað samband við hann og fékk myndir til baka og þá frekari staðfest- ingu um að Abú væri í raun fundinn.“ Að sögn Heiðdísar var Abú í ótrú- lega góðu ásigkomulagi er hann kom heim. „Hann var bara spengilegur og grannur en alls ekki illa haldinn. Hann var dauðþreyttur og virtist ekkert vera meiddur eða lasinn. Við höldum að hann hafi í raun bara flakkað á milli heimila og verið að betla mat,“ segir Heiðdís. Abú á systurina Jasmín sem einnig býr hjá Heiðdísi og unnusta hennar. Systkinin fundust saman fimm vikna gömul í pappakassa á víðavangi í Borgarnesi fyrir fimm árum. „Systir hans elti hann út um alla íbúð með nefið ofan í honum, eins og til að spyrja á kattamáli: Hvar hefur þú verið allan þennan tíma? Ég saknaði þín.“ Mikil ánægja er því á heimilinu með heimkomu ævintýrakattarins Abús. „Maður kemst að því hvað maður elskar þessa loðbolta mikið þegar þeir týnast svona í lengri tíma. Þrautseigari ketti hef ég vart kynnst, en núna tekur við innitíma- bil hjá honum þar sem hann lærir að umgangast okkur aftur og lærir aftur sína daglegu rútínu.“ gar@frettabladid.is Náðist loks í skottið á Abú á Laufásveginum Kötturinn Abú sem gerðist laumufarþegi í bíl nágranna fyrir sex vikum og hvarf úr Breiðholti fannst á Laufásvegi. Hann er kominn heim til Jasmínar systur sinn- ar og eigenda sem tóku týnda syninum fagnandi með rjómablöndu og faðmlagi. abú heima í faðmi Heiðdísar Snorradóttur eftir óvænta sex vikna útlegð. Systir hans elti hann út um alla íbúð með nefið ofan í honum, eins og til að spyrja á kattamáli: Hvar hefur þú verið allan þennan tíma? Ég saknaði þín! Heiðdís Snorradóttir, eigandi Abús dómsmál „Ég held þetta sé í fyrsta sinn sem reynt er að byggja sak- fellingu á gögnum sem fengin hafa verið með þessum hætti,“ segir Haukur Örn Birgisson, hæstaréttar- lögmaður og verjandi Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, sem er ákærður fyrir stórfelldan hraðakstur á Reykjanes- braut í desember á síðasta ári. Sam- kvæmt gögnum sem lögregla aflaði frá framleiðanda Tesla-bifreiðar Magnúsar var henni ekið á allt að 183 km hraða. Ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um hraðann sem Magnús ók á í umrætt sinn en þær sem aflað var frá framleiðanda og ágreiningur er um hvort umrædd gögn dugi til sak- fellingar fyrir hraðakstur. „Þetta er alveg nýtt af nálinni. Fólk hefur ekki verið sakfellt hér á landi á grundvelli gagna af þessu tagi heldur hafa þurft að koma til miklu staðfastari gögn eins og til dæmis radarmælingar lögreglu. Þær liggja ekki fyrir í þessu máli,“ segir Haukur. Aðalmeðferð málsins verður fram- haldið í dag í Héraðsdómi Reykja- ness og fyrirhugað er að taka skýrslu af starfsmanni Tesla í gegnum síma, til að staðfesta gildi gagnanna, hvernig vinnslu þeirra var háttað og þess háttar. Ekki liggur fyrir hvort af því verður vegna ágreinings um vitnaskyldu viðkomandi og gildi upplýsinganna fyrir málið. – aá Erfitt að sanna hraðaksturinn á Teslu Magnúsar Magnús Garðarsson er stofnandi United Silicon. Fréttablaðið/Eyþór Kjaramál Niðurstöður úr kosningu flugvirkja Icelandair um vinnu- stöðvun munu liggja fyrir í dag. Fundað verður hjá ríkissáttasemjara í dag til að reyna að ná sáttum. „Það liggur ekki fyrir hvenær vinnustöðvunin myndi hefjast ef hún verður samþykkt. Það skýrist þegar niðurstöðurnar koma í ljós,“ segir Gunnar R. Jónsson, varafor- maður Flugvirkjafélags Íslands. Rafræn kosning hófst í fyrradag. Deilan snýr aðeins að flugvirkjum sem starfa hjá Icelandair. Félagið hefur boðað til fundar á mánudag þar sem farið verður yfir stöðu kjaraviðræðna, úrslit kosningar- innar og framhaldið verður kynnt. Deilu flugvirkja og Icelandair var vísað til sáttasemjara 8. september. Á borði sáttasemjara er einnig deila Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair og deila flugvirkja og Air Atlanta Icelandic. – jóe Úrslit kosningar flugvirkja í dag 8 . d e s e m b e r 2 0 1 7 F Ö s T u d a G u r2 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -4 0 6 4 1 E 6 E -3 F 2 8 1 E 6 E -3 D E C 1 E 6 E -3 C B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.