Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 4

Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 4
Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Laugardaginn 9.desember 2017 verður opið hús í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík Sólvallagötu 12, kl. 13:30-17:00 Sýning verður á handavinnu nemenda. Sala á kaffi, heitu súkkulaði og kökum. Seljum einnig lagkökur, kleinur og ýmsar sultur. Allir velkomnir. Erum að skrá inn nemendur fyrir vorönn 2018 Eldsvoði Ekki er hægt að finna út hvað varð til þess að Bátasmiðjan Seigur á Akureyri brann í lok maí­ mánaðar. Hefur því rannsókn á upptökum brunans verið hætt. Bátasmiðjan brann til kaldra kola aðfaranótt 31. maí síðastliðins. Um altjón var að ræða og brann allt sem brunnið gat innanhúss. Slökkviliðs­ menn voru langt fram eftir morgni að störfum á vettvangi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þessa nótt og barðist það við eldinn í húsinu sem var um 2.000 fermetrar að stærð. Þegar mest var voru um 15 slökkviliðsmenn á vettvangi auk lögreglumanna sem lokuðu götum í kring. Allur tækjakostur slökkvi­ liðsins var einnig nýttur. Tjónið af völdum eldsins hleypur á hund­ ruðum milljóna króna. Í byrjun árs kom einnig upp eldur í bátasmiðjunni. Þá var hægt að komast á vettvang áður en eldurinn breiddi úr sér. Samkvæmt heimildum Frétta­ Óljóst hvað olli stórbruna í bátasmiðju Kópavogur Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær fyrir sitt leyti að gömlu bæjarskrifstofur sveitar­ félagsins verði seldar á 1.050 millj­ ónir króna. Tveir bæjarfulltrúar minnihlutans greiddu atkvæði gegn tillögunni og sagði annar þeirra að verið væri að bjóða til veislu þar sem leikreglurnar væru óskýrar. Bæjar­ stjórinn undrast þá niðurstöðu. „Hér er um mikla fjárhagslega hagsmuni að ræða fyrir Kópa­ vogsbæ. Verðið sem fæst fyrir fast­ eignirnar er helmingi hærra heldur en það verð sem lagt var til grund­ vallar á sínum tíma og menn efuðust um að fengist fyrir fasteignirnar,“ segir bæjarstjórinn Ármann Kr. Ólafsson. Bæjarráðið samþykkti með þrem­ ur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteignaþróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6 í Hamraborg. Þrír bæjarfulltrúar og bæjarstjórinn lýstu ánægju sinni með tilboðið enda hefði umhverfið í kringum Hamra­ borg tekið miklum og jákvæðum breytingum á undanförnum árum. Skipulag í tengslum við hana muni taka mið af húsnæðisskýrslu Kópa­ vogsbæjar sem unnin hafi verið í pólitískri sátt allra flokka og taki á áhyggjum minnihlutans. Undirstrik­ uðu þau að skipulagsvaldið væri enn hjá bænum og að endanlegur samn­ ingur myndi koma til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Kópavogsbúa að mörkuð sé skýr framtíðarstefna um uppbyggingu á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræð­ ur á milli þessa einkaaðila og bæjar­ yfirvalda og ég hefði talið að fyrir ætti að liggja einhver sýn til framtíð­ ar hvernig byggja skuli upp á þessum reit,“ segir Birkir Jón Jónsson, bæjar­ fulltrúi Framsóknarflokks. Birkir greiddi atkvæði gegn tillögunni eins og Kristín Sævarsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. „Við lögðum það til um mitt þetta ár að farið yrði í hugmyndasam­ keppni þar sem menn myndu skoða framtíðarskipulag Fannborgar­ svæðisins í heild sinni. Nauðsynlegt væri í raun og veru að bæjarstjórnin hefði mjög skýra framtíðarsýn um uppbyggingu á svæðinu en ekki að einkaaðilar móti hana,“ segir Birkir Jón. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að breyta Hamraborginni þann­ ig að þetta verði alvöru svæði. Það þýðir auðvitað meira byggingamagn en við erum ekki að lofa því enda er þetta alltaf háð skipulagi. Þarna verður ekkert gert nema bæjarstjórn samþykki tiltekið skipulag,“ segir Ármann. Kauptilboðið fer fyrir bæjar­ stjórn á þriðjudag. Bæjarskrifstof­ urnar voru fluttar úr Fannborg á fyrstu mánuðum ársins. Heilmiklar deilur komu upp í bæjarstjórninni þegar flytja átti þær í nýtt húsnæði Norður turnsins við Smáralind. Stóð til að bærinn keypti húsnæðið en fallið var frá þeim áformum. haraldur@frettabladid.is Tókust á um milljarðs króna sölu gamla ráðhúss Kópavogs Meirihluti bæjarráðs Kópavogs vill að kauptilboð í gömlu bæjarskrifstofurnar verði samþykkt. Fær rétt rúman milljarð króna fyrir fasteignirnar þrjár í Hamraborg. Minnihlutinn segir of mörgu ósvarað varðandi uppbyggingu á reitnum. Vilja hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag á svæðinu í heild sinni. Eins og sjá má gjöreyðilagðist allt í brunanum. Fréttablaðið/auðunn aKurEyri Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum í gær að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli gegn Snorra Óskarssyni, fyrrver­ andi grunnskólakennara bæjarins. Snorri segir málið hið undarlegasta. Snorra var vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri í júlí árið 2012 vegna ummæla sem hann hafði uppi um samkynhneigð á eigin vefsvæði. Töldu bæjaryfirvöld skoðanir hans og skrif um samkynhneigð vera þess valdandi að hann gæti ekki starfað lengur við barnakennslu. Uppsögn Snorra hefur verið dæmd ólögmæt í ráðuneytinu og hjá dómstólum. Héraðsdómur dæmdi uppsögnina í síðasta mánuði og dæmdi Snorra 6,5 milljónir króna í bætur. Formanni bæjarráðs finnst þessi upphæð of há. „Við fengum á fundinn álit lög­ fræðings sem taldi rétt að áfrýja. Það er mikilvægt að svona mál fari alla leið í dómskerfinu. Ég veit svo sem ekki að hvaða niðurstöðu Hæsti­ réttur muni komast en okkur finnst bæturnar í þessu máli heldur hærri en við reiknuðum með og fordæmi eru um,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs. Snorri segir þetta mál ótrúlegt. „Ég hef unnið málið á öllum stigum til þessa. Ég vil heldur láta dæma mér litlar bætur en að semja um þær við bæinn,“ segir Snorri. „Þetta er bænum til ósóma að vera dæmdur ítrekað fyrir handvömm í þessu máli og hafa verið með niðrum sig frá upphafi. Ég er hins vegar auðvitað tilbúinn að fyrirgefa, en það er með fyrirgefninguna að henni verður að fylgja iðrun,“ bætir Snorri við og seg­ ist geta beðið fyrir fyrirgefningunni, því þeir viti eigi hvað þeir gjöra. – sa Bæjarráð Akureyrar vísar máli Snorra Óskarssonar til Hæstaréttar Snorri Óskarsson grunnskólakennari ásamt Einari Gauti lögmanni í dómi. Fréttablaðið/auðunn blaðsins er líklegt að eldur hafi kraumað í nokkurn tíma áður en hans varð vart því þegar slökkviliðs­ menn komu á vettvang var húsið orðið alelda. Bátasmiðjan Seigur hét áður báta­ smiðjan Seigla. Það fyrirtæki var tekið til gjaldþrotaskipta haustið 2016. – sa Bátasmiðjan brann til kaldra kola aðfaranótt 31. maí. Slökkviliðsmenn voru langt fram eftir morgni að störfum á vettvangi. Guðmundur baldvin Guðmundsson Þarna verður ekkert gert nema bæjar- stjórn samþykki tiltekið skipulag. Ármann Kr. Ólafs- son, bæjarstjóri Kópavogs Það liggur ekki fyrir hvert endanlegt byggingamagn verður og það á eftir að ráðast í miklar viðræður á milli þessa einkaaðila og bæjaryfirvalda. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi bæjarráð samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur tilboð fasteigna- þróunarfélagsins Stólpa ehf. í Fannborg 2, 4, og 6. Fréttablaðið/Ernir dýr Haförninn, sem veiðimaðurinn Snorri Rafnsson gómaði á dögunum, verður fluttur í Húsdýragarðinn í Laugardal í dag, föstudag. Frá þessu greinir Snorri á samfélagsmiðlinum Snapchat. Örninn, líklega ungur karlfugl, hefur verið í umsjá Snorra í rúma viku en hann var mjög veik­ burða þegar hann náðist. Snorri fór með fuglinn í reiðskemmu skammt frá Ólafsvík, þar sem hann býr, á miðvikudag en örninn hóf sig ekki til flugs, eins og vonir höfðu staðið til um. Hann mun að sögn þurfa á frekari endurhæfingu að halda, áður en honum verður sleppt. – bg Örninn fer í Laugardalinn dómsmál Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Malín Brand. Hún var, ásamt systur sinni Hlín Einarsdóttur, dæmd til 12 mánaða fangelsisvistar í héraði. Sakarefnið var tilraun til fjárkúgunar gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugs­ syni, þáverandi forsætisráðherra, í apríl 2015. Malín áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar en Hlín ekki. Syst­ urnar þurfa að greiða samtals um 10 milljónir króna í lögfræði­ og máls­ og sakarkostnað en þar á meðal eru 1,3 milljónir króna sem þær þurfa að greiða fyrrverandi samstarfsmanni Hlínar í skaðabætur. Í tilviki beggja eru níu mánuðir af tólf skilorðs­ bundnir. – bg Dómurinn yfir Malín staðfestur Malín brand fyrir héraðsdómi. Fréttablaðið/GVa 8 . d E s E m b E r 2 0 1 7 F Ö s T u d a g u r4 F r é T T i r ∙ F r é T T a b l a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -5 4 2 4 1 E 6 E -5 2 E 8 1 E 6 E -5 1 A C 1 E 6 E -5 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.