Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 6
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
Kammersveit
Reykjavíkur
Jólatónleikar
Ítalskt barokk
Harpa Norðurljós
10. desember 2017 kl. 17:00
www.kammersveit.is / harpa.is
Mennta- og
MenningarMálaráðuneytið
Við komum því til skila
Opnunartími pósthúsanna á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri
9:00-19:00
11:00–17:00
13:00–17:00
mið.–fös.
laugardagur
sunnudagur
6.–8. desember
9. desember
10. desember
Þú getur póstlagt jólakortin og jólapakkana
þegar þér hentar. Allar nánari upplýsingar
um opnunartíma pósthúsanna er að finna
á postur.is/jol.
Kærleikar í dýragarði
Það virðast vera miklir kærleikar milli þessa unga gíraffa sem býr í dýragarðinum í Debrecen í Ungverjalandi
og dýrahirðisins. Gíraffinn kom fyrir sjónir gesta dýragarðsins í fyrsta skipti í gær. Fréttablaðið/EPa
SAMFÉLAG „Við vitum alveg að við
getum selt geisladiska og DVD-
myndir og við seljum bækur, en
magnið sem berst í Góða hirðinn
er langt umfram sölugetu okkur
og eftirspurn,“ segir Ragna Ingi-
björg Halldórsdóttir, deildarstjóri
umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu.
Vikulega berast Góða hirðinum
25 gámar fullir af nytjahlutum. Af
hverjum fimm, sem berast daglega,
þarf að senda tvo til baka í förgun
eða endurvinnslu.
Samkvæmt Sorpu er þetta að
nokkru leyti vegna breyttrar hegð-
unar neytenda, en einnig má gera ráð
fyrir að velmegun og aukinn kaup-
máttur ýti undir neyslu. Ragna segir
einig fleiri þætti, eins og tilkomu
Costco, hafa áhrif.
„Svo eru rafrænir miðlar og fólk er
farið að lesa minna bækur. Það notar
Spot ify eða aðra miðla til að hlusta á
tónlist. Umhverfi okkar hefur breyst
þó nokkuð,“ segir Ragna. Hún telur
einnig að sölusíður eins og Bland og
söluhópar á Facebook hafi áhrif. „Ef
það hefur ekki selst eftir x langan
tíma á þessum miðlum, og fólk
losnar ekki við það með þessum
hætti, þá er niðurstaðan að gefa það
í Góða hirðinn.“
Samkvæmt frétt á heimasíðu
Sorpu er bæði verslunin og umferð
um einstakar endurvinnslustöðvar
komin að þolmörkum og er Góði
hirðirinn því hættur að geta tekið við
öllum nothæfum hlutum sem berast
í nytjagámana á endurvinnslustöðv-
unum. Til að bregðast við þessu hafa
starfsmenn Góða hirðisins til dæmis
verið sendir á stærstu endurvinnslu-
stöðvarnar um helgar. Það eru
stöðvarnar sem eru á Sævarhöfða, í
Ánanaustum og á Dalvegi. Þar leið-
beina þeir fólki um hvað eigi heima
í nytjagámunum og hvað ekki. Með
þessu móti hefur náðst að minnka
það magn sem kemur til búðarinnar
og ekki er hægt að selja. En það getur
fylgt því mikill kostnaður að senda
hluti aftur til annaðhvort förgunar
eða endurvinnslu.
Ragna segir markaðinn endur-
spegla vel ástandið í þjóðfélaginu
hverju sinni. „Þetta breytist frá ári
til árs. Núna höfum við séð svolítið
af rúmum og rúmdýnum. En þetta
fer svolítið eftir því hvað er í gangi
í þjóðfélaginu. Svo hafa verið að
koma skjáir þegar fólk hefur verið
að nýta sér tilboðin á „Black Friday“
og þess háttar dögum. Það kemur
svolítið í gegnum markaðinn [Góða
hirðinn, innsk. blaðamanns] hvað
er í gangi í þjóðfélaginu.“
lovisaa@frettabladid.is
Aldrei meiri úrgangur
Úrgangur sem berst til endurvinnslustöðva hefur aldrei verið meiri. Aukning til
endurvinnslustöðva, sem hefur verið í kringum 15 prósent ár hvert síðastliðin
þrjú ár, er orðin veruleg áskorun fyrir nytjamarkað Sorpu, Góða hirðinn.
ragna ingibjörg
Halldórsdóttir
8 . d e S e M b e r 2 0 1 7 F Ö S T U d A G U r6 F r É T T i r ∙ F r É T T A b L A ð i ð
0
8
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
E
-6
7
E
4
1
E
6
E
-6
6
A
8
1
E
6
E
-6
5
6
C
1
E
6
E
-6
4
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K