Fréttablaðið - 08.12.2017, Side 22

Fréttablaðið - 08.12.2017, Side 22
Fótbolti Fimm lið frá Englandi verða í pottinum þegar dregið verð- ur í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn. Manchester-liðin City og United, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll komin í 16-liða úrslit Meist- aradeildarinnar. Fjögur fyrstnefndu liðin unnu sinn riðil en Chelsea lenti í 2. sæti C-riðils á eftir Roma. Þetta er í fyrsta sinn sem fimm lið frá sama landinu komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Raunar er þetta bara í annað sinn sem fimm lið frá sama landi taka þátt í riðla- keppninni. Spánn átti einnig fimm fulltrúa á þarsíðasta tímabili. Gengi ensku liðanna í Meistara- deildinni undanfarin ár hefur ekki verið merkilegt. Fimm ár eru síðan lið frá Eng- landi (Chelsea) varð E v r ó p u m e i s t a r i og síðan þá hafa aðeins tvö ensk lið, Chelsea 2014 og Man chester City 2016, komist í undan úrslit keppninnar. Á síðasta tímabili hélt Leicester City uppi heiðri ensku liðanna með því að komast í 8-liða ú r s l i t M e i st a ra - deildarinnar. City og Arsenal féllu út í 16-liða úrslitum en Tottenham komst ekki upp úr sínum riðli. Þrír af fimm fulltrúum Englands í Meistaradeildinni í Enska upprisan í Meistaradeildinni Eftir mögur ár hafa liðin úr ensku úrvalsdeildinni gert góða hluti í Meistaradeild Evrópu í vetur. Öll ensku liðin komust í 16-liða úrslit og fjögur þeirra unnu sinn riðil. Eftir að hafa ekki komist í 16-liða úrslit í fyrra fékk Tottenham flest stig allra liða í riðlakeppninni í ár. © GRAPHIC NEWSHeimild: UEFA Man. Utd., ENG 2016-17: Ekki með Besti árangur: 3x meistari Basel, SVI 2016-17: Riðlakeppni Best: 8-liða 1974 PSG, FRA 2016-17: 16-liða Best: Undanúrslit 1995 Bayern München, ÞÝS 2016-17: 8-liða Best: 5x meistari Roma, ÍTA 2016-17: Ekki með Best: Úrslit 1984 Chelsea, ENG 2016-17: Ekki með Best: 1x meistari Barcelona, SPÁ 2016-17: 8-liða Best: 5x meistari Juventus, ÍTA 2016-17: Úrslit Best: 2x meistari Liverpool, ENG 2016-17: Ekki með Best: 5x meistari Sevilla, SPÁ 2016-17: 16-liða Best: 8-liða 1958 Man. City, ENG 2016-17: 16-liða Best: Undanúrslit 2016 Shakhtar Donetsk, ÚKR 2016-17: Ekki með Best: 8-liða 2011 Besiktas, TYR 2016-17: Riðlakeppni Best: 8-liða 1987 Porto, POR 2016-17: 16-liða Best: 2x meistari Tottenham, ENG 2016-17: Riðlakeppni Best: Undanúrslit 1962 Real Madrid, SPÁ 2016-17: Meistari Best: 12x meistari SIGURVEGARAR RIÐLANNA LIÐIN Í 2. SÆTI RIÐLANNA Dregið í 16-liða úrslit 11. desember liðin í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Tottenham-mennirnir Son Heung-Min og Dele Alli fagna marki gegn APOEL í fyrradag. nOrDicPHOTOS/gETTy ár voru ekki einu sinni með á síðasta tímabili. Ensku liðin töpuðu aðeins þremur af 30 leikjum sínum í riðla- keppni Meistaradeildarinnar í ár. Þar af  tapaði City fyrir Shakhtar Donetsk í þýðingarlausum leik fyrir Man chester-liðið í fyrradag. Ensku liðin voru með 70% vinningshlut- fall í riðlakeppninni í ár. Til saman- burðar var vinningshlutfall spænsku liðanna 45,8%, ítölsku liðanna 44,4% og þeirra þýsku 38,8%. Tottenham, sem komst ekki upp úr sínum riðli í fyrra, fékk flest stig allra liða í riðlakeppninni, eða 16 talsins. Spurs var í riðli með Evrópu- meisturum Real Madrid og Borussia Dortmund svo árangur Lundúna- liðsins er framúrskarandi. Ensku liðin skoruðu alls 80 mörk í riðlakeppninni. Liverpool var markahæsta enska liðið með 23 mörk. Aðeins Paris Saint-Germain skoraði meira (25 mörk). Liverpool skoraði tvisvar sinnum sjö mörk í leik; gegn Maribor á útivelli og gegn Spartak Moskvu á heimavelli í fyrra- dag. Þetta enska haust gleymist samt fljótt ef árangurinn í útsláttarkeppn- inni næsta vor verður ekki góður. Það getur margt breyst á þeim rúmu þremur mánuðum sem eru þar til 16-liða úrslitin hefjast. En frammi- staðan í riðlakeppninni gefur alla- vega góð fyrirheit. ingvithor@365.is 16 Tottenham fékk 16 stig í riðlakeppni Meistaradeildar- innar í ár, flest allra liða. Krókháls 1 • 110 Reykjavík • Iceland • S. 567 8888 • www.pmt.is VOGIR fyrir fólk í öllum stærðum VIÐ EIGUM RÉTTU VOGINA FYRIR JANÚAR ÁTAKIÐ Mikið úrval af bað-, fitumælinga- heimilis- og barnavogum frá Tanita, sem smell passa í jólapakkann. Tanita er leiðandi með vogir fyrir heilsugeirann og býður einnig uppá hugbúnað til að tengja við fitumælingavogir og skrá þannig allar mælingar í gagnagrunn. 8 . d e s e M b e r 2 0 1 7 F Ö s t U d A G U r22 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -8 5 8 4 1 E 6 E -8 4 4 8 1 E 6 E -8 3 0 C 1 E 6 E -8 1 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.