Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 24

Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 24
Útsýnið úr íbúð Valgerðar í London er fallegt. Í bakgrunni má sjá háhýsin í miðborginni. Útþráin hefur lengi blundað í Valgerði Pétursdóttur sem hélt út í heim eftir stúd­ entspróf og er þar enn, tíu árum síðar. Eftir mislöng stopp á Ítalíu, í Svíþjóð og Skotlandi flutti hún til London þar sem hún hefur starfað undanfarin fjögur ár sem grafískur upplifunarhönnuður hjá vöruþró­ unarfyrirtækinu Mint Digital. Árin í London hafa einkennst af skemmti­ legum verkefnum, samferðafólki með ólíkan bakgrunn og fjölbreytt­ um viðburðum sem heimsborgin býður upp á. Það er ekki víst að allir átti sig á því hvað felst í starfsheitinu upp­ lifunarhönnuður. Valgerður útskýrir betur hvað felst í starfi hennar. „Þegar kemur að því að hanna þjón­ ustu er svo margt sem spilar inn í og m.a. þættir sem við hugsum aldrei út í. Því er nauðsynlegt að tala við sem flesta viðskiptavini og fá innsýn í það hvernig umrædd þjónusta hjálpar þeim. Ég fæst aðallega við þjónustu og upplifunarhönnun á netinu þar sem sinna þarf þörfum mjög ólíkra neytenda sem hafa um leið mjög ólíkar þarfir.“ Verkefnin eru því fjölbreytt og viðskiptavinirnir eru ólíkir. „Í fyrra fór ég til dæmis til New York þar sem ég vann með útgáfurisanum Penguin Random House sem var að setja upp síðu fyrir unga lesendur. Undanfarin ár höfum við sett upp þjónustu fyrir fólk sem kaupir og selur sjónvarpsefni en BBC og Sky hafa stutt það verkefni. Nýlega vorum við að klára verkefni með 20 ólíkum sprotafyrirtækjum sem eru að keppast um að gera bönkum kleift að bjóða upp á betri þjónustu og í augnablikinu erum við að vinna að þjónustu til að auðvelda fólki lífið þegar kemur að heilbrigðisgeir­ anum hér í Englandi. Þannig að það eru alls konar verkefni í gangi og það besta er að engin þeirra eru eins.“ Safnaði ekki í baukinn Valgerður fór aðra leið en flestir jafnaldrar hennar eftir útskrift úr framhaldsskóla. Hún vildi læra nýtt tungumál og endaði á að fara til Ítalíu í tungumálaskóla í eitt ár. Eftir heimkomuna skráði hún sig í ferðamálafræði en segist hafa klárað ákveðna áfanga til þess að komast í skiptinám aftur til Ítalíu. „Þegar að ég var búin með skipti­ námið í Mílanó ákvað ég að skrá mig í BA­nám í grafískri hönnun og listrænni stjórnun og fann að ég var komin á rétta hillu í lífinu.“ Eftir námið hóf hún störf sem lærlingur á auglýsingastofu í Mílanó. „Við unnum með stórum viðskiptavinum á borð við IKEA og Disney sem var skemmtileg reynsla. En samt áttaði ég mig á því að það væri kominn tími til að fara frá Ítalíu. Enda dvalið þar í sex ár og það var klárt mál að ég var ekki að fara að safna í baukinn í þessari vinnu. Hálfu ári síðar var ég komin til Stokkhólms í fram­ haldsnám sem breytti lífi mínu.“ Umrætt nám var mastersnám í gagnvirkri listrænni stjórnun (e. Interactive Art Direction) og háskólinn hét Hyper Island. „Þar lærði ég að nota hönnun til þess að gera þjónustu betri fyrir þá sem nota hana. Um leið lærði ég að vinna með fólki sem hefur ekki sama bakgrunn og endi­ lega sömu skoðanir og ég. Það er nefnilega þannig að eftir því sem meiri fjölbreytileiki er til staðar þegar kemur að hugmyndavinnu og vöruþróun, því betri verður þjónustan og varan. Þar lærði ég líka að maður hannar með fólkinu sem er að nota þjónustuna og þeim sem vinna við þjónustuna. Það var eins og ég skildi loksins allt saman.“ Fjölbreytileikinn bestur Valgerður kann afar vel við sig í stórborginni London sem hún segir vera algjörlega yndislega. „Ég hélt alltaf að Mílanó væri stórborg en svo kom ég hingað. Auðvitað fylgir henni oft endalaust mann­ haf og sírenur en þegar maður er búinn að venjast borginni og finna taktinn er hún algjör draumur.“ Og fjölbreytileikinn í mann­ lífinu er það besta við borgina að hennar sögn. „Að vera í kringum fólk alls staðar að úr heiminum hefur gefið og kennt mér svo Framhald af forsíðu ➛ Starri Freyr Jónsson starri@365.is miklu meira en mig hefði nokk­ urn tíma grunað. Borginni fylgir líka sá lúxus að geta borðað á alls konar stöðum og að upplifa mis­ munandi hluti sem eru stöðugt í gangi. Það vill líka svo skemmti­ lega til að mikið af því fólki sem ég hef kynnst á Ítalíu, í Svíþjóð og Skotlandi er saman komið hér í London. Þannig að hér eru ekki bara góðir vinir frá Íslandi heldur alls staðar að.“ Erum öll eins Búseta í svo mörgum löndun undanfarin ár hefur svo sannar­ lega kennt henni margt. Fyrst og fremst þó að þegar upp er staðið erum við öll eins. Vissulega séu mismunandi siðir og hefðir við lýði en það geri bara fjölbreyti­ leikann svo skemmtilegan. „Á Ítal­ íu lærði ég að meta litlu hlutina í lífinu, eins og stundina sem ég átti alla morgna með kaffinu mínu á barnum. Bara ég og kaffið. Eða lyktina af góðum tómat. Guð hvað ég sakna stundum hráefnanna á Ítalíu. Matreiðslan var svo einföld þar sem allt snerist um að leyfa hráefnunum að njóta sín.“ Í Svíþjóð lærði hún hvað það er nauðsynlegt að meta eigin tíma. „Þar lærði ég líka hversu nauðsyn­ legt það er að allir fái að segja sitt þegar að kemur að ákvörðunum. Vegna þess að þegar við hlustum hvert á annað og skiljum af hverju fólki líður eins og því líður þá tökum við betri ákvarðanir.“ Skotland kom henni mjög á óvart, þá helst náttúran. „Þvílík perla sem hún er og svo eru allir svo andskoti næs. Ég var alltaf að lenda í skemmtilegum uppá­ komum þar með innfæddum sem voru svo töfrandi.“ Fær rjúpu um jólin Utan vinnunnar þykir henni ekkert betra en að eyða góðum stundum með vinum. Hvort sem það er að fara á tónleika, út að borða eða í langa göngutúra. „Það er svo mikið af fallegri náttúru í kringum London og ég er svo heppin að eiga góða vini sem búa í sveitinni sem ég get þröngvað mér upp á þegar ég er þreytt á borginni.“ Fyrst og fremst segist hún þó vera í mikilli sjálfsvinnu. „Það er víst eitthvað sem gerist þegar maður er kominn yfir þrítugt og mikið er ég glöð yfir því. Ekkert er að gefa mér meira í augnablikinu. Það er ekki alltaf auðvelt en ég er komin með æðislegan sálfræðing sem er að opna fyrir mér nýjar víddir. Sannarlega besta fjárfesting lífs míns.“ En hvaða augum skyldi svo víðförul ung heimskona líta fram­ tíðina? „Ég er ekki mikið að pæla í því hvað er fyrir framan mig nema bara næsta skref. Ég vona bara að ég geti haldið áfram að vera ég í framtíðinni. Ég veit þó að ég ætla að vera heima um jólin, sérstak­ lega eftir að ég frétti að mamma væri búin að ná í rjúpur. Ég get ekki hugsað mér betri stað til að vera á í heiminum yfir jólin en með fjölskyldunni á Íslandi.“ Slakað á í haustsólinni í Stokkhólmi, gömlu heimaborginni.Í langþráðu sumarfríi í Alberobello i Pugliu á Ítalíu síðasta sumar. Á blautum haustdegi í London með Helgu Ósk, góðri vinkonu sinni. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . d E S E m B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -8 0 9 4 1 E 6 E -7 F 5 8 1 E 6 E -7 E 1 C 1 E 6 E -7 C E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.