Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 26

Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 26
Kórinn hefur undirbúið sig undanfarnar vikur en stóra stundin verður í Langholts- kirkju á sunnudaginn. „Ég ætla að syngja inn jólin,“ sagði Birna þegar við slógum á þráðinn til hennar. „Við byrjuðum að æfa í september. Ég sé um nótur fyrir kórinn og það er algjörlega heilög stund þegar ég tek upp möppuna sem geymir þær,“ segir hún en Birna hefur sungið með kórum frá því á ungl- ingsaldri. „Ég byrjaði að syngja í kór Menntaskólans við Hamrahlíð, hélt síðan áfram í Hamrahlíðarkórnum en það mótaði mig mikið að taka þátt í kórstarfinu. Það var mikill agi í kórnum, skemmtileg hópvinna og maður lærði tjáningu.“ Góður stjórnandi Eftir að hafa verið frá kórstarfi í nokkur ár fór hugurinn aftur á stjá og löngunin til að syngja áfram tók yfirhöndina. „Ég hitti Hilmar Örn Agnarsson, stjórnanda Söngfjelags- ins, úti í búð. Sameiginleg vinkona kynnti okkur og mér leist svo vel á manninn að ég ákvað að ganga til Syngja inn jólin á keltnesku Birna Bragadóttir, garðyrkjumaður og söngkona með Söngfjelaginu, hlakkar mikið til jólatónleika kórsins, enda segir hún keltnesku lögin sem flutt verða ótrúlega falleg. Birna Bragadóttir er í kór Söngfjelagsins og hlakkar mikið til að vinna með keltneskum listamönnum á tónleikunum á sunnudag í Langholtskirkju. MYND/ERNIR Elín Albertsdóttir elin@365.is liðs við kórinn. Hilmar segir hluti á svo fallegan hátt, skammar ekki en nær fram ótrúlegum árangri með húmor og mýkt. Það er virki- lega gaman að vinna með honum og maður leggur sig allan fram í söngnum. Hilmar nær því besta fram í fólki og allir treysta á hans listræna innsæi,“ segir Birna. Miklar kanónur í heimsókn Jólatónleikar Söngfjelagsins eru sérstakir að mörgu leyti. Sótt er í írska og keltneska jólatónlist sem er framandi fyrir marga. „Við sækj- um arfinn til Skotlands, Írlands og Wales. Með okkur verða listamenn frá þessum slóðum sem gefa tón- leikunum nýjan blæ fyrir okkur Íslendinga. Tónlistin er útsett af Íra sem er stjórnandi kammerkórs í Dublin og hefur vakið mikla athygli fyrir mýkt í söng. Það eru miklar kanónur sem koma fram á tónleik- unum sem eru þekktar í heima- löndum sínum. Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma með því að fá svona flott fólk til okkar. Ég get nefnt söngkonuna Lisu Knapp sem syngur einsöng og leikur á keltneska fiðlu. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir tónlist, meðal annars frá dagblaðinu The Guardian. Gerry Diver er konsertmeistari, fiðluleikari og sérfræðingur í írskri og keltneskri tónlist. Hann var í hljómsveitinni The Popes en hefur síðustu ár starfað við upptökur og útsetningar. Sjálf ætla ég að taka á móti sekkjapípuleikara, Colman Connolly, sem er einn fremsti kelt- neski sekkjapípuleikari Bretlands. Hann mun búa heima hjá mér á meðan á heimsókninni stendur og ég hlakka mikið til að kynnast honum,“ segir Birna og bætir við að það sé svo ótrúlega skemmtilegt að fá allt þetta fólk með kórnum. Söngfjelagið er sex ára gamall kór sem hefur vakið mikla athygli. Um sjötíu manns eru skráð í kórinn. „Það er ótrúleg vinátta í þessum kór,“ segir hún. Sækir jólatréð út í skóg Þar sem Birna starfar við garðyrkju hjá Reykjavíkurborg hlakkar hún til að finna sitt eigið jólatré úti í náttúrunni eftir tónleikana. „Jólin koma til mín með trénu. Ég set það upp á Þorláksmessu en áður er ég búin að baða það og gera það klárt fyrir inniveruna. Í mínum huga er tréð táknrænt fyrir jólin, þá tekur maður jörðina inn á heimilið. Ég gef trénu gott pláss á miðju stofu- gólfinu og skreyti það mikið. Mér finnst hápunktur jólanna þegar jólatréð er skreytt. Svo bakar maður auðvitað laufabrauð. Það er skemmtilegur siður en núna hlakka ég mest til tónleikanna á sunnudag. Þeir verða hátíðlegir og sérstakir. Síðan mega jólin koma,“ segir Birna. Norðmenn hafa áhyggjur af minnkandi fiskneyslu landsmanna. Grænmetisát hefur hins vegar stóraukist. Yngra fólk borðar mun minni fisk en foreldrar þess gerðu. Á árunum 2015-2016 minnkaði fiskneysla um 4% hjá yngri aldursflokkum. Það er mjög mikilvægt að borða fisk til að fá D-vítamín, joð og selen, sérstaklega fyrir fólk á norð- lægum slóðum. Neysla á grænmeti, berjum og ávöxtum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum. Grænmeti er vissulega hollt og gott en fiskur þarf líka að vera á borðum. Með heilsubylgju undanfarinna ára hefur sykurneysla jafnframt dregist mikið saman. Á því sviði telja Norðmenn sig vera á réttri leið en hvetja fólk til að borða meiri fisk. Borða minni fisk Ungt fólk borðar mun minna af fiski en foreldrarnir gerðu en neytir meira grænmetis í staðinn. Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 2.800 / 2.000 Hafnarfjarðarkirkju þriðjudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju miðvikudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju fimmtudag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík föstudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2017 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D E S E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 6 E -6 C D 4 1 E 6 E -6 B 9 8 1 E 6 E -6 A 5 C 1 E 6 E -6 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.