Fréttablaðið - 08.12.2017, Side 28
Hugleiðsla gengur út á það að vingast við sjálfan sig og elska sig eins og maður er nákvæm-
lega núna, burtséð frá framtíðar-
plönum eða fortíð. Að þykja jafn
vænt um okkur sjálf eins og okkur
þykir vænt um mömmur okkar,
dætur, systur eða vinkonur, en því
miður er það ekki alltaf raunin. Við
erum alltaf svo góð við aðra, en líka
jafn góð í að dæma okkur hart,“ segir
Thelma sem ætlar að mæta brýnni
þörf borgarbúa til að gefa sér tíma
í slökun og ró í ellefu mínútur á
óvæntum stöðum um alla borg.
„Á ellefu mínútum náum við að
hafa áhrif á innkirtla- og taugakerfi
okkar,“ segir Thelma sem vinnur
með möntrur úr kundalini-jóga.
„Fjölmargar vísindalegar rannsóknir
styðja að hugleiðsla og slökun geta
auðveldlega dregið úr daglegri
streitu, fært okkur innri frið og bætt
líkamlega og andlega líðan. Við
förum með sömu möntruna aftur
og aftur, en með því þjálfum við
hugann út úr neikvæðum hugs-
unum, eins og: „Ég þarf þetta“, „Af
hverju er ég ekki svona?“ og „Ég er
ömurleg“ yfir í: „Ég er nóg“ og „Ég er
fullkomin eins og ég er“, en þó ekki
yfir í: „Ég ætla að verða besta útgáfan
af sjálfum mér“ eða „Ég ætla að
missa fimm kíló fyrir jól“. Við ætlum
að njóta þess að vera til hér og nú,
nákvæmlega eins og við erum í dag.“
Hamingjan er inni i okkur
Hugleiðsluferðalag Thelmu, Slökun
í borg, er samstarfsverkefni hennar,
Systrasamlagsins og Reykjavíkur-
borgar. Það stendur yfir í heilt ár
en í kvöld verður hún á Yogafood á
Grensásvegi.
„Það þarf ekki að stunda jóga til
að geta tekið þátt í hugleiðslu með
mér,“ segir Thelma. „Ég vil taka jóga
og hugleiðslu út úr jógasalnum og
kynna það fyrir öllum. Allir geta
iðkað slökun og hugleiðslu, það er
einfalt og ódýrt og krefst í raun engra
sérstakra hæfileika,“ segir Thelma og
er hæstánægð með samstarf sitt við
borgaryfirvöld enda sé það eina sem
vanti í borgarsamfélagið að fá leyfi
til að slaka á og muna að anda.
„Nú er sá árstími genginn í garð
þegar allt gengur út á að lifa utan frá
og inn, en ég vil reyna að snúa því
við og lifa innan frá og út. Við leitum
í sífellu að einhverju til að kaupa,
borða eða drekka; og að mata okkur
á einhverju sem við höldum að sé
hamingja. Ég vil sýna fram á að ham-
Kveikir á hamingjuhormóni
Hugarfóstur Thelmu Bjarkar Jónsdóttur, jógakennara, fatahönnuðar og listkennara, næsta árið er
Slökun í borg. Thelma Björk verður sýnileg á óvæntum stöðum í borginni á erilsamri aðventunni
við að veita borgarbúum almenna slökun, vellíðan og ró með aðeins ellefu mínútna hugleiðslu.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
ingjan sé inni í okkur. Allt sem við
þurfum í lífinu er innra með okkur
og með því að gefa sér tíma til að
hugleiða kviknar á hamingjuhorm-
ónum líkamans,“ segir Thelma, og
hægt er að hugleiða alls staðar:
„Við getum til dæmis hugleitt í
umferðinni þegar við erum fimm,
tíu mínútur að keyra heim. Það
þarf ekki að gerast í hugleiðsluher-
bergi heima, í réttu fötunum eða við
Búddastyttuna. Bara þú með þér er
nóg.“
Dýrmætt að elska sjálfan sig
Thelma verður með daglega hug-
leiðslu og slökun hjá Systrasam-
laginu frá 11. til 19. desember.
„Hver veit nema ég poppi líka
upp í miðri jólaösinni á Laugaveg-
inum til að hugleiða með gestum og
gangandi. Ég vann sjálf í verslunum
í miðbænum í tíu ár, frá klukkan
10 til 10 öll kvöld í desember og
var algjörlega búin á því á lífi og sál
þegar jólin loks komu. Ég er líka
gömul miðbæjarrotta sem er nýflutt
í Kópavoginn. Nú vil ég gefa til baka.
Slökun í borg er líka óður til starfs-
fólks og gesta miðborgarinnar þar
sem við stoppum tímann í ellefu
mínútur. Síðan heldur hver og einn
út í lífið, en sama hvað hann tekur
sér fyrir hendur, þá er hann búinn
að leggja inn hjá sjálfum sér og hug-
leiða fyrir daginn.“
Thelma hvetur fólk á öllum aldri,
bæði konur, karla og börn, til að
koma, hugleiða og eiga fallega stund
saman.
„Aðeins örfárra mínútna slökun
og hugleiðsla á dag getur raðað öllu
í réttar hillur, róað og fært innri frið,
en það er eitt að segja frá og annað
að finna. Við hugleiðsluna nota ég
heilunar- og friðarmöntru sem gefur
frið í hjörtun og frið út í heim. Það
er svo dýrmætt að heila sjálfan sig,
þykja vænt um sjálfan sig og hugsa
fallega til sjálfs sín því máttur orða
og hugsana er sterkari en margir
gera sér grein fyrir,“ segir Thelma og
hvetur til hugleiðslu á aðventunni
þegar áreitið er mikið.
„Nú er tíminn til að gefa sjálfum
sér hugleiðslu að gjöf, bara fyrir
sjálfan sig. Hún er besta gjöfin sem
maður getur gefið sjálfum sér; það er
tími til að anda að og anda frá.“
Jóga gaf traust til lífsins
Thelma er þekktur fatahönnuður,
móðir og jógakennari sem varð fyrst
hugfangin af jóga og hugleiðslu á
meðgöngu. Þaðan lá leiðin í kenn-
aranám í kundalini-jóga hjá Auði
Bjarnadóttur í Jógasetrinu.
„Jóga og hugleiðsla breyttu lífi
mínu í alla staði. Það gaf mér innri
frið, sjálfstraust, kjark og úthald til
að stíga inn í drauma mína og trúa
á sjálfa mig. Ég hef náð að næra allt
það bjarta og góða í sjálfri mér, og sjá
það í öðrum, auk þess sem ég upplifi
aukinn kjark og úthald til að takast
á við áskoranir sem ég mæti í lífinu,“
segir Thelma sem umfram allt hefur
öðlast traust til lífsins í gegnum
jógaiðkun sína. „Ég treysti því að lífið
færi mér allt sem ég þarf og allt sem
ég vil.“
Thelma kennir eldri borgunum
jóga og hugleiðslu í Jógasetrinu og
kundalini-jóga í Hlíðasmára 14. Hún
hefur einnig unnið með Systrasam-
laginu og leitt jóga og hugleiðslu
fyrir hið fræga sveitasamflot sam-
lagsins. Nýverið lauk hún meistara-
námi við Listaháskóla Íslands í
listkennslufræðum þar sem hún
vann og vinnur með tengsl á milli
handverks og hugleiðslu.
„Ég vann lengi að því að hanna
hatta og spangir undir merki mínu
Thelma Design, en fann að mig
langaði að miðla því sem ég hafði
lært og fundið í gegnum jóga. Í jóga-
kennaranáminu fann ég kunnug-
lega vellíðunartilfinningu sem ég í
fyrstu kom ekki auga á hvaðan var
sprottin. Í meistaranáminu raðaðist
púslið loks saman og ég uppgötvaði
hvaðan þessi vellíðan og hugarró
var komin; það var þegar ég var að
hekla og prjóna með ömmu,“ segir
Thelma sem nú miðlar reynslu
sinni í gegnum námskeið sín
„Slaka&Skapa“ þar sem hún blandar
saman hugleiðslu við skapandi ferli
hvers nemanda.
„Um leið og maður nær í þetta
vellíðunarflæði, hvort sem það er í
handavinnu, garðvinnu eða við elda-
mennsku, tapar maður tímanum og
fer í hugleiðsluástand. Ég fann loks
að þetta tengdist allt. Ég hafði hug-
leitt frá því ég var barn en í gegnum
annan miðil; handverkið. Það þarf
ekki meira en nál og tvinna til, og að
anda og leyfa sér að vera.“
Hægt er að fylgjast með hug-
leiðsluferðalagi Thelmu í við-
burðum á Face book undir Slökun í
borg, fyrir alla, á heimasíðu hennar,
andadu.com, og á systrasamlagid.
is. Hugleiðslan á Yoga food, Grensás-
vegi 10, hefst klukkan 18.30 í kvöld.
Aðgangur er ókeypis.
Thelma Björk Jónsdóttir ætlar að færa kyrrð og vellíðan yfir borgarbúa með hugleiðslu á óvæntum stöðum á aðvent-
unni og langt fram á næsta ár. Í kvöld verður hún með ellefu mínútna hugleiðslu á Yogafood. MYND/ANTON BRINK
Falleg ljós sem lýsa upp skammdegið
Veggljós svart eða hvítt
kr. 7.990,-
Bankalampi
kr. 16.990,-
Lofljós grind m.peru
kr. 18.900,-
Veggljós
kr. 7.450,-
Frostrós
kr. 1.590,-
Lofljós gler m.peru
kr. 19.900,-
Skrifborðslampi
kr. 3.495,-
leiðiskross
kr. 3.700,-
Skrifborðslampi
kr. 11.900,-
Skrifborðslampi
kr. 3.495,-
Retro ljós m.peru
kr. 4.990,-
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D e s e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
0
8
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
6
E
-5
9
1
4
1
E
6
E
-5
7
D
8
1
E
6
E
-5
6
9
C
1
E
6
E
-5
5
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K