Fréttablaðið - 08.12.2017, Síða 30
Pastasalat er einfalt að gera og það er mjög góður og mett-andi réttur með brauði. Hér
eru nokkrar hugmyndir að ein-
földum mat áður en fólk treður sig
út af dýrindis jólamat. Þessa rétti
er yfirleitt hægt að gera að hluta
eða öllu leyti fyrirfram. Hægt er að
nota margt fleira en upp er talið í
uppskriftunum í salatið, til dæmis
lárperu, mangó, gulrætur eða hvað
sem fólki dettur í hug og er til í
ísskápnum. Alls kyns afgangar af
osti eru góðir í svona pastarétt.
Sömuleiðis er hægt að nota mis-
munandi pasta í réttina.
Allar uppskriftirnar miðast við
fjóra.
BLT pastasalat
300 g pastaskrúfur
½ bolli mjólk
300 g beikon
3 tómatar, meðalstærð, skornir
í bita
1 msk. ferskt timían, smátt
skorið
1 hvítlauksrif, marið
Salt og pipar
½ bolli majónes
¼ bolli sýrður rjómi
4 msk. graslaukur, niðurskorinn
Blandað salat
Sjóðið pasta í söltu vatni eftir leið-
beiningum á umbúðum. Þerrið og
blandið síðan saman við mjólk-
ina. Geymið. Steikið beikonið
þar til það verður stökkt. Þerrið
á eldhúspappír. Bætið tómötum,
timían og hvítlauk á pönnuna og
bragðbætið með salti og pipar.
Látið í skál. Skerið beikonið í litla
bita. Setjið beikonið saman við
tómatablönduna en geymið smá-
vegis til skrauts. Blandan er hrærð
saman við pastað.
Hrærið saman majónesi og
sýrðum rjóma. Blandið saman við
pastað og bragðbætið með salti
og pipar. Setjið því næst salatið
saman við ásamt þremur msk.
af graslauk. Skreytið salatið með
beikoni og graslauk. Berið fram
með brauði.
Ítalskt kjúklingasalat
3 bollar soðnar pastaskrúfur eða
annað pasta eftir smekk
½ bolli auk tveggja msk. af jóm-
frúarolíu
1 bolli eldaður, niðurskorinn
kjúklingur
1 bolli litlar agúrkur, smátt
skornar
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir
til helminga
½ bolli steinlausar ólífur
½ bolli niðurskorin grilluð, rauð
paprika
½ bolli niðurskorin ítölsk salami-
pylsa eða pepperoni
½ rauðlaukur, smátt skorinn
¼ bolli niðurskorin, fersk stein-
selja
100 g fetaostur eða annar eftir-
lætisostur
⅓ bolli rauðvínsedik
Blandað salat
Kælið pastað eftir suðu með köldu
vatni. Þerrið síðan mjög vel. Setjið
í stóra skál og dreifið tveimur
matskeiðum af olíu yfir. Bætið
kjúklingi saman við auk tómata,
ólífa, papriku, salami, lauks, salats
og steinselju. Bragðbætið með
salti og pipar.
Setjið rauðvínsedik í skál ásamt
hálfum bolla af ólífuolíu. Hrærið
vel saman og setjið yfir salatið.
Best er að leyfa salatinu að standa
í minnst 30 mínútur áður en það
er borið fram með brauði.
Pastasalat með túnfisk
2 bollar soðnar pastaskrúfur
1 dós túnfiskur
½ rauðlaukur, niðurskorinn
6 vorlaukar, skornir í þunnar
sneiðar
½ paprika, smátt skorin
1 stór tómatur, smátt skorinn
Nokkrar skeiðar majónes
2 msk. ferskt dill
1 msk. sellerífræ
Ferskt timían
Salt og pipar
Smávegis sítrónusafi
2-3 harðsoðin egg
Hrærið fyrstu sex af upptalning-
unni saman við majónes. Notið
nægilega mikið majónes til að
hræra saman salatið en þó alls
ekki of mikið (ekki eins og tún-
fisksalat í majónesi). Bætið krydd-
inu saman við til að bragðbæta. Þá
er sítrónusafa bætt út í.
Kælið salatið í nokkra tíma. Þegar
það er orðið kalt og hressandi
hærið þá allt vel saman aftur og
bætið majónesi við ef þörf reynist.
Bætið eggjunum saman við í
lokin.
Pastasalat á annasömum degi
Desember er annasamur hjá flestum. Sumir vinna lengur en venjulega á meðan aðrir reyna að
komast í búðir eftir vinnu. Kvöldmaturinn þarf því að vera einfaldur en hollur þessa dagana.
Pastasalat er einfalt að gera og hægt að nota í það allt mögulegt sem til er í ísskápnum. Pastasalat þarf ekki að vera dýr matur frekar en maður vill.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is 20% AFSLÁTTUR
AF YFIRHÖFNUM
Í JÓLAPAKKANN HENNAR
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . d e S e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
0
8
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:3
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
6
E
-5
E
0
4
1
E
6
E
-5
C
C
8
1
E
6
E
-5
B
8
C
1
E
6
E
-5
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
5
6
s
_
7
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K