Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 32

Fréttablaðið - 08.12.2017, Page 32
Hægt verður að kúpla sig út úr amstri hversdagsins og vinda ofan af jólastressinu, ef það er farið að gera vart við sig, í Listasafni Íslands á morgun en þá mun Guðrún Darshan leiða Gong-slökun í fallegu umhverfi safnsins. Slökunin hefst klukkan 12 og er aðgangur ókeypis. „Gong-slökun er mjög eflandi og nærandi upplifun sem opnar fyrir flæðið innra með okkur. Í annríkinu sem einkennir nútímalíf er lífsnauðsynlegt að kunna listina að slaka á,“ segir í lýsingu á viðburðinum á Facebook. „Guðrún Darshan er jógakenn- ari, markþjálfi, Bowen-tæknir og hómópati og hefur mikla ástríðu fyrir jóga og hugarrækt og því hvernig við getum skapað okkur líf í jafnvægi þar sem allir fá að blómstra.“ Gong-slökun í hádeginu Sunnudaginn 10. desember klukk- an 16, á alþjóðadegi mannréttinda, mun fjölbreyttur hópur íslenskra kvenna koma saman á Nýja sviði Borgarleikhússins og lesa frá- sagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo baráttunni hér á landi. Konurnar sem lesa frásagnirnar eru úr röðum sviðslistakvenna, tónlistarkvenna, stjórnmála- kvenna, fjölmiðlakvenna, íþrótta- kvenna, kvikmyndagerðarkvenna, kvenna í tæknigeiranum og svo mætti lengi telja. Með þessum viðburði er ætlunin að efla sam- stöðu þeirra kvenna sem hafa deilt sögum sínum hérlendis í kjölfarið á hinni alþjóðlegu #metoo bylgju þar sem konur deila frásögnum af óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi og vekja samfélagið allt til umhugsunar um hið óviðunandi ástand sem kynbundin mismunun og ofbeldi hefur í för með sér. Aðgangur er ókeypis en hægt verður að nálgast miða á heima- síðu Borgarleikhússins. Sama dag verða haldnir svipaðir viðburðir á Akureyri, Seyðisfirði og Ísafirði. #metoo í Borgarleikhúsi Ekki ætti að gefa litlum börnum saltan jólamat þótt hátíð standi yfir né heldur eiga þau að úða í sig piparkökum. Barn sem er tíu mán- aða eða eldra má fá möndlugraut en gæta verður þess að mandlan sé ekki á þeim diski. Ekki skal setja mikinn kanil í grautinn hjá svo ungum börnum. Of mikill kanill getur verið slæmur fyrir lifrina. Þess vegna er ekki heldur hollt að láta ung börn borða mikið af piparkökum. Sykur ætti alla jafna að spara við börn á fyrsta ári. Börn undir þriggja ára ættu ekki að borða hnetur eða möndlur. Hnetur geta staðið í börnum og geta verið ofnæmisvaldandi. Það má gefa barni steinlausa mandar- ínu frá sex mánaða aldri. Byrja skal smátt því sítrusinn í mandarín- unni getur verið vondur í maga barnsins. Best er að gefa barninu mandarínubát í gegnum net. Börn yngri en ársgömul ættu ekki að borða hangikjöt. Það er í lagi að gefa barni smávegis með stöppuðum kartöflum sé það komið á annað ár. Stappið gjarnan soðið grænmeti með matnum, það dregur úr saltinu í matnum. Sömu aðferð má nota með rifjasteik en taka skal fituna burt. Kalkúnn er besti jólarétturinn fyrir barnið. Kalkúnn með eplum og gulrótum er hollur og góður. Lítil börn og jólamatur 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . d e s e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 E -7 1 C 4 1 E 6 E -7 0 8 8 1 E 6 E -6 F 4 C 1 E 6 E -6 E 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.