Fréttablaðið - 08.12.2017, Síða 44

Fréttablaðið - 08.12.2017, Síða 44
Bækur Vályndi HHHHH Friðrika Benónýsdóttir Útgefandi: Sögur útgáfa Prentun: Prentað í Lettlandi Síðufjöldi: 256 Kápuhönnun: Kontor Reykjavík Inni í karlaklefanum í Sundlaug Húsavíkur finnur grúttimbruð starfsstúlka, sér til angistar og við- bjóðs, karlmann sem er „eins dauð- ur og einn maður getur verið“ (13). Og auðvitað þekkir Anna mann- inn, þetta er nú ekki sérlega stór bær, og hún hefur meira að segja kysst hann. Nokkurn veginn svona hefst nýjasta bók Friðriku Benón- ýsdóttur, Vályndi, en um er að ræða þriðju bók höfundar en jafnframt hennar fyrstu glæpasögu. Hér er um að ræða morðgátu af kunnug- legri sort og allir sem hafa lesið skandinavíska krimma eða horft á notalegar breskar þorpsmorðgátur í sjónvarpinu geta látið sig hlakka til að lesa Vályndi. Snemma kemur í ljós að fórnar- lambið, Róbert, sem hefur aðeins búið á Húsavík í nokkur ár, á sér vafasama fortíð og margir í Reykja- vík hugsa síður en svo hlýlega til hans. Hið sama á raunar við um nokkra Húsvíkinga og fólk hefur fulla ástæðu til að vantreysta hinum stimamjúka og tungulipra Róberti þótt flestir virðist bráðna eins og smér í meðförum hans. Böndin berast fljótt að vinaklíku Róberts sem samanstóð af nokkrum fínum pörum sem buðu hvert öðru reglulega í matarboð og reyndu að standa uppi sem sigur- vegarar í efnishyggju- kapphlaupinu. Inn í söguna flækist einn- ig metsöluhöfund- urinn Sóley sem, að eigin sögn, dvelur í bænum til að afla sér upplýsinga fyrir sína nýjustu bók. Þá er ótalin mikilvægasta per- sóna hverrar einu og ein- ustu almennilegu þorpsglæpasögu: Staðarlögreglan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir er Reykvíkingurinn Tómas Kristgeirsson sem er nýtek- inn til starfa fyrir norðan og á langt í land með að vinna hylli samstarfs- manna sinna. Það reynist ansi flókið að leysa morðgátuna, ekki síst vegna þess að sögupersónur skálda upp hverja fjarvistarsönnunina á fætur annarri, þær eru sífullar eða sullandi í víni og þess utan er hjásofelsi stundað fram og til baka sem flækir enn frekar söguna því lesandinn – og aumingja lögreglumaðurinn – á bágt með að vita hverjum skuli treysta hverju sinni. Það er engu logið þegar fullyrt að lesandi haldist límdur við sög- una og að endirinn sé fremur óvana- legur – án þess að meira sé gefið upp því enginn kann að meta sagnaspilli. Vályndi er einkar hressilega skrifuð saga og stíl l inn minnir mig bæði á bækurnar um Stellu Blómkvist og bækur Arnaldar Indriða - sonar. Sviðsetningar eru vel lukkaðar, per- sónulýsingar ansi hreint fyndnar og textinn sjálfur blátt áfram og skemmtilega hryssings- legur. Persónurnar sjálfar eru vissu- lega ákveðnar týpur, eins og vænta má í bók af þessu tagi, og alla jafna tekst Friðriku vel upp með þær. Stundum geta samtölin orðin hálf- stirð og persónurnar sjálfar helst til ýkjukenndar en langoftast passar það vel við sjálfa söguna og greinina sem hún tilheyrir. Helga Birgisdóttir Niðurstaða: Virkilega hressilega skrifaður reyfari sem fer vel með jólasmákökunum. Vel lukkuð blanda af framhjáhaldi, áfengisdrykkju og morði Herra ORTLES GTX PRO Kr. 74.990.- Ortles herra og dömu úlpurnar eru hannaðar fyrir krefjandi aðstæður eins og fjallgöngur, ísklifur og skíða- og jöklaferðir. VERSLUN SALEWA LAUGAVEGI 91 Dömu ORTLES 2 GTX PRO Kr. 74.990.- Salewa 99,3x380 fbl.pdf 1 07/12/2017 08:47 Jólatónleikarnir okkar hafa verið í nokkuð föstum skorð-um í áratugi þó við bryddum líka upp á nýjungum hverju sinni. Nú er þemað ítölsk bar- okktónlist,“ segir Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari um tónleika Kammersveitar Reykja- víkur sem haldnir verða í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudaginn, 10. desember, og hefjast klukkan 17. Í bland við hina hefðbundnu jólakonserta Corellis og Man- fredinis sem oft hafa verið á efnis- skránni verða sjaldheyrðari ein- leikskonsertar eftir Vivaldi og Brescianello, þar sem hinir og þessir úr sveitinni leika einleik, að sögn Hrafnkels Orra sem lýsir þessu nánar: „Jólakonsertarnir ramma inn prógrammið og síðan er selló- konsert, konsert fyrir þrjár fiðlur, og konsert fyrir fiðlu og óbó.“ Hrafnkell Orri segir ítalska bar- okktónlist eyranu þjála. „Fólk þekkir meistara Vivaldi og Árstíð- irnar hans. Við erum með þrjú verk eftir hann á tónleikunum og það var hann sem fullkomnaði þetta form að láta einleikara og hljóm- sveit kallast á. En fyrirrennari hans var Corelli, enda er jólakonsertinn hans í því formi. Hann hafði svo áhrif á Vivaldi og Brescianello.“ Eins og fyrr segir koma einleikar- ar flestir úr röðum sveitarinnar en einnig verður lútuleikarinn Arngeir Heiðar Hauksson sérstakur gestur. Hann hefur helgað sig uppruna- flutningi á fornri tónlist og starfað lengi í Bretlandi með hinum ýmsu tónlistarhópum. Arngeir Heiðar leikur einleik í lútukonsert Vivaldis en aðrir einleikarar á tónleikunum eru fiðluleikararnir Una Svein- bjarnardóttir, Helga Þóra Björg- vinsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Laufey Jensdóttir, sellóleikarinn Hrafnkell Orri Egilsson og óbó- leikarinn Matthías Birgir Nardeau. Hrafnkell Orri segir það fastan punkt hjá mörgum á aðventunni að sækja tónleika Kammersveitarinn- ar, sem árum saman voru í Áskirkju en hafa nú verið fluttir í Hörpu. „Þetta eru einir af fáum jólatón- leikum sem ekki er sungið á. Það er ákveðin sérstaða,“ segir hann glað- lega. „Þarna fær fólk smá smakk af ítalskri barokktónlistarhefð.“ gun@frettabladid.is Smakk af ítalskri tónlistarhefð Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag, og eru helgaðir ítalskri barokktónlist. Hér er Kammersveit Reykjavíkur í æfingarpásu. Hrafnkell Orri er annar frá vinstri. Mynd/SiguRðuR FReyR BjöRnSSOn 8 . d e s e m B e r 2 0 1 7 F Ö s t u d a G u r32 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 0 8 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :3 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 6 E -5 4 2 4 1 E 6 E -5 2 E 8 1 E 6 E -5 1 A C 1 E 6 E -5 0 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.