Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 24
SAUÐFJÁRRÆKT
Einkunnir sæðingar-
stöðvahrútanna
haustið 2005
Um langt árabil hafa nýjustu upplýsingar úr uppgjöri fjárræktarfélaganna
um sæðingarstöðvahrútana verið birtar hér í blaðinu á haustin. Með því er
stefnt að því að fjárbændur hafi nýjustu upplýsingar um reynslu, sem kom-
in er á afkvæmi þessara hrúta, þegar valið er ásetningsfé á haustin. Þó að
hrútastofninn á stöðvunum eigi að vera og sé, strangt valinn er engu að
síður verulegur munur á milli hrútanna. Þetta á hvað mest við um hina
mikilvægu þætti sem ekki fæst mat á fyrr en dætur þessara hrúta koma
fram á sjónarsviðið, þ.e. frjósemi ánna og mjólkurlagni þeirra. Báðir þessir
eiginleikar eru miklir undirstöðueiginleikar í sauðfjárræktinni. Hrútarnir
eru hins vegar iangflestir valdir ungir til notkunar á stöðvunum áður en
slíkur dómur er fenginn um þá og þess vegna eðlilegt að fram komi tals-
verður munur þeirra á meðal. Það er hins vegar mikilvægt að geta hagnýtt
þessar upplýsingar um leið og þær eru tiltækar þegar valið er hvort af-
kvæmi þeirra eru sett á til lífs eða send í sláturhús.
Þær einkunnir, sem hér eru birtar, er farið að
birta é Netinu jafnóðum og afkvæmi þessara
hrúta koma fram í uppgjöri og þá um alla
hrúta sem verið hafa á stöðvunum um árabil.
Vegna þess er taflan að þessu sinni minnkuð
verulega og aðeins birtar upplýsingar um þá
hrúta sem á komandi hausti eiga mikið af
ungum afkvæmum. Þau hljóta að verða í
sviðsljósinu [ sambandi við val á ásetnings-
fénu.
Það skal rifjað upp að þær einkunnir, sem
eru í svigum (töflunni, eru einkunnir sem
eru fengnar úr heimafélagi hrútanna. Þær
eru hér birtar vegna þess að þessir hrútar
hafa enn ekki fengið uppgjör á afkvæmum
eftir sæðingar. Reynslan hefur kennt okkur
að spásagnargildi þeirra upplýsinga hefur
reynst aðeins misjafnt. Tekið skal fram að
fjöldatala fyrir dætur hrúta, þar sem upplýs-
ingar eru úr heimafélagi, er fjöldi afurðaára
hjá dætrum viðkomandi hrúts sem komið
hafa í uppgjör. Fyrir hrúta sem hafa upplýs-
ingar fyrir dætur úr sæðingum er hér aðeins
um að ræða upplýsingar um frjósemi og
mjólkurlagni dætra þeirra haustið 2004.
Þess vegna eru upplýsingar fyrir þá hrúta,
yfirleitt mun áreiðanlegri en hliðstæð og
jöfn fjöldatala úr heimafélagi gefur. Um leið
er rétt að benda á að fyrir suma af yngri
hrútunum á stöð geta dætraupplýsingar
eingöngu verið bundnar við veturgamlar ær
undan hrútnum. Það er þekkt að ögn
breytilegt er hve vel slíkar fyrstu upplýsingar
endurspegla þá reynslu sem stðan fæst um
dætur viðkomandi hrúts þegar ærnar eru
orðnar fullorðnar.
Eins og margoft hefur verið bent á kem-
ur yfirleitt ekki mikill munur fram á lömbum
undan sæðingarhrútunum hvað varðar
vænleika lamba undan þeim. Þessir hrútar
eru undantekningarlaust að skila þroska-
miklum lömbum og óvenjulegt að þar sjáist
hrútar sem skara markvert fram úr hinum.
Af yngri hrútum á stöðvunum eru það
Snúður 00-911, Hylur 01-883, Seðill 01-
902 og Ægir 01-916 sem virðast hafa skar-
að eilítið fram úr með vænleika lamba
haustið 2004.
FYRSTI ÁRGANGUR DÆTRA
SÆÐINGARHRÚTANNA GEFUR MIKIL-
VÆGAR UPPLÝSINGAR
Reynslan hefur kennt að þær niðurstöður,
sem koma fram um dætur hrútanna, eru
upplýsingar sem verulega mikið má byggja
á. Eðlilegt er því að umfjöllunin beinist öðru
fremur að hrútunum sem eiga yngstar dæt-
ur úr sæðingum og eru því að sannreyna sig.
Dætur Hnykks 95-875 standa sig ekki hvað
varðar frjósemi þannig að Ijóst er að hann
verður ekki til kynbóta í þeim efnum. Lækur
97-843 á feikilega stóran dætrahóp, sem er
á talsvert breytilegum aldri. Fyrri reynsla af
góðri frjósemi hjá þessum ám er staðfest, en
tölurnar frá haustinu 2004 benda til að þær
séu fremur f slakari kantinum sem mjólkur-
ær. Sjóður 97-846 á einnig gríðarstóran hóp
dætra. Þær eru vel í meðallagi frjósamar en
virðast virkilega mjólkurlagnar ær. Góð stað-
festing fæst á fyrri vísbendingum um að
IEftir Jón Viðar
Jónmundsson,
Bændasamtökum
Islands
Hængur 98-848 og Bjargvættur 97-869 hafi
skilið eftir sig öflugar afurðaær. Stapi 98-
866 kemur áfram fram á sjónarsviðið með
mikla yfirburði hvað varðar frjósemi dætra
um leið og mjólkurlagni þeirra virðist vera i
góðu lagi. Kostur 98-895 virðist munu stað-
festa reynslu úr heimahéraði sem einstakur
ærfaðir, hvort sem varðar frjósemi eða
mjólkurlagni dætranna. Hörvi 99-856, Arfi
99-873, Boli 99-874 og Snoddi 99-896
staðfesta sig einnig sem sterkir ærfeður. Það
sama á við um Vin 99-867. Dætur Styggs
99-877 eru allar veturgamlar ær sem sýna
góða mjólkurlagni. Kúði 99-888 nær hins
vegar ekki að sýna sig sem sá ærfaðir sem
vænst var, en dætur hans eru fremur fáar.
Öflugur hópur kynbótahrúta, sem fæddur
var árið 2000, er kominn fram á stöðvunum.
Lóði 00-871 hefur þegar staðfest sig sem fá-
dæma ærföður, dætur hans eru bæði frjó-
samar og mjólkurlagnar. Dætur Áls 00-868
eru einnig ágætlega frjósamar. Að þvl leyti
bregðast dætur Dóna 00-872 hins vegar.
Leki 00-880 á stóran hóp af veturgömlum
dætrum sem sýna góða frjósemi en engin
tilþrif um vænleika lamba. Dætur Rektors
00-889 sýna mikla yfirburði I frjósemi og hjá
dætrum Abels 00-890 og Topps 00-897
virðist koma fram mikil mjólkurlagni. Vetur-
gömlu ærnar undan Dreitli 00-891 bregðast
hins vegar fremur vonum.
Hjá allra yngstu hrútunum sýna dætur
bæði Þokka 01-878 og Vísis 01-892 góða
frjósemi. Stór hópur veturgamalla dætra
Hyls 01-883 er um meðallag með frjósemi
en vænleiki lamba undan þeim með afbrigð-
um góður.
Ekki verður fjallað I texta um þá reynslu
sem birt er af hrútum eingöngu úr heimafé-
lagi, aðeins vísað til töflunnar fyrir lesendur
að draga sínar ályktanir af henni. Þó skal
minnt á að yfirleitt er hér aðeins um að ræða
reynslu af ánum frá einu búi.
FYRRI REYNSLA AF ELDRI SÆÐINGAR-
HRÚTUM STAÐFEST
Til viðbótar liggja nú fyrir miklar upplýsing-
ar úr voruppgjöri sauðfjárræktarinnar 2005
þar sem á þriðja hundrað þúsund ær eru
komnar til uppgjörs. Þar er mikill fjöldi
dætra margra stöðvarhrúta, eins og eðlilegt
24
FREYR 09 2005