Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 28
SAUÐFJÁRRÆKT
BLUP kynbótamat
fyrir kjötmatseigin-
leika hjá íslensku
sauðfé haustið 2005
IEftir Jón Viðar Jónmundsson, Bændasamtökum íslands,
Ágúst Sigurðsson og Þorvald Kristjánsson,
Landbúnaðarháskóla (slands
Reynslan hefur þegar sýnt að BLUP kynbótamatið fyrir
kjötmatseiginleika eru traustustu niðurstöður sem hægt
er að styðjast við í vali kynbótagripa fyrir þessa eigin-
leika. Með hverju ári verður sá upplýsingagrunnur, sem
þarna er að baki, öflugri og öruggari. Núna bætast við
kjötmatsupplýsingar frá haustinu 2004 og er það stærri
viðbót upplýsinga en nokkru sinni áður vegna aukningar
sem varð í skýrsluhaldinu á árinu 2004. Þaðan koma í upp-
gjörið upplýsingar fyrir um 390 þúsund dilka. Að vísu eru
gerðar kröfur um að upplýsingar um báða foreldra lambs-
ins séu þekktar sem og upplýsingar um fæðingarár þeirra
beggja. Þetta er skýringin á því að upplýsingamagn vex
ekki í hlutfalli við aukningu í skýrsluhaldi. Meðal þeirra,
sem voru að hefja skýrsluhald árið 2004, voru þessar upp-
lýsingar víða ófullnægjandi.
Dímon 01-932 hefur nú, með frekari upplýsingum um afkvæmi og
aðra skylda einstaklinga, enn styrkt stöðu sína. Dímon er að stórum
hluta Strandakind þó að hann sé fæddur og hafi vaxið upp í sunn-
lensku umhverfi. Áhugavert verður að fylgjast með afkvæmum
Dímons tilkomnum við sæðingar, en þau munu koma fram í hundr-
aðatali vítt og breitt um land í haust.
Reiknað er kynbótamat fyrir
báða þætti kjötmatsins, fitu og
gerð, og síðan er reiknuð
heildareinkunn á grunni þess,
þar sem fitumatið hefur 60%
vægi og gerðin fær 40% vægi.
Minnt skal á það að með
BLUP matinu er verið að nota
allar upplýsingar sem fyrir
hendi eru i gögnunum fyrir
hvern og einn einstakling.
Þetta gefur mun betra mat en
t.d. afkvæmarannsóknir vegna
þess að fyrir flesta hrútana er
að finna meira af upplýsingum
í gögnunum sem koma frá
skyldum einstaklingum, öðrum
en aðeins afkvæmum þeirra.
Mestu skiptir þetta fyrir sæð-
ingarhrúta sem eiga jafnvel
þúsundir dætra og sona i
gögnum sem skila miklum við-
bótarupplýsingum. Með BLUP
matinu erum við einnig með
upplýsingar sem gefa okkur
kost á að bera saman niður-
stöður fyrir gripi á milli búa en
það er sérlega mikilvægt t.d.
FREYR 09 2005
gagnvart vali á hrútum fyrir
sæðingarstöðvarnar. Þriðja
atriðið, sem miklu skiptir um
þessar niðurstöður, er að þarna
er leiðrétt vegna vals sem á sér
stað ( gögnunum. Flestir
þekkja að slíkt val er feikilega
mikið í sauðfjárræktinni, bæði
markvisst en einnig óbeint, t.d.
vegna vals innan búa með tilliti
til skyldleika.
Á næstu árum verður von-
andi hægt að vinna að endur-
bótum á þessum útreikning-
um. Þar er einkum að vænta
landvinninga í sambandi við að
nýta umfangsmiklar niður-
stöður úr ómsjármælingum og
Tafla 1. Hrútar með 135 eða meira í kynbótamati fyrir fitu og að
lágmarki 90 í kynbótamat fyrir gerð
Nafn Númer Bær Fjöldl Fita Gerð Heild
Spakur 95-528 Vogum II 31 149 94 127,0
Þristur 99-242 Brekkubæ 263 145 90 123,0
Karl 99-318 Gröf 27 142 103 126,4
Eldur 03-131 Hesti 36 142 117 132,0
Fáfnir 99-645 Vatnsleysu 69 141 100 124,6
Háleggur 01-312 Dunki 139 141 92 121,4
Bjartur 02-015 Súluvöllum 76 141 108 127,8
Arður 03-218 Víðidalstungu 17 141 95 122,6
Lári 00-303 Kjarláksvöllum 263 139 93 120,6
Óþokki 02-206 Gautlöndum 64 139 108 126,6
Dóni 02-017 Staffelli 67 139 103 124,6
Lómur 97-111 Gröf 176 138 104 124,4
03-228 Engihlíð 30 138 95 120,8
Kóngur 02-410 Hauksstöðum 58 137 116 128,6
03-611 Laugalandi 32 137 105 124,2
03-034 Reykjum II 31 137 102 123,0
Manni 03-711 Ytri-Neslöndum 32 137 108 125,4
03-268 Arnarvatni 29 137 118 129,4
Busti 92-645 Engihlíð 44 136 93 118,8
Rammi 97-496 Húsavík 107 136 94 119,2
Lási 02-084 Bergsstöðum 95 136 110 125,6
Ylur 03-132 Hesti 33 136 132 134,4
Dropi 03-743 Brekku 16 136 94 119,2
Sjóður 03-783 Úlfsbæ 38 136 92 118,4
Einir 02-029 Víðidalstungu II 60 135 110 125,0
Fjölnir 02-016 Borgarfelli 72 135 107 123,8
Kaldi 03-379 Selalæk 60 135 106 123,4