Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 6
BJARGRÁÐASJÓÐUR Bjargráðasjóður á tímamótum Bjargráðasjóður hefur verið í umræðunni síðustu mánuði og misseri á meðal bænda. Ólík sjónarmið eru uppi um til- gang sjóðsins en gagnrýni sem fram kom á síðasta aðal- fundi Landssambands kúabænda lýtur meðal annars að því að bændur hætti að greiða til sjóðsins og leiti frekar á almennan tryggingamarkað með þær tryggingar sem Bjargráðasjóður hefur veitt þeim í gegnum árin. Þá er spurt hvort bændur verði betur eða verr settir í kjölfarið? Á síðasta ári nam innborgun í búnaðardeild Bjargráðasjóðs um 40 milljónum króna. Þar af 17,8 milljónir frá kúabændum, 3,9 milljónir frá svínabændum og 8,4 milljónir frá sauðfjárbændum. Alls námu útborganir vegna tjóna úr búnaðardeild sjóðsins á árinu 2004 36,3 milljónum króna. Líkurnar á stóráföllum er erfitt að spá fyrir um, en þegar um almenn tjón er að ræða og horft er á heildina eru það eru alltaf nokkrir bændur á hverju ári sem verða fyrir búsifjum og þá er oft um talsverðar fjár- hæðir að ræða. Einnig er það matsatriði hvað er stórtjón og skiptir þá efnahagur tjónþola miklu máli og hversu vel hann er í stakk búinn til að mæta tjóninu. Komi til stóráfalla í ein- stökum búgreinum fer staða búgreinar, þ.e. hvort um inn- eign eða að ræða eða ekki, innan Bjargráðasjóðs að skipta verulegu máli um bætur til tjónþola. Ennfremur getur framlag ríkissjóðs, sem ákveðið er árlega í fjárlögum, haft áhrif á hvaða bætur fást þegar um stórtjón er að ræða og vilji er til að bæta tjónið að hluta úr ríkissjóði. Tilgangur Bjargráðasjóðs hefur einkum verið sá, nú seinni árin, að bæta stærri tjón sem bændur hafa orðið fyrir, s.s. vegna sjúkdóma, óvenju- legs veðurfars og slysa á bústofni sem hefðbundin tryggingavernd nær ekki yfir. Stefna Bændasamtakanna hefur verið að viðhalda sjóðnum í núverandi mynd því hann sé góð samtrygging fyrir bændur sem ætlað er að bæta stóráföll. Tekjur sjóðsins koma frá sveitarfélögunum, sem greiða ákveðna fjárhæð á ári fyrir hvern íbúa, og sem hluti af búnaðar- gjaldi sem bændur greiða. Samkvæmt lögum er ríkissjóði heimilt að greiða allt að 80 millj- ón krónur á ári til sjóðsins sem nánar er kveðið á um í fjárlögum hverju sinni. Þá nýtur sjóðurinn góðs af vöxtum eigin fjár. DEILDASKIPTUR SJÓÐUR Bjargráðasjóður skiptist í tvær deildir, almenna deild og bún- aðardeild, og er hlutverk deild- anna mismunandi. Almenna deildin veitir einstaklingum, fé- lögum og sveitarfélögum fjár- hagsaðstoð til að bæta tiltekin tjón af völdum náttúruham- fara, t.d. tjón á fasteignum, vélum, landsvæðum, götum og gangstéttum sveitarfélaga, girðingum, túnum og raf- magnslínum er tengjast land- búnaði. Búnaðardeild sjóðsins er sú deild sem bændur greiða til. Hún bætir tjón á búfé og afurðum búfjár, uppskerutjón á garðávöxtum, tjón af völdum sjúkdóma, vegna óvenjulegs veðurfars og slysa. Ennfremur er stjórn sjóðsins heimilt að styrkja úr búnaðardeildinni fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir tjón sem Bjarg- ráðasjóði ber að bæta. STJÓRN LEGGUR MAT Á BÓTAHÆFNI TJÓNA Fjárhagsaðstoð beggja deilda sjóðsins er fólgin í veitingu bóta sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni í samræmi við fjár- hag og stöðu sjóðsins. Stjórnin leggur mat á bótahæfni tjóna, ákveður bótahlutfall og eigin áhættu tjónþola í tjóni. Styrk- hlutfall og eigin áhættu er stjórn sjóðsins heimilt að ákveða mismunandi eftir bú- greinum og tegundum eigna. Stjórnin tekur í því efni m.a. mið af tekjuskiptingu sjóðsins og rekstraráhættu hverrar búgrein- ar. Forsenda styrkveitinga úr búnaðardeild sjóðsins er að skil hafi verið gerð á búnaðargjaldi. Tjónþolar sækja um styrki til sjóðsins með því að fylla út eyðuþlöð sem liggja frammi hjá búnaðarsamböndum og hjá oddvitum og ráðunautum. Einnig hafa margir dýralæknar tiltæk eyðublöð frá sjóðnum. Staðfestingar dýralæknis, odd- vita, ráðunautar eða annars aðila sem staðfesta tjónið og umfang þess þurfa að liggja fyrir áður en umsókn er afgreidd. KOSTIR OG GALLAR VIÐ BJARGRÁÐASJÓÐ Búnaðarþing hefur tekið mál- efni Bjargráðasjóðs oftar fyrir en einu sinni. Árið 2002 tók félags- málanefnd Búnaðarþings mál- efni Bjargráðasjóðs til umræðu og aftur árið 2004. ( fyrra skiptið var því beint til stjórnar Bændasamtaka (slands og bú- greinafélaga að kanna hvort hagkvæmt væri að leggja Bjarg- ráðasjóð af I núverandi mynd og jafnframt að kanna hvort hægt væri að fá sambærilegar eða betri tryggingar með öðrum hætti. Unnin var skýrsla um málið á félagssviði B( í samstarfi við Bjargráðasjóð. Haldnir voru fundir með tryggingafélögum en ekki var komist til botns í því hvort hagkvæmt væri fyrir bændur að breyta um tryggingavernd. Niðurstöðurnar voru á þá leið að skoða þyrfti málin betur og hagsmunaaðilar ættu að skipa vinnuhóp sér- fróðra aðila til að gera tillögur um framtíðarskipulag bóta- reglna í landbúnaði. Þá var mælt með því að gera ítarlega könnun á stöðu tryggingamála hjá nágrannaþjóðum okkar. Á Búnaðarþingi árið 2004 var enn fjallað um málefni Bjarg- ráðasjóðs og í framhaldi beðið um ítarlega úttekt á starfsemi sjóðsins. ( niðurstöðu skýrslu sem gerð var í kjölfarið komu fram ýmsir kostir og gallar við Bjargráðasjóð. Þar var m.a. bent á að sjóðurinn væri illa í stakk búinn að mæta stóráföllum, t.d. í svína- og alifuglarækt. Þá var bent á að skil á milli Bjargráða- sjóðs og annarra trygginga gætu skilið eftir göt í trygginga- vernd og hætta á ósamræmi [ tjónamati væri töluverð. Á móti kæmi það öryggi sem sjóðurinn veitti og það myndi taka nokkurn tíma að byggja upp tryggingasögu á frjálsum trygg- ingamarkaði. Óvíst væri hvernig það kæmi fjárhagslega út fyrir bændur en þó yrði að gera ráð fyrir að tryggingafélög myndu hafa vaðið fyrir neðan sig meðan þekking þeirra á tjónum væri að byggjast upp. Þá var bent á það í skýrslunni að veru- legur styrkur væri af almennu deildinni og nægði þar að nefna tryggingar gegn kaltjónum sem óraunhæft yrði að telja að færu á frjálsan markað. Atriði, sem ekki síður er mikil- vægt þegar rætt er um tilvist sjóðsins, er að samkvæmt skil- greiningu Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) teljast framlög ríkisins til sjóðsins til „græns" stuðnings í tilkynning- um um stuðning við landbúnað. ( þessu samhengi má nefna að t.d. kostnaður við mat á tjónum í landbúnaði er ekki greiddur af tjónþola heldur greiðir ríkið hann [ flestum tilfellum eftir öðrum leiðum (stoðkerfið, s.s. ráðunautar og héraðsdýra- læknar). Það kann því að vera áhugavert að styrkja þessa starf- semi í Ijósi þess að nýir r FREYR 09 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.