Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 13

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 13
Samvinna, klasar og tengslanet Eitt af helstu töfraorðum nútímans á sviði frumkvöðlafræða eru hinir svo- kölluðu klasar eða tengslanet, en klasar hafa verið skilgreindir á eftir- farandi hátt: „Landfræðileg þyrping tengdra fyr- irtækja, birgja, þjónustuaðila og stofnana á sérhæfðum sviðum sem eiga í samkeppni en einnig samvinnu. Því er í raun verið að tala um alla að- ila sem tengjast ákveðinni atvinnu- grein á afmörkuðu landsvæði". Fyrirtækjaklasa má finna úti um all- an heim og í öllum atvinnugreinum. Tilurð og staðsetning fyrirtækjaklasa er sjaldnast háð tilviljunum heldur er eitthvað í umhverfinu sem verður þess valdandi að ákveðnar atvinnu- greinar spretta upp og dafna á ákveðnum stöðum. EKKI NÝ FYRIRBRIGÐI Klasar eða tengslanet eru ekki alveg ný af nálinni því ef það er eitthvað sem nánast all- ir frumkvöðlar þarfnast og sækjast eftir, þá er það tækifæri til að eiga í nánum tengsl- um við aðra frumkvöðla og deila með þeim nýjum hugmyndum og sögum af viðskipta- sigrum. Þetta átti við í gamla daga og einn- ig í viðskiptaumhverfi nútímans. Þannig má minna á að starfsemi Lions- og Rotary- klúbbanna snýst ekki einungis um líknar- störf; þar er líka stofnað til fyrirtækja- tengsla. Þörfin fyrir samskipti af þessum toga er líklega meiri núna en nokkru sinni áður, enda er stöðugt fleira fólk sem ræðst í atvinnurekstur, eða hyggur á slíkt og fjöldi smáfyrirtækja fer stöðugt vaxandi. Nýir og verðandi frumkvöðlar geta nátt- úrulega lært af reynslunni en þeir geta einn- ig valið að læra af besta kennaranum sem fyrirfinnst, þ.e. af öðrum frumkvöðli. Stað- bundin tengslanet frumkvöðla, klasar, eru ein af skilvirkustu leiðunum við miðlun upp- lýsinga og reynslu af þessum toga. Hið nýja er að nú hefur stoðkerfið á (slandi (Iðn- tæknistofnun með stuðningi Byggðastofn- unar o.fl.) lagst ötullega á árar við að stuðla að vexti og framgangi fyrirtækjaklasa. Landbúnaður á (slandi hefur um langt skeið nýtt sér hugmyndirnar sem liggja að baki klösum. Þannig hefur Sævar Skapta- son, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda t.d. sagt: „Ferðaþjónusta bænda er klasi þar sem bændur í ferðaþjónustu nýta einn sameig- inlegan vettvang til að koma sér á framfæri og kynna gistimöguleika bænda um land allt. Á þennan hátt myndast öflugur slag- kraftur bændagistingar sem kemur fram í öflugu kynningarstarfi, bæklingagerð, sýn- ingarþátttöku og auglýsingu sem einstakir bændur gætu aldrei staðið undir." Þetta dæmi og annað varðandi samstarf bænda á Austurlandi, þ.e. Austurlamb eru tilgreind í nýlegu riti sem IMPRA nýsköpun- armiðstöð (www.impra.is) hefur gefið út um klasa og heitir „Klasar - samstarf (sam- keppni". Þar segir: „Á Austurlandi hefur verið stofnað til samstarfs bænda sem kallast Austurlamb. Um er að ræða samstarf um markaðssetn- ingu og sölu á lambakjöti með notkun nets- ins. Verið er að skapa viðskiptavild með til- teknu vörumerki þar sem ólíkir framleið- endur útvega kjöt, hver frá eigin búi. Til- gangur klasans er að koma á beinu og milli- liðalausu sambandi milli bóndans og neyt- andans sem getur valið kjöt frá 20 býlum á Austurlandi". Mörg önnur dæmi mætti reyndar nefna um samvinnu íslenskra bænda af þessum toga, s.s. sölu- og upplýsingamiðlun, þ.m.t. Sunnuverkefnið á Suðurlandi, sölusamtök, vélasamlög o.fl. DÆMI UM SAMVINNU TIL SVEITA Gott dæmi um starfsemi klasa meðal hesta- fyrirtækja og ferðaþjónustuaðila er að finna á Suðurlandi. Þar er fyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta flóru hestaferða auk veit- inga og gistingu fyrir gestina. Um er að ræða staðbundna samvinnu fjölmargra að- ila í anda fyrirtækjaklasa því ábúendurnir njóta greiðvikni hestafyrirtækja í nágrenni sínu með lánshrossum þegar helstu álag- stoppar sumarsins eru í hestaferðunum. Á sama hátt myndast oft þörf fyrir gistiað- stöðu sem fyrirtækið getur ekki annað á álagstímum og þá er gestunum vísað mark- IEftir Árna Jósteinsson, Bændasamtökum íslands „Það eina sem eykst við það að vera deilt með öðrum er þekking." Dæmi um fyrirtækjaklasa er þegar hesta- leigur og gististaðir vinna saman með því að benda viðskiptavinum á það sem er í boði á hinum staðnum. visst á ferðaþjónustubæi í næsta nágrenni. Ferðaþjónustubæirnir endurgjalda síðan greiðann með því að benda á fyrirtækið með hestatengdu afþreyinguna. Á haustin og yfir vetrarmánuðina stendur fyrirtækið m.a. fyrir ýmsum uppákomum, s.s. hesta- sýningum og sölusýningum. Með því er markmiðið að fá áhugafólk í hestageiranum á staðinn með því að sýna og selja gæða- hross frá hrossaræktunarbúum i nágrenn- inu. Einnig taka eigendurnir alltaf einn og einn gæðing með í hestaferðir því það ger- ist oft að fólk tekur ástfóstri við þann hest sem það er í nánu samneyti við dögum saman. Þarna má því segja að öll fyrirtækin, sem eiga hlut að máli, nái að efla og stækka starfsemi sína umtalsvert gegnum hina svæðisbundnu samvinnu. MÖGULEIKAR FYRIR LANDBÚNAÐINN Þrátt fyrir að það finnist fjölmörg dæmi um formlega og óformlega fyrirtækjaklasa í landbúnaðinum þá er ekki vafi á að það leynast mörg frekari tækifæri í aukinni sam- vinnu bænda á komandi árum. Þannig mætti auðveldlega sjá fyrir aukna stað- bundna samvinnu bænda í ferðaþjónustu og afþreyingu, í matvælaframleiðslu, raf- orkuframleiðslu o.m.fl. Það eru Impra og at- vinnuþróunarfélögin sem veita nánari upp- lýsingar/aðstoð varðandi klasa, stofnun þeirra og rekstur. FREYR 09 2005 13

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.