Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 25

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 25
SAUÐFJÁRRÆKT er. Hér verður ekki fjallað um þá reynslu sem fram kemur um eldri hrúta þó að margir þeirra eigi enn stóra dætrahópa. Fyr- ir þessa hrúta er reynslan yfirleitt í prýðis- góðu samræmi við fyrri niðurstöður um dætur þeirra. Til gamans má samt nefna að fyrir stóra dætrahópa undan þeim gömlu köppum Mjaldri 93-985 og Mola 93-986 munar að jafnaði um 0,1 lambi eftir á. Þeg- ar dætrafjöldinn er kominn nokkuð á ann- að þúsundið fer að muna um slíkan mun. Ekkert lát er á mjög góðri frjósemi dætra Lækjar 97-843 líkt og áður. Flotti 98-850 á stóran dætrahóp, en þær ær eru í slöku meðallagi. Dætur Túla 98-858 sýna áfram prýðisfrjósemi. Ærnar undan Víði 98-887, sem nú eru allra tvævetlur, sýna alls ekki sömu yfirburði og þær gerðu gemlingsárið. Yfirburðir hjá dætrum Kosts 98-895 virðast fá rækilega staðfestingu. Dætur Bessa 99-851 sýna jafnvel heldur lakari frjósemi en áður en hins vegar blómstra dætur Hörva 99-856 meira en nokkru sinni. Tvævetlurnar undan Stygg 99-877 sýna góða frjósemi og miklu meiri yfirburði en þær sýndu gemlingsárið. Dæt- ur Kúða 99-888 sýna mun meiri frjósemi en áður hefur sést hjá þeim. Þá á Partur 99- 914 mjög stóran hóp gemlinga sem virðist liggja nánast alveg við meðaltalið. Áll 00-868 og Lóði 00-871 sýna áfram sínar góðu hliðar fyrir þennan eiginleika. Hins vegar er stór dætrahópur undan Dóna 00-872 sem á alltof fá lömb. Dætur Leka Ægir Ægir 01-916, Seðill 01-! 00-880 sýna nokkuð líka mynd og árið áð- ur. Dætur Eirs 00-881 eru réttu megin við meðaltalið en dætur Mola 00-882 hins veg- ar örlítið undir meðaltali. Dætur Rektors 00- 889 sýna líkt og á stðasta ári mikla yfirburði í frjósemi. Dætur þeirra Abels 00-890, Snúðs 00-911 og Snæs 00-915 eru allar í meðallagi frjósamar. Dætur Dreitils 00-891 ná lítið að bæta neikvæða mynd frá fyrra ári fyrir þennan eiginleika. Undan Tímon 00- 901 kemur nokkur hópur af veturgömlum ám sem sýna yfirburðafrjósemi. Mjög stór hópur veturgamalla dætra Spaks 00-909 og dágóður hópur dætra Oturs 00-910 á sama aldri gefa jákvæða mynd fyrir þessa hrúta um þennan eiginleika. Eins og hjá veturgömlu ánum á síðasta ári sýna dætur Þokka 01-878 nú góða frjósemi, dætur Hyls 01-883 eru eins og árið áður um meðaltal og sama niðurstaða blasir við fyrir veturgömlu ærnar undan Sóloni 01-899. Dætur Seðils 01-902 eru undir meðaltali og stór hópur veturgamalla áa undan Úða 01- 912 er í tæpu meðaltali. Hjá gríðarstórum hópi veturgamalla áa undan Ægi 01-916 koma hins vegar fram yfirburðir í frjósemi sem fáséðir eru. Hjá yngsta árgangi stöðvahrútanna, sem aðeins eiga veturgamlar dætur, kemur fram mikill munur. Milli dætra Gára 02-904 og Frosta 02-913, en báðir eiga mjög stóra dætrahópa, kemur fram Ifkur munur og hjá veturgömlu ánum undan þeim á Hesti árið áður. Allt bendirtil að Frosti 02-913 sé fyrsti Seðill og Hylur 01-883 virðast allir hafa skarað eilíi hrúturinn frá Hesti um mjög langt skeið sem virðist ætla að skila dætrum sem ekki eru nægjanlega frjósamar. Stór dætrahópur undan Kunningja 02-903 sýnir mikla yfir- burði í frjósemi og örfáar dætur Hækils 02- 906 skilja eftir sig ákaflega jákvæða mynd. Lóði 00-871 hefur þegar staðfest sig sem fá- dæma ærfaðir en dætur hans eru bæði frjósamar og mjólkurlagnar. Hylur fram úr með vænleika lamba haustið 2004. Hængur 98-848 hefur skilað öflugum afurðaám. Lækur 97-843 á stóran dætrahóp á breytilegum aldri. Fyrri reynsla af góðri frjósemi hjá þeim ám er staðfest og virðist ekkert lát vera þar á. Freyr 09 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.