Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 15

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 15
STEINSMÍÐI sleggjuhöggin verða að hitta meitilinn beint þannig að höggið beini meitlinum beint í þá átt sem smiðurinn ætlast til. Þá á höggið að vera fast og ákveðið. Oftast er það þó tækni steinsmiðsins sem skiptir meira máli en höggkrafturinn. Við ásláttinn verður jafnframt að gæta þess að öll egg meitilsins hvíli á steininum. Athugið að ekki má nota meitilinn sem hamar, þá eyðileggst eggin fljótt. Eggin á að hvíla á steininum og slá síðan á meitilinn með hamri eða sleggju. ÖRYGGISMÁL Við vinnu sem þessa er afar mikilvægt að gæta alls öryggis. Öryggisgleraugu eru al- gjör skylda. Það geta hrokkið agnir bæði frá meitli og steini. Sjónin er eitt það dýr- mætasta sem við eigum. Góðir vinnuvett- lingar og skótau með harðri tá eru líka mikilvæg við þessa vinnu. Þá skal þess gætt að áhorfendur standi í hæfilegri fjar- lægð, utan hættusvæðis. fc^~***‘ r.v.'Æ '*•••• l *•-», ''*•• . ísar *•'»•»!// Handmeitlar. Til vinstri er meitill með hvassan odd sem er góður á bungur á steinum. Á miðmyndinni er meitlinum beint lóðrétt á steininn. Þannig myndast grunn rauf. Á myndinni til hægri er meitlinum beint á ská á steininn og þannig er höggvið burt stærra stykki. Kantsteinarnir mega vera grófhöggnir á hliðunum. En það er mikil- vægt að línurnar í hleðslunni séu í lagi og að efri hliðin myndi sam- felldan flöt. ( vegghleðslu verður að fínhöggva steinana þannig að þeir falli þétt saman. Hið sama gildir um fletina milli steinlaganna, sem skulu liggja þétt saman. Fínhöggva skal hliðina sem snýr fram. Smekksatriði er hvort sýna eigi borgötin. Hér geta auðveldlega skotist burt hættulegar stálflísar. Kraga, eins og á þessum meitli, verður að fjarlægja með smergilskífu jafnóðum og þeir myndast. Þegar smergilnum er beitt verður að gæta þess að meitillinn bláni ekki. Þá tapast herslan í honum. Fínvinnan við grjótið fer fram þar sem því er komið fyrir. Hér er steinsmiðurinn að ganga frá kantsteinum og fella þá hvern að öðrum. Stóri steinninn fremst á myndinni er með bungu sem þarf að fjarlægja. Hér þarf að strika línu með tíg- ulsteini og fjarlægja það mesta með brothamri með tvær hvass- ar brúnir. Fínvinnan er síðan unnin með handmeitlum. Innri egg brothamarsins er beint að steininum. Sleggjuhöggið á brot- hamarinn verður að lenda beint á fyrirhugaða brotlínu. Til þess að það sé hægt þarf skallinn á brothamrinum að vera svolítið kúptur. 15 FREYR 09 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.