Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 30

Freyr - 01.09.2005, Blaðsíða 30
SAUÐFJÁRRÆKT sem vartímamótakind í ræktun- arstarfinu hvað varðaði þennan eiginleika. Næstur kemur Þristur 99-242 í Brekkubæ í Hornafirði sem er fjárkaupakind frá Gests- stöðum f Kirkjubólshreppi en frá þeim bæ hafa komið margir hrútar sem gefa hagstætt fitu- mat. Talsverðan hóp ungra hrúta má síðan sjá í þessari töflu. Eldur 03-131 á Hesti er yfirþurðahrútur gagnvart fitu- söfnun en hann kom fram haustið 2004 í afkvæmarann- sóknum á Hesti og var fjallað um hann í grein hér í Frey fyrr á árinu. Eldur er sonur Hyls 01- 883. Arður 03-218 í Víðidals- tungu er af líkum ættarmeiði en hann er sonur Lóða 00-871. Þessir Hestshrútar, Lóði og Hyl- ur, eru vafalítið kraftaverka- kindur gagnvart þessum eigin- leika. Óþokki 02-206 á Gaut- löndum er einnig sonur Lóða og Dóni 02-017 á Staffelli í Fellum, á sem föður samnefndan sæðingahrút númer 00-872. EFSTU HRÚTAR I KYNBÓTA- MATI FYRIR GERÐ Tafla 2 gefur hliðstætt yfirlit um hrútana sem skipa sér efst í röð í kynbótamati um gerð. Lfkt og í fitumatinu er það nokkur hópur hrúta sem hefur hærra mat fyr- ir gerð en fellur á skilyrðum til fitumats. Þannig er Lómur 03- 244 ( Bæ ( Árneshreppi efstur á landsvísu með 168 f einkunn, en nánar má sjá niðurstöður fyr- ir hann í grein um afkvæma- rannsóknir á vegum búnaðar- sambandanna fyrr á árinu hér í blaðinu. Þá er nokkur hópur hrúta f Mývatnssveit sem er að gefa einstaka gerð en hefur mjög óhagstætt fitumat. í töflunni er Melur 01-200 í Holtahólum í Hornafirði í efsta sæti líkt og árið áður, en þessi öflugi sonur Lækjar 97-843 er nú fallinn. Sonur Mels, Vorm 03-273, virðist um margt taka föður sfnum fram, en sá hrútur er aðeins skyldleikaræktaður af- komandi Garps 92-808. ( öðru sæti kemur Mörður 03-467 í Reistarnesi á Sléttu en þessi höfðingi er sonur Oturs 00-910. Eins og sjá má f töflu 4 er Otur sá stöðvarhrútur sem styrkir stöðu sína í kjötmatinu hvað mest þeirra allra. Ástæða er til að benda á að sterkir, ungir hrútar, eru þarna frá fleiri búum í gamla Presthólahreppi. Enginn af stöðvarhrútunum nær að þessu sinni inn í töflu 1 eða 2. EFSTU HRÚTAR SAMANLAGT FYRIR FITU OG GERÐ Áhugaverðasti samanburðurinn er sá sem fram kemur f töflu 3. Þar er raðað þeim hrútum sem skipa sér efstir fyrir landið í heild, þar sem eiginleikarnir eru vegnir saman með áðurnefndu 60% vægi fyrir fitu og 40% fyr- ir gerð. ( þessari töflu er umtals- verð breyting frá fyrri árum sem einkennist af þeirri jákvæðu þróun að þarna blómstra ungu hrútarnir. Þetta bendir til að góðu heilli sé hrútavalið gott með tilliti til kjötgæða. Hrútum, sem sameina alhliða kosti bæði til fitu- og vöðvasöfnunar, fjölg- ar með hverju árinu. Eins og margir lesendur muna ein- kenndust allar niðurstöður, fyrstu árin eftir að EUROP kjöt- matið var tekið upp, mun meira en nú af neikvæðu sambandi gerðar og fitu. Efstur stendur nú Ylur 03- 132 á Hesti og Eldur 03-131 er f fjórða sætinu. Þessir hrútar komu, eins og áður segir, með einstakar útkomur f afkvæma- rannsóknum á Hesti haustið 2004 og lesa má nánar um þær í grein í blaðinu fyrr á árinu. Hér eru hrútar sem sameina á ein- stæðan hátt litla fitu og mikla vöðvasöfnun og eru frábær ár- angur hins áratugalanga rækt- unarstarfs sem stundað hefur verið á Hesti. Báðir eru þeir synir Hyls 01-883 og Ylur er skyldleikaræktaður afkomandi Lækjar 97-843. Því miður eru báðir þessir hrútar með áhættu- arfgerð gagnvart riðu, eins og þeir eiga ættir til, og falla því ekki að vali hrúta fyrir sæðing- arstöðvarnar. [ öðru sæti er Bjartur 02-253 á Stapa í Nesjum en þessi hrútur sameinar á einstakan hátt, líkt og Ylur, yfirburði bæði í fitu- og gerðarmati. Þessi hrút- ur er náskyldur Hestshrútunum vegna þess að hann er sonur Áls 00-868. Þá kemur Vorm 03- 273 í Holtahólum, sem vikið er að hér að framan, og er frændi framangreindra hrúta og af- komandi Lækjar 97-843, líkt og þeir. Þá kemur fyrsti kollótti hrúturinn og um leið fyrsti sæðingarstöðvahrútur, sem er Dímon 01-932, en hann var í öðru sætinu yfir landið á síðasti ári. Hann hefur nú, með frekari upplýsingum um afkvæmi og aðra skylda einstaklinga, enn styrkt stöðu sína. Dímon er að stórum hluta Strandakind þó að hann sé fæddur og hafi vaxið upp í sunnlensku umhverfi. Ákaflega áhugavert verður að fylgjast með afkvæmum Dímons tilkomnum við sæðing- ar, en þau munu koma fram í hundraðatali vítt og breitt um land í haust. Laukur 03-468 er feikilega öflug kjötgæðakind í Reistarnesi á Sléttu en þessi hrútur er sá af sonum Leka 00- 880, sem efstur stendur, en þá er allmarga að finna f þessari töflu. Þá kemur hrútur 03-268 á Arnarvatni í Mývatnssveit en hann er sonur Hyls 01-883 og nokkuð skyldleikaræktaður vegna þess að Lækur 97-843 er móðurfaðir hans. Hnöttur 02-111 á Kaldbak á Rangárvöllum er mjög athyglis- verð kynbótakind sem kemur þarna næstur í röð. Þessi hrútur er af sama ættarmeiði og flestir sem hér hafa verið til um- fjöllunar vegna þess að hann er sonur Áls 00-868, en móður- faðir hans er Stúfur 87-959. Hnöttur hefur gefið afar glæsi- leg afkvæmi heima á Kaldbak. í afkvæmarannsókn á Teigi ( Fljótshlíð haustið 2004 þótti hann þó gefa full breytileg af- kvæmi til að gefa honum far- miða beint á sæðingarstöð. Þá kemur Spakur 00-909 sem hefur skipað efsta sæti f þessum samanburði undanfarin tvö ár. Nú kemur til sögunnar fyrsti hópurinn, feikilega stór, af lömbum undan honum, til- komnum við sæðingar. Þau staðfestu mikil kjötgæði sem Spakur erfir, en minnt er á það sem áður segir um vanmat á FREYR 09 2005

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.