Skátablaðið Faxi - 15.12.1967, Qupperneq 4
Eldur er best/með ýta sonum
ok sólar sýn,/heílindi sitt
ef hafa náir,/ok ón löst at lifa
(hávamál)
Erindi þetta er að vísu tekið dr heiðnu kvæðio ^En þó er hugsunin ■
i því svo kristin sem verið getur» Það felur í sér hvatningu
til manndáða og manndygða, sem ungum mönnum og meyjum^er gott að nema.
Mér virðist það verá í fögru samfsani við hugsjón skátahreyfingarinnar,
eins og ég skil hana.
Skátanum er sstlað'að þroskast þannig, að hann verði fögur sál í
hraustum og þróttmiklum líkama.
Útilíf leikir og fjör kalla ýiann frá deyfð og doðasvefni.
Hann á að sameina dygð og dáð, setja sér það mark og mið, að vera
í einu hraustur og frjals, en jafnframt grandvar og goður.
Og það er slík æska, sem Island þarfnast.
Litil þjóð þarf að eiga valinn mann og væna konu á hverju starfssviði
stóru og smáu.
Þegar skátinn situr við varðeldinn sinn, mætti hann minnast þess,
að eldurinn er bestur. Eldurinn, sem logar glatt og ber birtu,
eldurinn, sem vermir og hlýjar í öllum skilhingio
Það er gaman að kveikja eld og glæða, gaman að sitja við eld
með vinum sínum, að skemtilegum og gagnlegum samræðum«
En þó er enn meira gaman að eiga eld í sál, æskunnar eld, hugsjónaeldin:.
áhugaeldinn sem knýr til starfs og dáða.
Slíkur ,eldur vermir hjartað, brennir sorann dr sál, flytur yndi og yl,
þýsir langt fram í aldir.
Vertu eldhugans æskumaður, eldgjafi og ylgjafi svo langt sem áhrif þín
ná. Og góður, dyggur og dáðríkur æskumaður unir best, þá er til sólar
sér. Hann ann heiðríkjunni og birtunni. Hann hugsar enga hugsun, vinnur
ekkert verk, sem ekki þolir birtunao Orðtak hans er þetta;
Verði sólskin í sál
og hið síglaða fjör
gjöri sambanð við göfginnar þrótt.
Hreint og milt skal þitt mál,
líkt og marksækin ör
ávalt miða til gagns fyrir drótt.
Ekkert er fegra^en sólarsýn. Það veit sá æslcumaður, sem iðkar
frjálsa dtilífið í langdegi sumarsins, eins og hinn, er í skammdegi
vetrarins þráir daginn þann, er sól fer aftur að hækka á himni.
Og ekkert skammdegi verður myrkt og kalt þeim, sem á andans sólarsýn,
en það er skýr og hrein hugsun, örugg trd og frjálsmannleg bjartsýni.
Hjörleifur Hjörleifsson.