Skátablaðið Faxi - 01.12.1989, Side 6
Skíðaferðalag ‘89
• Við öll og snjótroðarinn sem kom okkur til byggða.
Helgina 7. 8. og 9. apríl var haldið af
stað í skíðaferðalag. Fariö var með
Herjólfi á föstudagsmorguninn og þar
veltust u.þ.b. 30 krakkar sem biðu
spennt eftir að komast í Bláfjöll, en
þangað varförinni heitið. í Þorlákshöfn
beið eftir okkur rúta og auðvitaö var
stoppað í sjoppu áður en það var lagt
í'ann. Þegar komið var í Bláfjöll fór
allur hópurinn með allt sitt hafurtask
inn í Bláfjallaskála. Þar var okkur skipt
í hópa og fór hver hópurinn á eftir
öðrum að fá skíði, og síðan var lagt í
brekkurnar. Þar vorum við eins og
beljur á svelli, eins og búast mátti við,
en auövitað kom þetta allt með tíman-
um.
Þennan dag voru allir úti að skíöa.
Um kvöldið var haldin kvöldvaka undir
frábærri stjórn Erlu og Emilíu. Á miðri
kvöldvökunni komu til okkar gestir úr
Reykjavík og ætluðu að eyða helginni
með okkur. Snemma á laugardags-
morguninn vöknuðu allir hressir og
kátir, en ekki var ánægjan jafnmikil,
þegar litið var út um gluggann, því
ekkert sást annað en skafrenningur.
En við létum það ekkert á okkur fá, því
út ætluðum við og fórum öll á skíði.
Ekkert annað fólk var en við, því
ófært var uppeftir. Ein lyfta var sett í
gang fyrir okkur og eyddum við degin-
um þar.
Þegar inn kom voru allir þreyttir og
kaldir, en þrátt fyrir það var haldin
kvöldvaka og aftur léku Erla og Emilía
á alls oddi. Morguninn eftir hafði veðrið
ekkert skánað og við fengum þær
• Ei munu bræður berjast, heldur systur.
gleðifréttir að við værum veðurteppt í
Bláfjöllum. Ekkert var farið á skíði á
sunnu deginum en allir skelltu sér út
að byggja snjóhús. En svo kom að
brottfarartíma, því ákveðið hafði verið
að draga okkur á skíðunum af snjó-
troðara niður að veg, þar sem rúta beið
eftir okkur og flutti okkur til Þorláks-
hafnar. Þrátt fyrir frekar slæmt veður
skemmtu allir sér þræl vel og bíða
spenntir eftir næstu ferð.
Eyja og Björg.
• Ingemar Stenmark II.
6