Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Page 7
Viðtöl við leiðbeinendur:
Hvernig er að
vera leiðbeinandi?
Gunnar Kr. Björgvinsson, Ingibjörg
Hrönn Jónsdóttir og Hulda Guðmunds-
dóttir í viðtali.
Hvernig er að verað leiðbeinandi?
Það er mjög skemmtilegt, en getur líka
verið erfitt og þreytandi. Þetta er mjög
mikil vinna, en við fáum tækifæri til að
kynnast og starfa með skátum víðs
vegar um landið. Ferðalögin eru
skemmtileg.
Hvað þarf maður að gera til að verða
leiðbeinandi?
Þið þurfið að fara á öll foringjanám-
skeiðin, þ.e. flokksforingja- og sveitarfor-
ingjanámskeið. Síðan getið þið sótt leið-
beinendamámskeið I og fengið réttindi til
þess að leiðbeina. Leiðbeinendanám-
skeið II gefur svo réttindi til þess að
stjórna námskeiðum. Til þess að komast
á leiðbeinendanámskeið II þurfið þiö að
vera búin að fara á Gilwellnámskeið.
Hvernig fannst ykkur námskeiðin
takast?
Ágætlega. Þetta eru fínir krakkar og
eiga eftir að standa sig vel í skátastarfinu.
Skilaðu kveðju til þeirra frá okkur.
Hvernig var maturinn?
Maturinn var góður. Auðvitað urðu
smá mistök við matargerðina, spaghettí-
ið límdist allt saman t.d. en það bragðað-
ist samt ágætlega. Svona mistök tilheyra
námskeiðum af þessu tagi.
Hvernig finnst ykkur skátarnir í Vest-
mannaeyjum?
Þeir eru bestu skinn. Það er ánægju-
legt að koma á staði þar sem mikið starf
er í gangi. Auðvitað eru skátarnir hér
misjafnir, en það er bara eins og gengur
og gerist. Þeir sem voru á námskeiðun-
um hjá okkur núna um helgina eru mjög
efnilegir. Við höfum trú á skátum frá
Vestmannaeyjum.
Ætlið þið á Landsmót?
Já, auðvitað. Er það ekki bara.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
T