Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Síða 9

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Síða 9
• Vigdís Rafnsdóttir. Vigdís Rafnsdóttir í viðtali við Faxa: „í skátunum lærði ég m.a. mannasiði“ Hvernig bar það til að þú gerðist skáti? Ég átti vinkonur sem voru í skátunum og mig minnir að það hafi verið auglýst líka, þá sótti maður um. Gætirðu sagt frá starfsferli þínum innan skátahreyfingarinnar? Ég man að ég fór áfyrsta skátafundinn 1967 hjá Eddu Ólafs og Gunnhildi Ólafs, þá var það niðri í gamla Iðnskólanum vegna þess að þá var nýhætt að vera í skúrnum uppí Barnaskóla og skáta- heimilið við Faxastíg var ekki tilbúið. Svo fórum við uppí Félagsheimilið þegar það var vígt. Hvenær gerðist þú skáti? Ég var vígð sem skáti á Vestmann- aeyjaskátamóti 1968 í Djúpadal. Hvernig er þér búið að líka við skátastarfið? Já, mér er búið að líka mjög vel, ég er búin að vera í skátunum frá því árið 1967 og því búin að vera 23 ár, svo til á fullu nema 2 síðustu árin. Hvað er eftirminnilegasta atvikið sem þú manns eftir á því tímabili sem þú varst skáti? Þegar ég var 12 ára og fór á landsmót í heilaviku. Fullt af skemmtilegum útileg- um hérna í Eyjum. Ég fór margar ferðir upp að Úlfljótsvatni og í skála uppá landi. Það var líka oft farið í útilegur hérna uppí Hraunbúða kofa. Það var svona bjálka- kofi sem strákarnir smíðuðu. Hvaða skátar voru mest áberandi þegar þú varst í skátunum? Það voru auðvitað þeir sem voru eldri, Halldór Ingi, Bjarni, Siggi Þ., Kjartan, Óli, Einar Halló, Simmi Hendriks, Gummi Jóh., Rósanna, Emma, Díana, Svana Ingólfs, Edda, Björk Arnars. Jón Ög- .munds sem var félagsforingi mestan tímann. Hvað lærðir þú í skátunum? Að búa mig í útilegur og maður lærði hnúta og heilbrigðisreglur og svo manna- siði. Og svo að syngja og marga texta og almennt að taka þátt f félagsstarfi. Auð- vitað er maður ekki einn heldur í hópi með fullt af krökkum. Hvað finnst þér um skátastarfið í dag? Það er ágætt nema ekki eins markvisst og það var þegar ég var í skátunum. Það er eflaust fyrst og fremst vegna þess að krakkarnir eru í svo mörgu að þau eiga svo erfitt með að gefa sér tíma. Þegar ég var í skátunum, var ég bara í skátunum og var ekki í neinu öðru. Ég fór uppí skátaheimili þegar ég var búin í skólan- um og maður var inní skátaheimili þang- að til að það var hringt í mann og sagt að maður ætti að koma heim að borða. Svo fór maður aftur niður í skátaheimili og var allan daginn. Við gáfum m.a. út blað og unnum allskonar hluti sem við fengum að gera niðri í skátaheimili, ótrúlegustu hluti. Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum? Já, það hafa allir mjög gott af því að vera í skátunum, vegna þess að það eykur félagslegan þroska. Og ég mundi segja að það mætti sníða skátastarfið meira að því sem er að gerast í dag. Mætti vera meira eins og J.C. fór að gera eins og ræðunámskeið, mér finnst vanta að krakkarnir geti farið og staðið fyrir framan fullt af fólki og talað án þess að vera feimin eða þá segja eitthvað þannig að það bögglist ekki allt upp í þeim. Ég vona að skátastarfið eigi eftir að vera til eins lengi og eitthvað líf er á jörðinni, að það eigi alltaf eftir að vera skátastarf og það verði alltaf einhverjir krakkar sem hafa áhuga fyrir þessu. En það er eitt sem hver og einn verður að læra, að ef hann nennir ekki að gera neitt sjálfur, þá gerir það enginn annar fyrir hann. T.d. við byrjuðum á því að taka nýliðaflokks- prófið, það var fyrsta, ég var aldrei Ijósálfur, síðan tók maður 2. flokks prófið og var maður 2. flokks skáti. Svo kom 1. flokks prófið og svo sérpróf. Svo tók ég forsetamerkið, við erum þrjár í Vest- mannaeyjum sem tókum forsetamerkið og unnum alfarið að því. Það var enginn sem sagði okkur að gera það, það var bara af því við höfðum áhuga á því. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 9

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.