Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Side 16

Skátablaðið Faxi - 01.04.1990, Side 16
Fyrsta gangan Ganga var hjá skátaflokknum „Máfar." 25. apríl 1943. var mætt viö Faxafell kl. 9 f.h. og var ákveðið að halda suður á Heimaey. Var nú lagt af stað og gekk ferðin mjög vel. Hvílst var þegar komið var á móts við Lyngfell. Síðan var tekin stefnan niður að sjó. Þar fundum við dauða veiðibjöllu og var henni varpað í vota gröf, á hátíðlegan hátt. Síðan var tekin stefna norð-vestur með Hamrinum og gekk það mjög vel. Var rætt um hitt og þetta. Einnig var ákveðið að safna ýms- um hlutum er finndust á göngum og var Gísli Sigurðsson útnefndur safnvörður. Þegar komið var á móts við háhraunið, var tekin stefna þangað og var stoppað þar dálitla stund. Síðan var ákveðið að skoða skátabústaðinn og var nú tekin stefna á hann. Þegar við komum í stykkið sýndi flokksforinginn okkur ýmislegt þar, svo sem tré og fl. Einnig hvernig hlaðið er í kringum trén. Síðan var haldið til skátanna, sem þarna voru. Þegar þang- að var komið angaði allt af óvenju mikilli bjúgnalykt. Fyrst í stað urðum við hissa, en þegar við komum inn í skálann sáum við hverskyns var, þar voru tveir skáta- •flokkar í útilegu og var verið að sjóða matinn. Flokksforinginn sýndi okkurskál- ann og þegar því var lokið var haldið heim. Komum heim kl. 12 á hádegi. Átta voru mættir. Sigurður Guðmundsson ritari Guðjón Tómasson flokksforingi Vetraráætlun Flugleiða Brottfarartími frá REK. - Mæting á sama tíma í VEY. Farþega- og pakkaafgreiðsla opin alla daga vikunnar, líka matartíma, mánudaga til föstudaga frá kl. 07:00-18:30, laugardaga kl. 08:00-18:30, sunnudaga kl. 10:30-18:30. Mánud Þriðjud Miðv.d. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. Tímabil 2/2-20/5 1990 08:15 08:15 08:15 08:15 08:15 09:15 11:15 13:15 14:15 14:15 17:10 17:10 17:10 17:10 17:10 17:10 17:10 FUJGLEIÐIR afgreiðsla Vestmannaeyjaflugvelli símar 11520 og 11521 1 6 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.