Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Page 5
Eftirtaldir aðiiar styrkia útgáfu Faxa Adam og Eva Apótek Vestmannaeyja Axel Ó. Skeljungur hf. Esso Fjölverk Bifreiöaverkstæði Vestm. Brimnes Bókabúðin Reynistaður Bátaábyrgðarfélagið Eyrún h.f. Teiknistofa Palla Zóp Eyjabúð Eyjaís Fréttir Fiskiðjan Sendibíll Bóa Pálma FES Frostver Bæjarveitur Vestmannaeyja Flugleiðir hf. Foto Jón Hjaltason Geisli Grétar Þórarinsson Guðl. Stefánsson umboðfiverslun Tanginn Betri bónus Kaupfélagið Steingrímur gullsmiður Hagskil s.f. Hárgreiðslustofa Guðbjargar Hjólbarðastofan Sendibíll Harðar ísfélagið ísleifur VE Kleifar h.f. Kósý Billjardstofan Nova Pinninn Samfrost Sandfell hf. Sjóvá-Almennar Skipalyftan hf. Skipaviðgerðir hf. Sparisjóður Vestmannaeyja Steypustöð Vestmannaeyja Tréverk íslandsbanki Videóklúbburinn Skóvinnustofan Samtog Lifrarsamlag Vestmannaeyja Vinnslustöðin • Högni á leið upp brekkuna. Skíðaferðalag Föstudaginn 30. mars hittust allirskát- ar sem ætluðu i skíðaferð með Faxa um borð í hinu frábæra skipi m.s. Herjólfi og þarvoru allirhressirog kátirþví allirvissu að við áttum eftir að eyða rúmum þremur frábæru tímum um borð í Herjólfi. En svo lentum við í Þorlákshöfn þar gengu allir með sinn fjalla bakpoka um borð í rútu og haldið var til Bláfjalla. Á leiðinni var stoppað í hverri sjoppu • Hópurinn samankomin við Bláfjallaskála. sem við sáum en þær voru hvorki fleiri né færri en ein sjoppa. Loks var komið í Bláfjöll. Þar komu menn sér fyrir í skálanum fengu sér skíði og héldu í brekkurnar. Þar vorum við eins og kettir í sokkum en svo var snæddur kvöldverð- ur, enn vorum við svo spennt að allir löbbuðu í Borgarlyftunaog þarskíðuðum við til klukkan 10:00. Þá varfarið til baka og haldin kvöldvaka. Þar var leikið og sungið þar til allir fóru að sofa og sváfum við dátt í næstum tiu tíma en þá skutust allir á fætur, borðuðu og fóru á skíði. Þar sýndu skátarnir snilld sína allan laugar- daginn því veðrið var svo gott að enginn tímdi að fara inn að borða eða hvíla sig. Svo var haldin kvöldvaka og svo varfarið að sofa. Á sunnudaginn var tekið til og verið á skíðum til klukkan fjögur. Eins og áður voru skátarnir eins og apar á hjólaskaut- um á meðan Palli Z. var eins og fiðrildi í brekkunum, en vegna kennslu Palla höfðu flestir náð góðri framför. Svo klukk- an 4:00 var skíðunum skilað, farangurinn settur í rútuna og haldið heim á leið. Aðeins eitt var ógert. Það var að ferðast i rúma þrjá tíma með Herjólfi. En svo næsta ár verður vonandi farið aftur svo allir geti fengið að sjá þessa ungu skáta frá Vestmannaeyjum leika snilli sína á skíðum. SKÁTABLAÐIÐ FAXI 5

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.