Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 22

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 22
• Sigurður og telagar úr HSV hvíla lúin bein í Surtsey. talinn ókleifur. Farartækið var gamall Bedford slökkvibíll, sem við keyptum eftir gosið. Við tókum dælubúnaðinn úr og settum sæti í staðinn, settum glugga á hliðarnar og ókum af stað. Beddinn var og er enn, merkilegt farartæki. Árið eftir fórum við svo aftur í Alpana og klifum m.a. Matter- horn. Eitthvað hafa þessar ferðir kostað. Það var nú meinið. Upp úr þessu höfðu fæstir í hópnum lengur efni á að fara í svo langar og dýrar klifurferðir út um heim, þó viljinn væri fyrir hendi. Við greiddum allar þessar ferðir úr eigin vösum, fengum að vísu hópafslætti og stundum rúmlega það en enga styrki eða þvíumlíkt. Viðvorumsennilegaekki taldir íþróttamenn. Sveitin hefur marga hildina háð við náttúruöflin, sjóinn, jökla og björg. Það fer nú ekki hjá því að á aldarfjórð- ungi lendi björgunarsveit í ýmsum erfið- um verkefnum. Við höfum lent í leitum og björgunaraðgerðum bæði hér í Eyjum og uppá landi. Árlega er fjöldi útkalla. Það eru leitir að týndu fólki, bjarganir úr klettunum hér og aðstoðarstörf á sjó, aðstoð í ofsaveðrum, sem eru algengari í Eyjum en annarsstaðar í byggð á fslandi og margt fleira mætti telja. Hvað úr björgunarstarfinu er þér minnisstæðast? Þrennt kemur strax upp í hugann. Heimaeyjargosið 1973 var hrikalegt. Þá vann sveitin mikið starf. Ekki bara fyrstu sólarhringana eftir gosið, heldur unnu margir félaganna að björgunarstörfum í hinum ýmsu deildum, allt til gosloka . Þetta var stórkostleg reynsla. Þá gerðist það 6. nóvember 1976 að fjórir félagar voru við klifur í Gígjökli. Þeir hröpuðu niður í jökulhvilft. Einn slasaðist svo alvarlega að hann lést síðar af völdum slyssins. Hann hét Kjartan Eggertsson og þar misstum við góðan félaga. Þriðja atriðið sem ég nefni er strand belgiska togarans Pelagusar f nýja hrauninu aust- ur á Heimaey. Þetta gerðist 21. janúar 1982. Við vorum kallaðir út um klukkan 04:00 um nóttina, ásamt Björgunarfélagi Vestmannaeyja og slökkviliðinu. Okkur tókst að bjarga fjórum skipbrotsmönnum í land, en þrír urðu eftir um borð. Veðrið var afleitt og gekk brimið stanslaust yfir togarann, þar sem hann valt í hrauninu. Á fjörunni um morgun inn tókst okkur að bjarga tveimur í viðbót, en þá snéri gæfan við okkur baki. Belginn sem eftir var um borð, lenti í brotsjó. Það gerðist þegar verið var að ná honum upp á hvalbak togarans. Brotsjórinn þeytti hon- um niður á þilfarið. Sveitarforinginn okkar, Hannes K. Óskarsson reyndi að ná honum en annar brotsjór tók hann og Kristán Víkingsson, lækni. Þeir fórust báðir ásamt Belganum. Þetta var ægilegt slys og skelfileg I ífsreynsla fyrir okkur öll. Verður Sigurður Þ. Jónsson í stjórn HSV þegar sveitin verður 50 ára? Nei, ætli þetta fari nú ekki að verða nóg. Þetta viðtal birtist í Hjáiparsveitartíðind- um fyrir nokkru. Faxi fékk góðfúsiegt leyfi þeirra til að endurbirta viðtalið. ÞJÓNLSTA Starfsfólk EIMSKIPS leggur metnað sinn í að veita góða alhliða flutninga- þjónustu. Þar gildir einu hvort leiðin liggur á sjó eða landi, um strendur íslands eða fjarlæga heimshluta. 22 SKÁTABLAÐIÐ'FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.