Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Side 21

Skátablaðið Faxi - 01.12.1990, Side 21
• Árið1982 strandaði belgiski togarinn Pelagus á hrauninu austur á Heimaey og með honum fórust fjórir menn, þar af tveir íslendingar, þeir Kristján Víkingsson læknir og Hannes Óskarsson hjálparsveitarmaður. í maí 1982 kom til Eyja Marc Claus yfirmaður Björgunarstöðvarinnar í Ostende í Belgíu, til að minnast Pelagusslyssins. M.a. iagði hann blómsveig á leiði Hannesar og einnig var Hjálparsveitinni og Björgunarfélaginu færður minningarskjöldur sem minningar- og þakklætisvottur vegna björgunar þeirra manna sem af komust. Myndin hér að ofan er af Marc Claus, foreldrum Hannesar og Björgunarfélags- og hjálparsveitarmönnum. með hefðbundnum aðferðum en haustið 1972 urðu þáttaskil. Þá kynntumst við Júgóslavanum Nebosja Hadzic, eða Nebba. Hann vann í Eyjum um þetta leyti og hafði stundað fjallgöngur í Ölpunum og víðar. Hann hafði einnig verið fjalla- hermaður og unnið að björgunarstörfum á vegum hersins. Nebbi byrjaði að kenna okkur klifur og fjallabjörgun. Þá lærðum við nýja tækni í fjallamennsku, sem varð rótin að fjallaferðum okkar næstu árin. Ég held að megi segja að við höfum verið fremstirí fjallamennsku á þessum tíma, enda lítið gerst hér á landi á þessu sviði síðan Guðmundur frá Miðdal stundaði kennslu en hann var sem kunnugt er, brautryðjandi ífjallamennsku. Nebbi kom okkur inn í nútímann. Þú og fleiri félagar sveitarinnar fór- uð í margar fræknar ferðir á þessum árum. Já, það má segja það. í ágúst 1973 fór 15 manna hópur úr sveitinni til Frakk- lands og gengu 10 á Mont Blanc. Þetta þykir ekki ýkja merkilegt í dag, en þegar við vorum að undirbúa ferðina, þótti þetta algjör fásinna. Það var óspart gert grín að okkur. Okkur myndi aldrei takast að komast upp á Mont Blanc. En annað kom í Ijós. Þeir sem svartsýnastir voru áður en við lögðum af stað, voru heldur lúpulegir þegar við komum til baka. Ég man eftir því þegar þið komuð til baka klyfjaðir nýjum útbúnaði og klæddir í heidur framandi fatnað. Já, það er gaman að rifja það upp. Við keyptum töluverðan fjalla- og klifurbúnað í Frakkalandsferðinni s.s. stuttar ísaxir, áttur, juma o.fl. Sumt af þessu hafði ekki sést fyrr hérlendis. Og svo keyptum við flestir hnébuxur og dúnúlpur. Slíkur fatn- aður var nær óþekktur hér. Um haustið fórum við svo á samæfingu í Saltvík og var ekki laust við að margir kímdu þegar þeir sáu hnébuxurnar. Og ekki batnaði það um veturinn þegar Vestmannaey- ingarnir voru í dúnúlpum niður í miðbæ Reykjavíkur, en margir okkar dvöldu í Reykjavík um veturinn vegna gossins. Þá gekk alveg fram af félögum okkar í HSSR. Þið fóruð víðar. Árið eftir fórum viðo í sannkallaða ævintýraferð til Kenýa og Tansanýu og gengum á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Einn íslendingur hafði reyndar gert það áður, Agnar Kofoed Hansen, fyrr- verandi flugmálastjóri. Sumarið 1975 þvældumst við víða innanlands. Þá klifum við Þumal, sem fram að því var • Nýi hjálparsveitarbáturinn SKÁTABLAÐIÐ FAXI 21

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.