Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Qupperneq 6
Sameinincj
björcfunarsveita
• Bjarni Sighvatsson, nýkjörinn formadur Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Þann 21. mars síðastliðinn voru sam-
einaðar í eina björgunarsveit, Hjálpar-
sveit skáta í Vestmannaeyjum og Björg-
unarfélag Vestmannaeyja. Nafn hinnar
sameinuðu sveitar er Björgunarfélag
Vestmannaeyja. Merki félagsins er
gamla merki Hjálparsveitarinnar, grænn
kross á appelsínugulum fleti með nafni
Björgunarfélagsins.
Aðdragandinn að þessari sameiningu
var nokkuð langur því menn vildu hafa
allt á hreinu og þar með tryggja að
sameiningin heppnaðist sem best.
Hjálparsveit skáta var stofnuð árið
1965 og er því á tuttugasta og sjöunda
aldursári á þessu ári. Hún var upphaf-
lega stofnuð til að sinna sjúkragæslu á
Þjóðhátíð og hefur það alla tíð, að tveim-
ur árum undanteknum, verið eitt aðal-
verkefni sveitarinnar á hverju ári. Fljót-
lega jukust þó verkefnin og varð sveitin
fljótt alhliða björgunarsveit og hefur
gegnum árin verið kölluð út í flest þau
verkefni sem ein sveit getur fengið.
Björgunarfélag Vestmannaeyja var
stofnað árið 1918 og er elsta björgunar-
sveit landsins. Björgunarfélagið varupp-
haflega stofnað til kaupa og reksturs
björgunar og varðskipsins Þórs. Seinna
varð sjóbjörgun aðalverkefni félagsins
og hefur verið það alla tíð, þar til að síðari
árin tók félagið að sér almenn björgunar-
störf til sjós og lands.
Starfsemi þessara björgunarsveita
beggja hefur verið þannig seinustu árin
að oft hafa þær starfað saman, hlið við
hlið. Því var eðlilegt að þær raddir fóru að
heyrast að þær voru betur komnar í eitt
félag.
Undir niðri voru margir þeirrar skoðun-
ar án þess að nokkuð gerðist. Var það í
raun ekkert óeðlilegt því auðvitað vita
menn hvað þeir hafa en ekki hvað þeir fá.
Svo heldur auðvitað í menn tryggð og
tilfinningar í garð síns félags, sögu þess,
sá tími sem menn hafa fórnað af tíma
sínum til þess og sá ímyndaði ótti við það
að menn séu að missa eitthvað frá sér
sem ekki verður aftur tekið.
En undanfarin ár hefur samstarf hinna
þriggja landssamtaka björgunarsveita,
sem starfað hafa á landinu undanfarna
áratugi, stóraukist og þar með umræður
um að enn nánara samstarf væri af hinu
góða. Leiddu þessar umræður loks til
þess að Landssamband hjálparsveita
skáta og Landssamband flugbjörgunar-
sveita voru sameinuð í eitt landssam-
band sem hlaut nafnið Landsbjörg. Því
miður tókst ekki í þessari atrennu að
sameina öll samtökin en varla er vafi á
því að heildarsameining er ekki langt
undan.
Það má segja að nánara samstarf
landssamtakanna og miklar umræður
um þessi mál hafi verið hvatning sem
þurfti til að hrinda sameiningu sveitanna
hérna í framkvæmd.
Undanfarin tvö ár hafði samvinna
sveitanna hérna aukist verulega. Sam-
eiginlegri leitarstjórn var komið á og
skipst var á að halda samæfingar. Á
aðalfundum beggja fyrir ári síðan var svo
formlega samþykkt að vinna markvisst
að sameiningu sem svo varð að veruleika
svo sem áður er getið.
Það má auðvitað velta vöngum yfir
kostum og göllum þessarar sameiningar.
Gallana höfum við enga fundið, aðeins
smá erfiðleika sem auðvelt var að yfir-
stíga. Kostirnir eru hinsvegar fjölmargir.
Öflugri sveit, samnýting tækja, kostir
sem leiða til sparnaðar í framtíðinni,
betri nýting húsnæðis, betri nýting fjár
og auðveldari fjáröflun. Og kannski núm-
er eitt, það sem flestir eru sammála um,
nefnilega skynsemin réði.
Hvað framtíðin ber í skauti sér er
auðvitað erfitt að sjá fyrir. Nú er unnið að
endurskipulagningu starfsins og auðvit-
að tekur það sinn tíma. En stefnt er að
því sem meginmáli skiptir, þ.e. að Björg-
unarfélag Vestmannaeyja verði öflugt
björgunarfélag með vel þjálfuðum mönn-
um og með góðan tækjakost.
En ekkert félag verður betra en
mennirnir sem í því starfa. Því lít ég
björtum augum til Faxa, þvi betri efnivið
en vel þjálfaðan ungling sem kemur úr
skátastarfinu er erfitt að finna. Því vona
ég að starfið innan Faxa megi vera sem
öflugast og að samstarfið aukist á kom-
andi árum, báðum félögunum til gc ða.
Með skátakveðju.
Bjarni Sighvatsson
6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI