Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Side 7
Séra Bjarni Karlsson,
sóknarprestur:
Fljótráður
og
Spakráður
Smásaga
byggð á Matteusi 7:24-27
# Séra Bjarni Karlsson.
Einu sinni voru tveir bræður sem ætl-
uðu sér að byggja hús, hvor fyrir sig.
Fljótráður hét annar en Spakráður hét
hinn. Fljótráður rauk af stað til að huga
að fýsilegri byggingalóð. Fór hann með
ströndum og hugðist finna sem sléttast-
an völl og aðgengilegastan, því þar taldi
hann að auðvelt yrði að byggja hús. Því
var hann fjarska glaður, þegar hann loks
kom auga á slétta og grösuga grund,
sem lá aflíðandi í slakka, uns við tóku
sandar í sjó fram. „Hér skal ég byggja!"
sagði Fljótráður. Og hann sat ekki við
orðin tóm, heldur hófst þegar handa við
að flytja byggingarefnið, timbur,
sement, möl og hvað annað sem þarf til
húsbygginga.
Á meðan þessu fór fram var Spakráður
á ferð um tún og engi. Leit hánn ekki til
sjávar, heldur upp til hlíða. Hann vildi
finna húsi sínu skjólsælan stað með
útsýni til hafs og lands. Loks, eftir ýtar-
legan samanburð, tók hann einn stað
fram yfir hina. Þar var skógi vaxin hlíð og
í henni miðri mátti greina klett mikinn. Á
þessum kletti ætlaði hann að reisa hús
sitt. Að vísu yrði það þrautin þyngri að
flytja byggingarefnið í gegnum skóginn
og upp á klettinn. En Spakráður taldi
erfiðið ekki eftir sér, þvi þetta hús skyldi
verða heimili hans um langan aldur. Tók
nú við sleitulaust erfiði við flutninga upp
bratta hlíðina og í gegnum þykkan skóg.
Við hvert fótmál sá Spakráður fyrir sér
húsið, sem rísa átti. Og þegar hann var
við það að bugast undan þungum byrð-
um á leið upp þröngt einstigið í klettin-
um, þá lét hann sig dreyma, að hann sæti
við hægan eld inni í hlýrri stofunni í húsi
sínu og horfði á hvítfyssandi sjóinn bál-
ast upp í hávaðaroki úti á flóanum.
Um það leiti, er Spakráður hafði komið
öllum efnivið sínum upp á klettinn, var
Fljótráður var búinn að fullgera hús sitt,
utan sem innan. Enda hafði allt hjálpað
til að gera honum bygginguna sem auð-
veldasta. Ekki var landslagið til trafala
og meira að segja hafði hann rekist á
töluvert magn af allrahanda nýtilegu
timbri og drasli sem lá í óhirðu skammt
ofan við byggingarflötina, rétt eins og
því hefði verið fleygt þarna einmitt
handa honum. Gat Fljótráður vart varist
brosi, er hann leit upp í hlíðina þar sem
greina mátti óskipulega þúst uppi á
kleíti. Þetta átti víst að verða að húsi hjá
honum Spakráði blessuðum. „Dæma-
laust hvað sumt fólk gerir sér hlutina
erfiða, “ sagði hann við sjálfan sig um leið
og hann vatt sér inn um dyrnar á
glæsOegri nýbyggingunni. Nú var hann
orðinn húseigandi. Og það á met-tíma.
En tíminn leið, og loks var húsið á
klettinum einnig tilbúið. Spakráður sat
gjarnan við glugga sinn, þegar bjart var,
og naut útsýnis í góðu skjóli fyrir veðrum
og vindum. Hann var sannfærður um að
erfiðið hafði borgað sig.
Fljótráður var einnig hæstánægður
með sína húseign og sitt staðarval. Hér
var svo gott og auðvelt að ganga út með
ströndinni og sjávarloftið var svo frísk-
andi. Allt var létt og auðvelt á þessum
góða stað við ströndina. Hann var stoltur
af eigin útsjónarsemi. Og brimið, það var
stórkostlegt! Á kvöldin, er hann lagðist í
hvílu, heyrði hann seyðandi brimhljóðið
svo nærri sér að honum þótti sjálfum
sem hann væri tluti af hinu mikla og
sterka iiafi. Já Fljótráður var sáttur við
sjálfan sig og sáttur við allt.
En þá gerðist. það.
í tvo sólarhringa hafði allhvass vindur
staðið af hafi og öldurótið við ströndina
var magnað. Nú hafði bætt í vind. Fljót-
ráður lá i rúmi sínu og hlustaði á beljand-
ann á þakinu og ágang sjávarins á
ströndinni. Þá heyrði hann skyndilega
ógurlegt brothljóð samfara snöggum
hnykk og fyrr en varði flæddi ólgandi
sjórinn um gættir og ganga. f ofboði
hentist Fljótráður frá rimi sínu í átt til
dyra. Hafði hann enga viðstöðu, heldur
ruddist út í miklu fáti og tók til fótanna
ofar og hærra upp á kambinn. Andartaki
siðar heyrðmt miklir skruðningar. Hús
Fljótráðs var fallið.
Daginn eftir gerði logn. Þá bar svo við
"að Fljótráður fann timbur ht ss síns og
ýmsa muni hggjandi í óhirou einmitt á
þeim sama stað ofan við byggingarflöt-
ina hvar hann áður hafði fundið og tínt til
sitt af hverju í hús sitt. Þarna lá það rétt
eins og því hefði verið fleygt þarna
einmitt handa honum.
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
7