Skátablaðið Faxi - 01.04.1992, Síða 18
0 Páll Zóphóníasson, sveitarforingi Faxa, lék á alls oddi í skíðaferðalaginu.
Skíðaferðalag 1992
Föstudagurinn 13.03.92.
Lagt var af stað í þessa eftirvæntinga-
fullu ferð að morgni föstudags. Flutti
Herjólfur okkur áleiðis til Þorlákshafnar.
Þar beið okkar rútubifreið sem flutti
okkur upp í Bláfjöll. Þegar þangað kom
var farið að kanna aðstæður í skálanum
sem gist var í og komumst við að þeirri
niðurstöðu að ekkert rennandi vatn var í
skálanum enda mikið frost á svæðinu.
Þannig að mannskapurinn þurfti hrein-
lega að gera sínar nauðsynlegu og óum-
flýjanlegu „þarfir" úti fyrir. Drifið var í
því að koma sér þægilega fyrir í skálan-
um. Einnig þurftu þessir vösku sveinar
og meyjar að ganga iangan veg til þess
að sækja sér skiði og auðvitað skíðastafi
(fyrir þá sem ekki voru jafn langt komnir).
Sól skein í heiði og hiti mikill, enda ríkti
mikil gleði yfir mannskapnum á svæðinu.
Sumum gekk nú brösuglega að koma sér
af stað, en allt er gott sem endar vel.
Haldið var síðan aftur í skálann þar sem
snæddur var matur, gekk matreiðslan
greiðlega fyrir sig, þó sérstaklega hjá
sveinum nokkrum sem aðeins elduðu
sér eitthvað sem nefnist „flatbaka". Þeir
sem nenntu að leggja það fyrir sig að
ganga þennan langa gang inn á svæðið
aftur eftir kvöldmáltíðina gjörðu svo og
var skíðaðí þessa „bröttum" en stórkost-
legu brekkum til kl. 10:00.
Þá var komið að miðpunkti kvöldsins,
kvöldvökunni, sem vakti mikla lukku.
Sungið og trallað var til miðnættis en þá
var komið að því að reka skarann í rúmið.
Tókst það framar öllum vonum enda
voru allir sofnaðir upp úr klukkan 4:00.
Laugardagurinn 14.03.92.
Mannskapurinn var vakinn klukkan
9:00 um morguninn og vöknuðu allir við
mikið og fagurt hanagal. Voru alhr
reknir í morgunmat og fengu nokkrir
vaskir sveinar sér upphitaða flatböku frá
föstudagskvöldinu. Haldið var síðan aft-
ur á skíðasvæðið um klukkan 10:00
Mikill kuldi var þennan fagra laugardag
og komst hann mest upp i — 24°C og
þurftu margir á „föðurlandi" að halda.
Nokkrir eyddu sínum aurum í kaup á
svonefndum „hitapokum á tær" vegna
kulda á löppum. Alltaf rakst maður á
einn félaga sinn sem þá hafði tekið
miklum framförum. En nokkrir héldu sig
samt ennþá í „pínulitlusmábarnabrekk-
unni". Flestir voru komnir inn þó nokkuð
fyrir snæðing og er ekki í frásögur fær-
0 Skíðasvæðið í Bláfjöllum.
1 8
SKÁTABLAÐIÐ FAXI