Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Síða 4
____________________________________4
Góða játningin
Nú er veturinn aö baki. Kanski finnst
þér hann hafa verið fjarska langur. Mér
finnst hann raunar hafa liöiö sem
örskot. T.d. finnst mér ótrúlegt aö heill
vetur skuli vera liöinn frá því aö við
hjónin fyrst hittum fermingarbörnin í
haust. En svona er þaö nú samt, og
m.a.s. páskarnir liðnir. Eftir
páskahátíöina kemur aö því aö
fermingar hefjist í Landakirkju. í allan
vetur hefur stór hópur ungmenna
undirbúiö sig undir þá stund aó ganga
upp aö heilögu altari kirkjunnar, til þess
aö játa þar trú sína fyrir Guöi sjálfum og
okkur öllum um leiö. “ Viltu hafa Jesú
Krist aö leiðtoga lífs þíns ? “ Verður
spurt. Engin smá spurning þaö !
Og 80 krakkar í Vestmannaeyjum ætla
aö svara svara þessari spurningu játandi
eftir fáa daga eöa vikur.
Lífs leiðtogi er einhver sem markar fyrir
mann stefnuna í öllu lífinu. Leiötoginn
gengur á undan og ræöur í raun
feröinni. Þess vegna er fermingin
merkileg tímamót í lífi hvers
fermingarbarns. En hvernig á maöur nú
aö standa viö svona yfirlýsingu, eins og
fermingin er? Á maður aö fá sér blaö og
blýant, og setja niöur á blaöið allar þær
reglur um gott og sómasamt líferni sem
finna má í Biblíunni, og reyna svo aö
brjóta enga þeirra ? Eöa á maður aö gera
þetta einfalt og sfyöjast einfaldlega viö
boöoröin 10, í þeirri von aó manni takist
þó allavega aö halda 10 einfaldar
reglur!? Nei, ég skal segja þér aö
hvorug leiðin er fær. Hér er lítil skondin
saga sem útskýrir af hverju.
- Siggi var 6 ára og ný búinn að fá hjól.
Hann var farinn aö æfa sig aö hjóla án
hjálpardekkja, og þóttist vera oröinn
býsna leikinn við hjólreiðarnar. Nú
ákvað hann aö hætta aö hjóla bara
umhverfis húsið heima, eins og hann
haföi gert fram að þessu, en reyna þess
í stað fyrir sér á gangstéttinni viö
götuna. Hann sveigði út á gangstéttina
og hjólaöi í átt frá húsinu heima. Allt
gekk vel í fyrstu , enda niður brekku aö
fara. og Sigga þótti þetta vera allt hiö
besta mál.
En skyndilega kom hann auga á stóran
stein sem stóö á miöri gangstéttinni
marga metra í burtu. " Þennan stein verö
ég aó foróast !" hugsaöi Siggi. Hann var
staöráöinn í aö forðast aö hjóla á
steininn. - Svo staóráöinn var hann aö
hann einblíndi á þennan ljóta stein ,
horföi á hann nálgast og nálgast..
uns hann vitaskuld rann beint á
steininn og hentist langar leióir.
Þannig er þaö meö syndina. Viö
getum ekki forðast hana meö því aö
einblína stööugt á hana. Ef viö alltaf
hugsum um boö og bönn, þá göngum
viö ekki á Guös vegum. Listin aö lifa í
trú á Jesú er einfaldlega fólgin í því aö
vera meö Jesú, einblína á hann. biöja
til hans, lesa í Biblíunni og njóta líka
endilega félagsskapar þar sem Jesús er
í hávegum hafður. Hefúr þú ekki
annars tekið eftir því hve mikil áhrif
góöir vinir hafa hver á annan ?
Ósjálfrátt fer maður aö draga dám af
vinum sínum, líkjast þeim. Þaö er
nákvæmleg eins meö samfélagiö vió
Guö. Því meiri tíma sem þú verð í
félagsskap viö Jesú Krist , Þeim mun
meiri áhrif getur hann haft á þig. Og
þau áhrif eru meira viröi en nokkuð
annað, og fela ekki einungis í sér
fyrirheit um bjarta framtíð, heldur
lofar hann þér því aó vinskapur ykkar
skuli ná út yfir gröf og dauða.
Þannig má segja aó sá sem lifir
trúarsamfélagi viö Jesú Krist er þegar
byrjaóur aö lifa að eilífu, svo undarlegt
sem þaö nú er.
Svo biö ég Guö aö gefa öllum
fermingarbörnum í Vestmannaeyjum
góóan og blessunarríkan
fermingardag.
Og biö þess aó um leið og þiö þroskist
og stækkiö, megi trú ykkar einnig vaxa
samhliöa, svo að góöa játningin á
fermingardaginn fylgi ykkur og veröi
aó yfirskrift lifs ykkar: “ Já , ég vil
hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs
míns.”
Bjarni Karlsson
sóknarprestur
SettcUutt öttum
{enxuiuyan&ýutum
oy {jjötóÁqlctcMt fieéwA o&fóéan, éeátu óe&ái í tileUté
{leruHiuCfanúMWi.
f
VESTMANNAEYJABÆR
Sectdum öilutu
{fenMtiuqan&ýutum
oy {jötduftcUuK þeivua, o/c&Áan, éeáiu óááúi í tite{ut
{enuducfaníuua/i.
Ueriólfur h$.