Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Síða 13

Skátablaðið Faxi - 01.04.1994, Síða 13
13 Hvad heitir þú fullu nafni? Siguröur Sigurösson Fædingardagur óg ár? 11,03.79 (eftir langa hugsun) Skátaflokkur ? Ég held aö ég sé ekki í neinum skátaflokk, 'jú NEBBARNIR eöa nefdýr hann er mjög ónýtur. Handleggjalengd? (Hneykslissvipur) þaö veit ég ekki. Hvad talaróu mörg tungumál? Hálft.... Hvaö hefur þú margar viógeróar tennur? Það veit ég ekki 2 eða3 Áttu penna ? Á ég penna , já ég á penna. Af hverju? Bara...af því aö þaö er gaman. Til hvers? Bara til þess. Hvaö heitir þú fullu nafni ? Margrét Rós Harðardóttir Fæöingardagur og ár? 08,11.79 Skátaflokkur? Model 79 og tveir 77 Handleggjalengd? 750 m á báöum. Hvaö talaröu mörg tungumál? Ensku. Dönsku. íslensku og hiö eina sanna tungumál. Hvaö hefur þú margar skemmdar tennur ? Engar Áttu penna? Já 1 stk Smirnoff. Af hverju? Til þess aö ég geti skrifaö. Til hvers? Til aö koma skilaboðum til annarra. viltu nefna eitthvaö annaó? Nei. Vorboðar Blessuö sólin var búin aö bræöa allan snjóinn. Einn daginn hjálpaöi rigningin til viö bræðsluna, og vatnið rann í lækjum um göturnar, en núna var komin vorangan í loftið. Bjarni og Einar voru góóir vinir og leikfélagar. Þeir voru báöir flugsyndir og fóru oft saman í sundlaugina. Eitt sinn þegar þeir komu í sund voru margir strákar samankomnir viö stökkbrettið og einn strákanna sem heitir Árni kallaði til þeirra “ hæ strákar, komiði að stökkva af brettinu”! og hann togaöi í þá og ýtti aö tröppunum. En þótt Bjarni og Einar væru flugsyndir þá höföu þeir aldrei stokkiö af brettinu og satt að segja þá voru þeir smeikir viö þaö. bjarni fór upp stigann af því aö hann vildi ekki láta Árna og hina strákana sjá aö hann væri hræddur, en þegar hann var kominn upp svimaði hann og hann fékk sáran sting í magann og hann flýtti sér aftur niður tröppurnar í staö þess aö stinga sér í laugina. " Hvaó er þetta maöur þorirðu ekki aö stökkva"? Allir strákarnir, nema Einar fóru aö hlægja og gera grín að Bjarna og vinirnir snéru viö og fóru aftur í búningsklefann. Þaö er ekkert gaman aö vara í sund um leið og Árni og félagar viö skulum bara gera eitthvaö annaö. Vió skulum kveikja í sinu, sagði Einar og þeir fóru heim til Einars og tóku eldspítur úr skúffú í eldhúsinu, mamma hans var ekki heima síðan skokkuöu þeir léttfættir upp í móa. Þeir lögöust á hnén á væna sinuþúfu og byrjuðu að kveikja á eldspítunum. Vindurinn slökkti jafnóöum á þeim. Loksins logaöi og þeir skýldu loganum meö báöum lófum og báru eldinn aö sinunni, eldurinn blossaói upp og vinirnir hrópuöu af kæti. En þá flaug skelkuö Lóa út undan næstu þúfu, “þaö er hreiður í þúfunni", æptu strakarnir og nú trömpuöu þeir á eldinum þar til hann var slokknaóur og skórnir sviönir. Inni í þúfubarðinu var ósköp lítil en hlýleg hola, þaö var heimili fallegu Lóunnar sem flaug skelkuö í burtu frá eldinum, og í voru 4 agnarsmá doppótt Lóuegg. Bjarni og Einar geröu sér ljóst aö þeir höföu nærri því kveikt eld í hreióri vorboöanna og hvaö heföi þá orðið um ungana í eggjunum? Eftirtalin fyrirtæki senda fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra sínar bestu hamingjuóskir í tilefni fermingarinnar FRÉTTIR BRIMNES FOTO HERTOGINN HÓTEL ÞÓRSHAMAR

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.