Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Side 13

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Side 13
Ævintýraferð til Belgíu Fyrstu dagarnir Að kvöldi fimmtudagsins 3.ágúst (HÚKKARABALL) hittist hress hópur skáta frá Eyjum, Selfossi og Hveragerði í Leifsstöð. Leiðin lá að sjálfsögðu beint í fríhöfnina og var mikið verslað. Við komumst nokkurn vegin slysalaust í gegnum flugvöllinn (vantaði aðeins eitt vegabréf og einn týndur ilugmiði). Þá tók við þriggja tíma flug og fengum við ógeðslegan mat í vélinni, svona eftir á var sá matur algjör hátíð miðað við það sem við áttum eftir að fá úti. Svo lentum við á flugvellinum í Frankfurt og við tók langt lestarferðalag sem lauk svo í Brussel daginn eftir. I Brussel hittum við svo belgíska skáta og gistum við svo hjá þeim og fjölskyldum þeirra. Svo fórum við með fjölskyldunni okkar heim og gerðum eitthvað sniðugt með þeim, en öll fengum við að hreinsa á okkur kroppinn og borða eitthvað (loksins!). Um kvöldið fórum við eitt- hvað með fjölskyldunum okkar, skoða bæinn, í partý eða á bar. Næsta dag fótum við svo að skoða geðveikan kastala. Þaðan lá svo leiðin með lest inn í BRUSSEL-CENTRUM, verslunar- glöðum eyjapæjum til ómældrar ánægju og yndisauka. Þar eyddum við svo restinni af deginum. Tíminn sem við höfðum þar var þó ansi naumur því að korteri eftir að lestin okkar var farin mættu aðlalgellurnar í hópnum móðar og másandi með troðfulla HM-poka og gáfu þá trúverðugu útskýringu að þær hefðu villst! Meðal þeirra ríkti þó djúp sorg yfir að hafa misst af fjórðu hæðinni í HM. Um kvöldið fórum við svo aftur til fjölskyldunnar okkar. Tjaldbúðirnar Daginn eftir var svo haldið niður á lestarstöð. Þaðan tókum við svo lest í einhvern bæ. Þaðan áttum við svo að rölta í búðirnar. Þangað voru aðeins 20 km. Til að vita hvert við ættum að fara áttum við að fara í einhvern tungumálapóstaleik með Belgunum, við byrjuðum á því að villast á fyrsta póstinum og urðum að kalla í foringjana til að fá hjálp. Okkur tókst þó að komast stórslysalaust í gegnum leikinn. Svo mættu dauðþreyttir og svangir Islend- ingar í búðirnar, enda ekki vanir svona þrældómi! Þá byrjuðu Belgarnir að elda handa okkur. Þakklátir Islendingar litu ekki við matnum sem var óætur og tók Belgana ekki nema tvo tíma að elda handa okkur. Eftir mat lá leiðin beint í lækinn sem átti svo eftir að vera hreins- unaraðstaða okkar næstu tvær vikurnar. Um kvöldið enduðum við svo í svefn- pokunum okkar. Morguninn eftir vorum við svo vakin klukkan 8:20. Tíu mínút- um síðar áttum við svo að vera klædd og mætt að fánastönginni. Þar fengum við þær fréttir að klukkutíma síðar ættum við að vera búin að borða, bursta tenn- urnar, taka til og ganga frá matnum. Svona fyrsta daginn tókum við þessu frekar rólega enda vön íslenskri tjald- búðaskoðun þar sem notað er punktak- erfi. Svo mættum við í tjaldbúðaskoðun og áttum að gjöra svo vel að gera tíu armbeygjur fyrir hvert pappírssnitti sem fannst. Vorum við með afbrigðum hneyksluð og fórum að pæla hvað við værum að gera í svona þrælabúðum. Strax eftir tjaldbúða-skoðun var hafist handa við að elda hádegismat. Við byrj- uðum á því að reyna að bjóða fram hjálp okkar. Það gekk ekkert allt of vel að gera eitthvað því að vitlausir íslendingar komu að fjöllum þegar þeir áttu að kveikja elda og að sjálfsögðu byrjuðum við á að gera allt vitlaust og flest okkar enduðum inni í tjaldi þar sem við gátum ekkert aðstoðað. Eftir mat var svo hafið við tjaldbúðastörf og reyndum við eftir bestu getu að sýna getu okkar í súrr- ingum en sáum fljótlega að Belgunum gekk miklu betur að gera þetta sjálfir því að þeirra mati gerðum við allt vitlaust. Við gáfumst upp á að reyna að hjálpa og einu sinni sem áður enduðum við inni í tjaldi eða úti í sólbaði. Svangir íslendingar biðu svo spenntir eftir kvöldmatnum því eins og áður kom fram fengum við engan hádegismat. í kvöldmat gátum við svo valið um að fá okkur: brauð með súkkulaðismjöri, brauð með skinku, brauð með osti, brauð með marmelaði eða brauð með sultu. Svona fyrsta daginn þótti okkur þetta ágætt en þó frekar matarlítill kvöldmatur. Svo byrjuðum við á að fara að spila á gítar og syngja íslenska tónlist og hópuðust Belgarnir í kringum okkur og enduðum við með að sitjast í kringum lítinn varðeld og enduðum þannig daginn. Næsti dagur var mjög svipaður og sá fyrri, tjaldbúðaskoðun, armbeygjur, ógeðslegur hádegismatur, Belgar að þræla fyrir okkur, íslendingar inni í tjaldi eða í sólbaði, brauð í kvöld- mat. Um kvöldið fengum við reyndar að samkka sér belgískar vöfflur í tilefni þess að það væri belgískur dagur. Þær voru algert æði. Aðalgellurnar á fyrsta farrými. SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.