Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 15

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Síða 15
íslensku strákarnir tóku auðvitað ekki þátt til þess að Belgarnir ættu einhverja möguleika. Svo kenndum við Belgunum líka íslenska söngva og leyfðum þeim að smakka íslenskan mat, s.s. harðfisk, slátur og lýsi. Voru Belgarnir misjafn- lega hrifnir af íslenska matnum. Við Islendingarnir réðumst hins vegar á Ármann þegar hann birtist með harð- fiskinn því að við vorum ekkert búin að borða nema brauð alla ferðina. Eftir að búið var að klára íslenska matinn héld- um við svo kraftakeppni sem gaman var að fylgjast með, þó að að mati okkar stelpnanna hafi íslensku karlmennirnir okkar ekki verið nógu duglegir að taka þátt. Þó héldu þeir Ármann og Mummi uppi heiðri okkar íslenginganna og stóðu sig ágætlega. Það var þó hraustur Belgi sem vann keppnina. Svo topp- uðum við daginn með íslenskri kvöld- vöku sem heppnaðist með afbrigðum vel. Svo liðu nokkrir dagar þar sem frekar lítið var gert. Á Sunnudeginum fengum við að prófa að fara í kaþólska messu þar sem presturinn talaði frönsku. Þegar þarna var komið vorum við Islendingarnir farnir að sakna fóstur- jarðarinnar og söknuðurinn jókst með hverjum deginum. Loks rann upp síðasti dagurinn í búðunum. Hlutverk stelpn- anna var að taka niður tjaldbúðimar á meðan strákarnir áttu að safna eldiviði í stóran varðeld sem átti að vera um kvöldið. En eins og áður gátum við ekkert hjálpað til því að við gerðum allt vitlaust svo að við gáfumst fljótlega upp. Þá ákváðum við að fara út í skóg og „safna eldiviði” Það tók rúmlega tvo tíma að fylla eina litla kerru því að auðvitað notuðum við tækifærið og skmppum aðeins í bæinn til að pissa og svoleiðis. Svo sáum við að einhver fjöl- skylda hafði tæmt úr innbúinu sínu inni í skógi. Töldum við það ágætis efni í eldivið og fundum meðal annars: grind úr barnakerru, gluggakarm og ónýtan stól með gormana út í loftið. Svo birt- umst við þama mjög ánægð með góssið, en húmorslausir Belgar hristu bara hausinn yfir vitlausum íslendingum. Nú var kominn matur og fengum við kalt hlaðborð með einhverju gumsi. Stuttu eftir mat hófst svo stóri varðeld- urinn og voru fyrst einhverjar viðurken- ningar veittar og gjafir gefnar og svoleiðis. Svo var sungið af hjartans list. Það er hefð hjá Belgunum að halda svona varðeld síðasta kvöldið og þá eru þeir vanir að fá sér aðeins í glas, en okkur að þakka var þeim bannað það þetta árið. Svo urðum við að gjöra svo vel að halda okkur vakandi því að þeir sem sofnuðu vöknuðu svo aftur með raksápu eða eitthvað álíka girnilegt í hárinu eða andlitinu. Eftir skemmtilega en erfiða nótt héldum við svo af stað til Brussel. í þetta skiptið fengum við bílfar að lestarstöðinni. Brussel og heimferðin Þegar við svo komum til Brussel fórum við aftur í heimagistingu. Við fengum að fara í bað og svoleiðis og svo gerðum við eitthvað sniðugt með fjöl- skyldunum, t.d. versla. Daginn eftir hitt- ist svo hópurinn í Brussel og fengum við frjálsan tíma þar. Þessir þrír tímar sem við fengum dugðu sko alveg til að tæma budduna og rúmlega það svo að ekki komum við tómhent heim á frónið. Eftir verslunarleiðangurinn var svo haldið af stað með lestum til Frankfurt og þaðan svo flogið heim. I háloftunum var svo stofnuð ný dróttskátasveit, Ds. Suður- land. Svo tvístraðist hópurinn á Keflavíkurflugvelli og allir héldu til síns heima. Ákveðið var þó að hittast helg- ina eftir í Gilitruttsskálanum til að rifja upp yndislegar stundir. Fyrir hönd Belgíufaranna: Anna Jóna Kristjánsdóttir Óskum öllum bæjarbúum Óskum öilum bæjarbúum gleðilep jóla gleðilejjra jóla með þökk fyrir með þökk fyrir viðskiptin á árinu samskiptin á árinu Starfsfóíb ojj eijjendur ^tjó& jgæjífjíjWW rllj il rl y 1 ' f il [_ r ~. 481 3338 <fn,854 5510,A %A SKÁTABLAÐIÐ FAXI 0

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.