Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.2000, Qupperneq 17
Akureyrarferðin mikla! Um daginn fórum við 3 Vestmanna- eyjasnótir: Sigga, Steinunn og Herdís alla leið til Akureyrar á námskeið. Það ríkti mikil spenna meðal okkar því þetta var í fyrsta skiptið sem við fórum á námskeið fyrir utan Suðurlandið og í annað umhverfi. Það var tekið mjög vel á móti okkur en við komum aðeins fyrr heldur en hinir. Þegar allir voru mættir var skipt niður í hópa og herbergi. Hvert herbergi bjó til lag sem átti að flytja við herbergis- skoðun. Við gistum í skóla rétt fyrir utan Akureyri og var mjög fjölmennt því 3 námskeið voru í gangi og svo vorum við eginlega svona sér á dróttskátaforing- janámskeiði. Af því að við vorum svo fáar hélt hann Helgi Gríms góðan fyrir- lestur fyrir okkur og gaf okkur mikil- væga leiðsögn á laugardeginum. En að mestu leiti vorum við á sveitarforing- janámskeiði sem var reyndar bara nokkuð gott því ágætt var að rifja upp punkta sem sveitaforingjar eiga að hafa í huga. Svo héldum við líka fyrirlestur yfir dróttskátunum og leibeindum þeim með dróttskátabókina sína. Svo heppilega henti til að það var sundlaug fyrir utan skólann svo hægt Gellurnar sem fóru til Akureyrar var að skemmta sér í sundi eða leika sér í íþróttasalnum í frítímum. Föstudegin- um lauk með kakói og kexi líkt og laug- ardeginum. Báða dagana var ræs, morgunmatur, fáni og morgunleikfimi. Einnig var her- bergisskoðun sem við unnum, að sjálf- sögðu, báða daganna. Maturinn á námskeiðinu var mjög góður og eiga þau hrós fyrir það. Fyrirlestrar voru rnjög áberandi á laug- ardeginum og svo var líka einhver markferð (hike) sem foringjarnir fóru með flokkana sína í, úr flokksforingja- námskeiðinu. Á meðan því stóð leiðbeindum við dróttskátunum og hjálpuðum þeim við grunnsmíðar að góðum næturleik. Eftir ljúffengan kvöldmat var haldin stór stór kvöldvaka í íþróttasalnum og veittar voru orður til eldri skáta. Einnig var aðstoðarskátahöfðingi íslands á henni. Eftir kvöldvökuna hófst svo næturleikur sem dróttskátarnir höfðu búið til og var hann vel heppnaður og skemmtilegur næturleikur. Þegar það var búið að koma yngri krökkunum í kyrrð sem var á ábyrgð okkar eldri, glömruðum við og spjölluðum saman einhvað fram eftir kveldi. Svo vöknuðu allir súrir morguninn eftir fyrir seinasta fyrirlesturinn og grillaðar voru pulsur. Við tókum svo okkar dót saman og tókum svo ærlega til en við misstum að slitunum því annars hefðum við misst af flugvélinni. Gaman var að fara norður og kynnast nýju fólki og hugmyndum. Siðir og hefðir eru allt öðruvísi þar heldur en við erum vanar. Gott var að deila hugmynd- um með öðru fólki og komast nær lykl- inum að góðu skátastarfi. Við viljum þakka skátafélaginu fyrir að hafa sent okkur norður því þetta námskeið mun seint gleymast. Sigga og Steinunn Óskum 6æjarBúum gCeðíCegrajóCa og farsæCs nýs árs Brímnes Fiamíngó Bókabúðín Eyjablíkk Eyjablóm Veísluþjónusta Gríms FOTO Skýlíð Gullsmíðurínn Magnúsarbakarí Bæjarveítur Vm. Lundínn/Prófasturínn ísfélag Vm. Metró Verkalýðsfélagíð/Snót Náttúrustofa Suðurlands TM tryggíngar Húsey, byggíngavöruversl. Eyjaradíó Bergur-Hugínn Apótek Vestmannaeyja OIís - Olíuversl. íslands Café María Klettur Do Re Mi Esso Lanterna Haukur Guðjónsson SKÁTABLADIÐ FAXI ®

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.