Skátablaðið Faxi - 01.12.2003, Blaðsíða 5
Flokksforingj anámskeið 10.-14. ágúst
Fyrsta daginn var skipt niður í hópa
og það voru 5 manns í hóp. Þegar við
vorum búin að koma okkur fyrir fórum
við inn í sal og kynntum okkur og
fengum leynivin. Svo áttum við alltaf að
gefa leynivininum eitthvað á hverjum
degi. Fengum við okkur að borða og svo
var kvöldvaka. Þar sungum við lög og
gerðum leikrit. Sváfum við í skálanum
fyrstu nóttina. Næsta dag vöknuðum við
klukkan hálf níu. Við fengum morgun-
mat og fórum að taka saman inn í
skálanum og fórum svo í póstaleik. Þar
gerðum við margt, t.d. fengum að læra
hvemig á að halda á hníf og hvemig á að
elda yfir opnum eldi. Svo fómm við að
tjalda og reyndum svo að elda sjálf. Það
gekk ekki vel og við þurftum að fá
mikla aðstoð því við gátum ekki kveikt
á greinunum nema í smá stund og að
lokum urðu eldspíturnar búnar. Við
fengum síðan frí og svo var talað við
okkur um hvernig á að vera skátaforin-
gi. Við fómm líka í flokkakeppni og
Stærri, flokkurinn heitir það, flokkurinn
minn vann alltaf.! Um kvöldið fórum
við svo í vatnasafarí. Síðan fengum við
kvöldkaffi og fómm að sofa. Næsta dag
fórum við að síga og klifra. Svo fórum
við líka í árabát og á kajak. Við gerðum
ekki mjög mikið þennan dag en við
fórum líka í póstaleik og svo var
diskótek um kvöldið. Næsta dag var
síðan dagsferð. Þá áttum við að velja
langa leið sem við værum svona 6
klukkutíma að labba. 3 krakkar tíndust
en fundust svo loksins eftir eitthvað um
9 klukkutíma. Við fengum síðan pulsur
og svo var kvöldvaka. Við sungum og
fengum sykurpúða. Við grilluðum líka
brauð. Svo fórum við að sofa í tjaldinu.
Það rigndi um morguninn svo að við
drifum okkur bara upp í kofa. Þegar við
vomm búin að fara í leiki og allir fengu
að vita hver leynivinur þeirra hafði verið
kom rútan og við fórum öll til
Reykjavíkur. Þetta var mjög skemmti-
legt námskeið.
Jólakveðja, Margrét
Hérna er
líka verið
að vígja
myndar-
legan hóp
D.s. útilesa
21.-23. febrúar
Við mættum upp í Skátastykki um 5
leitið... og þá voru kynntar fyrir okkur
leikreglur. Þema leiksinns var stríð milli
Rómverja og Grikka.
1. Verkefnin sem við fengum var að
búa til hlið fyrir landamæri okkars land
og tók það allt föstudagkvöldið og laug-
ardagsmorguninn. Við vomm vakinn
mjög snemma svo við hefðum tíma til
að klára hliðið þegar því lauk var komin
tími til að fara niðrí skátaheimili að
horfa á bikarleik IBV og Hauka. Þegar
leiknun lauk fóru allir fúlir upp í stykki,
þvíu leikurinn endaði illa. Þá var hafist
handa við að undirbúa vígslu á skátum
og ylfingum. Eftir allan undirbúiningin
var kynntur leikur kvöldmatsins og
fengu allir þá hlutverk að t.d. að leika
keisara, keisaraynja og hirðfíbbl og
mörg fleiri hlutverk, og allir þurtu að
vera í búning sem hæfði sínu hlutverki.
Köldmaturinn fór í það að reyna að ná
sáttum á milli landana tveggja. þegar
borðhaldi lauk þá var haldin hress og
skemmtileg kvöldvaka og sungið langt
fram á nótt. Sunnudagsmorguninn
fengum við að sofa út, en þegar allir
vöknuð var hafist handa við að taka til.
Kl. fjögur var svo haldið niðrí skáta-
heimili á aðalfund Faxa, þegar honum
lauk þá héldu allir heim til sín þreytir og
ánægðir.
Hérna er
verið að
vígja
flottan
hóp, ekki
satt
SKÁTABLAÐIB FAXI
5